Innlent

Útsendingin frá Holuhrauni aftur komin í loftið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eldgosið hefur verið í beinni á netinu.
Eldgosið hefur verið í beinni á netinu. Vísir / Egill
„Þær bara jöfnuðu sig. Það þurfti ekki annað en að endurræsa þar héðan,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, samskiptastjóri Mílu, en vefmyndavélar fyrirtækisins sem senda út frá Holuhrauni duttu út í gær í óveðrinu. „Það er ótrúlegt hvað þessar vélar standa af sér.“

Vísir sagði frá því í gærkvöldi að vélarnar hefðu dottið út en samkvæmt Sigurrós eru þær á svipaðri staðsetningu. Talsverður titringur var á vélunum áður en þær duttu út. Þær skemmdust þó ekki en vélarnar eru sérstaklega útbúnar til að þola að standa úti.

„Þetta er harðgert og ætlað til að vera úti,“ segir Sigurrós. „Ef eitthvað er þá er það frekar rafmagnið sem fer.“ Vefmyndavélarnar eru nú aftur byrjaðar að senda út og er hægt að fylgjast með eldgosinu hér.

Svona leit útsendingin út í gærkvöldi áður en vélarnar duttu út: Vefmyndavél Mílu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×