Innlent

Vefmyndavél við Holuhraun dottin út

Sveinn Arnarsson skrifar
GIF mynd úr myndavél Mílu má sjá neðst í fréttinni.
GIF mynd úr myndavél Mílu má sjá neðst í fréttinni. Vísir / Egill
Vefmyndavél Mílu, sem hefur sent frá sér myndir af eldgosinu í Holuhrauni síðustu mánuði, er hætt að senda frá sér myndir af gosinu. Síðustu klukkustundir hefur mikil ókyrrð verið á myndinni og ljóst að hún hefur lotið í gras gegn veðurofsanum á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Á vefmyndavélinni sást, áður en hún datt út, enn í hraunána sem rennur til austurs frá gosstöðvunum. Einnig mátti greina örlítið ljós frá gosinu sjálfu. Hinsvegar var myndin sem vélin sendi frá sér á fleygiferð og hristist mikið í óveðrinu.

Míla er með tvær myndavélar á hálendinu sem gefa heimsbyggðinni myndir af eldgosinu í holurhrauni, sú sem fjær er eldgosinu er heldur stöðugri en sú sem nær er. 



Vefmyndavélin sendir út hér.

Vefmyndavél Mílu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×