Viðskipti innlent

Útflutningsfyrirtæki sameinast

Samúel Karl Ólason skrifar
Bæði fyrirtækin hafa flutt út saltaðar og frosnar fiskafurðir á erlenda markaði.
Bæði fyrirtækin hafa flutt út saltaðar og frosnar fiskafurðir á erlenda markaði. Vísir/Stefán
Fyrirtækin Bacco ehf. og Seaproducts Iceland ehf. munu sameinast um áramótin, en bæði fyrirtækin hafa flutt út saltaðar og frosnar fiskafurðir á erlenda markaði. Sameiginleg velta félaganna á ársgrundvelli er um fimm milljarðar króna.

„Hið nýja félag státar því af traustum efnahag og hefur á að skipa frábærum mannskap með ómetanlega reynslu sem áfram mun sinna öflugri sölustarfsemi á sömu nótum og áður,“ segir í tilkynningu frá félögunum. „Með sameiningunni verður til öflugt fyrirtæki sem hefur fulla burði til að sinna íslenskum framleiðendum af kostgæfni og auka möguleika þeirra á mörkuðum erlendis til muna.“

Hið sameinaða fyrirtæki mun heita Bacco Seaproducts ehf. og verður það til húsa í Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×