Útflutningur á lambakjöti til Rússlands sexfaldaðist Haraldur Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Erlendur Garðarsson segir utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Moskvu hafa veitt mikla aðstoð við að koma kjötinu í sölu í Rússlandi. Vísir/Pjetur Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent