Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. maí 2014 07:48 Kínverskt barn Á undanförnum árum hafa tugir barna verið ættleiddir frá Kína til Íslands. Vísir/AFP Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska fyrirkomulagið athygli,“ segir hann. Íslensk ættleiðing fór fyrst á fjárlög við undirritun Haag-samningsins um velferð barna og ættleiðingar árið 2001 og fékk þá sex milljónir króna. Grunnfjárveitingin á fjárlögum 2012 var 9,2 milljónir. Ekki var hægt að halda námskeið sem eru grundvöllur þess að fólk geti ættleitt barn fyrr en aukafjárveiting fékkst.Kristinn IngvarssonMeð þjónustusamningnum við innanríkisráðuneytið, sem undirritaður var í nóvember síðastliðnum, var tryggð 34 milljóna króna grunnfjárveiting í fyrra og á þessu ári. Þar með var hægt að hrinda í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem þurft hafði að láta sitja á hakanum. „Þetta markaði tímamót í sögu ættleiðinga. Með þessu bætta fyrirkomulagi er fjármögnun ekki lengur háð fjölda ættleiðinga. Við getum tryggt faglega þjónustu fyrir hvert barn og hverja fjölskyldu sem sameinast með milligöngu félagsins,“ tekur Kristinn fram. Umsóknum um ættleiðingar fækkaði þegar óvissa var um rekstur félagsins, að sögn Kristins. „Þegar ljóst var að við gætum tryggt reksturinn fóru umsækjendur að koma inn aftur. Árið 2005 voru ættleiðingarnar 35, 17 árið 2012 en átta í fyrra. Á þessu ári eru nú þegar komin þrjú börn til Íslands. Ein fjölskylda er erlendis að sækja barn og verið er að vinna með nokkur mál sem við vitum að rætist úr. Innanríkisráðuneytið á sannarlega skilið klapp á bakið. Nýja fyrirkomulagið vekur vonir um áhuga fleiri upprunalanda á okkur.“ Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska fyrirkomulagið athygli,“ segir hann. Íslensk ættleiðing fór fyrst á fjárlög við undirritun Haag-samningsins um velferð barna og ættleiðingar árið 2001 og fékk þá sex milljónir króna. Grunnfjárveitingin á fjárlögum 2012 var 9,2 milljónir. Ekki var hægt að halda námskeið sem eru grundvöllur þess að fólk geti ættleitt barn fyrr en aukafjárveiting fékkst.Kristinn IngvarssonMeð þjónustusamningnum við innanríkisráðuneytið, sem undirritaður var í nóvember síðastliðnum, var tryggð 34 milljóna króna grunnfjárveiting í fyrra og á þessu ári. Þar með var hægt að hrinda í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem þurft hafði að láta sitja á hakanum. „Þetta markaði tímamót í sögu ættleiðinga. Með þessu bætta fyrirkomulagi er fjármögnun ekki lengur háð fjölda ættleiðinga. Við getum tryggt faglega þjónustu fyrir hvert barn og hverja fjölskyldu sem sameinast með milligöngu félagsins,“ tekur Kristinn fram. Umsóknum um ættleiðingar fækkaði þegar óvissa var um rekstur félagsins, að sögn Kristins. „Þegar ljóst var að við gætum tryggt reksturinn fóru umsækjendur að koma inn aftur. Árið 2005 voru ættleiðingarnar 35, 17 árið 2012 en átta í fyrra. Á þessu ári eru nú þegar komin þrjú börn til Íslands. Ein fjölskylda er erlendis að sækja barn og verið er að vinna með nokkur mál sem við vitum að rætist úr. Innanríkisráðuneytið á sannarlega skilið klapp á bakið. Nýja fyrirkomulagið vekur vonir um áhuga fleiri upprunalanda á okkur.“
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira