Innlent

Utanríkisráðherra vill að samninganefnd við ESB hætti viðræðum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tilkynnt utanríkismálanefnd að vilji ríkisstjórnarinnar standi til þess að leggja niður frekari vinnu samningsnefnda- og hópa vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið þar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera hlé á þeim viðræðum.

Gunnar Bragi tilkynnti nefndinni þetta á fundi í byrjun júlí þar sem fram kom að ákvörðunin væri tekin í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 22. maí síðastliðnum. En áform um að gera hlé á viðræðunum við Evrópusambandið hefðu komið skýrt fram beggja stjórnarflokkanna fyrir kosningarnar í vor.

Í framhaldi fundarins, óskuðu þrír nefndarmenn utanríkismálanefndar eftir lögfræðilegri álitsgerð um valdmörk sem framkvæmdarvaldsins gagnvart ferli umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Niðurstaða álitsgerðarinnar er að ríkisstjórninni er heimilt að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og í leiðinni að leggja niður samningsnefnd- og hópa sem unnu að viðræðunum.

Þó ríkisstjórninni sé heimilt að gera hlé er henni þó ekki heimilt að slíta viðræðum við Evrópusambandið, nema að fá til þess samþykki frá nýju þingi.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×