Útlensk matvæli og innlent kjaftæði Guðjón Sigurbjartsson skrifar 16. apríl 2015 07:00 Eru erlend matvæli óheilnæmari en innlend? Tryggir innflutningsverndin fæðuöryggi? Færi allur hagur af tollfrjálsum innflutningi í vasa kaupmanna? Þessu og fleira í sama dúr er haldið fram af sumum talsmanna bænda. Gæti verið að þetta sé bull, jafnvel rógburður hagsmunahóps?Lyfjanotkun Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fyrirbyggjandi gjöf sýklalyfja til dýra tíðkast í áratugi. Samkvæmt AHI (Dýraheilsustofnun BNA) næst við þetta 3% meiri framleiðni með meiri vaxtarhraða og minni afföllum vegna sjúkdóma. Ástæða aukins vaxtarhraða er að minna lifir af sníkjudýrum og örverum í meltingarvegi dýranna auk þess sem færri kljást við sjúkdóma. Talin er minni hætta á matareitrun hjá neytendum. Samanburðarannsóknir AHI sýna ekki aukið sýklalyfjaónæmi hjá fólki sem neytir afurðanna. Evrópusambandið ákvað árið 2006 að láta fólk njóta vafans og bannaði notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata, en þau eru að sjálfsögðu gefin dýrum þegar upp koma sjúkdómar. Notkun sýklalyfja í kjötframleiðslu er því álíka mikil á meginlandi Evrópu og hér. Samevrópskar reglur sem MAST gætir hér, er okkar gæðatrygging.Lífrænt ræktað – Bio Organic Í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, er mikið framboð af lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum. Hægt er að fá lífræna mjólk, smjör, osta, egg, kjötmeti og fleira. Slíkar vörur kosta yfirleitt meira en hinar, en margir velja þær samt. Lítið framboð hefur verið af slíku hér en er þó að aukast.Velferð dýra Dýravelferð er lengra komin í Evrópu en hér, allavega hvað varðar svínarækt og varphænur. Hér viðgengst að afmarka gyltum mjög lítið svæði og takmarka hreyfimöguleika þeirra sem eru með nýfædda grísi hjá sér. Hér eru varphænur víða hafðar í litlum búrum með lítið hreyfirými. Í Evrópu hefur þetta verið bannað í mörg ár. Unnið er að innleiðingu reglugerða hér en breytingar kosta og útlit fyrir að þær muni taka mörg ár.Fæðuöryggi Því er haldið fram af hagsmunaaðilum að mikilvægt sé að vernda innlenda matvælaframleiðslu til að hún verði áfram til staðar ef vá ber að höndum og viðskipti teppast við útlönd. En matvælaframleiðsla er í dag háð innfluttri rekstrarvöru. Þótt innlend framleiðsla landbúnaðarafurða dragist saman við opnun, mun obbinn áfram verða til staðar. Svo höfum við fiskinn. Gott samt að hafa fyrirhyggju og tilbúnar áætlanir um neyðaraðgerðir ef til þarf að taka.Lífskjör og matvælakostnaður Láglaunafólk, öryrkjar, aldraðir, einstæðar mæður og fleiri hópar hafa lítið handa á milli. Tugir þúsunda rétt skrimta enda er þjóðarframleiðsla á mann 50% minni en hjá samanburðarlöndunum. Leyfa verður tollfrjálsan innflutning matvæla og minnka styrki í áföngum niður í Evrópumeðaltal, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða ekki. Samkeppni á dagvörumarkaði tryggir að lægra innkaupsverð skilar sér til neytenda. Matarútgjöld heimila lækka og verðtryggð lán þar með. Á móti opnast risamarkaðir Evrópu fyrir okkar matvæli. Þróun verður í matvælavinnslu. Vörugæði batna. Nánast allir hagnast þegar upp er staðið.Sannleikurinn Talið er hollt að borða mikið grænmeti, lítið af feitu kjöti og ekki of mikið af sykri. Opnun á innflutning grænmetis fyrir nokkrum árum hefur aukið framboð og lækkað verð þess. Aukin neysla fituminna kjöts á kostnað feits kjöts er til bóta en margir ættu að draga úr kjötáti. Við fáum holl matvæli á sanngjörnu verði og styðjum við dýravelferð með því að opna á tollfrjálsan innflutning matvæla frá Evrópu. Afmarkaður hagsmunahópur bænda má ekki leyfa sér að blekkja neytendur og skattgreiðendur, sem kosta þeirra tilveru, með misvísandi upplýsingum, m.ö.o. kjaftæði, um hollustu matvæla, matvælaöryggi, sviksemi kaupmanna o.s.frv. Allir ættu að vinna saman að því að auka hollustu matvæla og lækka matarútgjöld heimila með því að láta landbúnaðinn mæta samkeppni og takast á við nauðsynlegar breytingar. Samfélagið mun vilja hjálpa fólki í greininni að aðlagast og takast á við nýjar áskoranir.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eru erlend matvæli óheilnæmari en innlend? Tryggir innflutningsverndin fæðuöryggi? Færi allur hagur af tollfrjálsum innflutningi í vasa kaupmanna? Þessu og fleira í sama dúr er haldið fram af sumum talsmanna bænda. Gæti verið að þetta sé bull, jafnvel rógburður hagsmunahóps?Lyfjanotkun Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur fyrirbyggjandi gjöf sýklalyfja til dýra tíðkast í áratugi. Samkvæmt AHI (Dýraheilsustofnun BNA) næst við þetta 3% meiri framleiðni með meiri vaxtarhraða og minni afföllum vegna sjúkdóma. Ástæða aukins vaxtarhraða er að minna lifir af sníkjudýrum og örverum í meltingarvegi dýranna auk þess sem færri kljást við sjúkdóma. Talin er minni hætta á matareitrun hjá neytendum. Samanburðarannsóknir AHI sýna ekki aukið sýklalyfjaónæmi hjá fólki sem neytir afurðanna. Evrópusambandið ákvað árið 2006 að láta fólk njóta vafans og bannaði notkun sýklalyfja sem vaxtarhvata, en þau eru að sjálfsögðu gefin dýrum þegar upp koma sjúkdómar. Notkun sýklalyfja í kjötframleiðslu er því álíka mikil á meginlandi Evrópu og hér. Samevrópskar reglur sem MAST gætir hér, er okkar gæðatrygging.Lífrænt ræktað – Bio Organic Í Evrópu, sérstaklega Þýskalandi, er mikið framboð af lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum. Hægt er að fá lífræna mjólk, smjör, osta, egg, kjötmeti og fleira. Slíkar vörur kosta yfirleitt meira en hinar, en margir velja þær samt. Lítið framboð hefur verið af slíku hér en er þó að aukast.Velferð dýra Dýravelferð er lengra komin í Evrópu en hér, allavega hvað varðar svínarækt og varphænur. Hér viðgengst að afmarka gyltum mjög lítið svæði og takmarka hreyfimöguleika þeirra sem eru með nýfædda grísi hjá sér. Hér eru varphænur víða hafðar í litlum búrum með lítið hreyfirými. Í Evrópu hefur þetta verið bannað í mörg ár. Unnið er að innleiðingu reglugerða hér en breytingar kosta og útlit fyrir að þær muni taka mörg ár.Fæðuöryggi Því er haldið fram af hagsmunaaðilum að mikilvægt sé að vernda innlenda matvælaframleiðslu til að hún verði áfram til staðar ef vá ber að höndum og viðskipti teppast við útlönd. En matvælaframleiðsla er í dag háð innfluttri rekstrarvöru. Þótt innlend framleiðsla landbúnaðarafurða dragist saman við opnun, mun obbinn áfram verða til staðar. Svo höfum við fiskinn. Gott samt að hafa fyrirhyggju og tilbúnar áætlanir um neyðaraðgerðir ef til þarf að taka.Lífskjör og matvælakostnaður Láglaunafólk, öryrkjar, aldraðir, einstæðar mæður og fleiri hópar hafa lítið handa á milli. Tugir þúsunda rétt skrimta enda er þjóðarframleiðsla á mann 50% minni en hjá samanburðarlöndunum. Leyfa verður tollfrjálsan innflutning matvæla og minnka styrki í áföngum niður í Evrópumeðaltal, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða ekki. Samkeppni á dagvörumarkaði tryggir að lægra innkaupsverð skilar sér til neytenda. Matarútgjöld heimila lækka og verðtryggð lán þar með. Á móti opnast risamarkaðir Evrópu fyrir okkar matvæli. Þróun verður í matvælavinnslu. Vörugæði batna. Nánast allir hagnast þegar upp er staðið.Sannleikurinn Talið er hollt að borða mikið grænmeti, lítið af feitu kjöti og ekki of mikið af sykri. Opnun á innflutning grænmetis fyrir nokkrum árum hefur aukið framboð og lækkað verð þess. Aukin neysla fituminna kjöts á kostnað feits kjöts er til bóta en margir ættu að draga úr kjötáti. Við fáum holl matvæli á sanngjörnu verði og styðjum við dýravelferð með því að opna á tollfrjálsan innflutning matvæla frá Evrópu. Afmarkaður hagsmunahópur bænda má ekki leyfa sér að blekkja neytendur og skattgreiðendur, sem kosta þeirra tilveru, með misvísandi upplýsingum, m.ö.o. kjaftæði, um hollustu matvæla, matvælaöryggi, sviksemi kaupmanna o.s.frv. Allir ættu að vinna saman að því að auka hollustu matvæla og lækka matarútgjöld heimila með því að láta landbúnaðinn mæta samkeppni og takast á við nauðsynlegar breytingar. Samfélagið mun vilja hjálpa fólki í greininni að aðlagast og takast á við nýjar áskoranir.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun