Innlent

Úr 87 þúsund tonnum í 6.500

„Þetta var óumflýjanleg niðurstaða. Hún hafði verið í kortunum lengi,“ segir Kristján Freyr Helgason, formaður samninganefndar Íslands, á fundi í London þar sem kolmunnakvóti næsta árs var ákveðinn.

Samanlagður kvóti strandríkjanna var minnkaður úr 540 þúsund tonnum niður í 40 þúsund. Hlutur Íslands fer úr 87.000 tonnum í 6.500 tonn. Áfallið fyrir uppsjávarveiðiflotann er því mikið.

Ríkin voru sammála um að fara í einu og öllu eftir ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. - gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×