Uppsetning á tölvukerfi í uppnámi vegna ágreinings um ESB-styrki Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2011 20:10 Uppsetning á tölvukerfi fyrir nýtt tollkerfi, sem er ófrávíkjanlegt skilyrði aðildar að Evrópusambandinu, er í uppnámi vegna ágreinings innan ríkisstjórnar um móttöku styrkja. Utanríkisráðherra segir að greitt verði fyrir kerfið með skattfé fáist ekki styrkir. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða fyrir landbúnað vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill halda til streitu kröfu um fullkomna tollvernd íslenskra matvæla. En það er fleira sem tefur viðræðurnar. Setja þarf upp nýtt tölvukerfi fyrir tolla og uppsetning slíks kerfis er á forræði fjármálaráðuneytisins. Evrópusambandið hefur boðist til að greiða fyrir uppsetningu kerfisins, sem kostar jafnvirði fjögurra milljarða króna, með svokölluðum IPA-styrk. Styrkir ESB til ríkja í aðildarviðræðum eru tvenns konar. Annars vegar áðurnefndur IPA-styrkur sem er beinn fjárstuðningur og hinsvegar TAIEX styrkir sem eru sérfræðiaðstoð. Aðeins hefur náðst eining í ríkisstjórninni um síðarnefndu styrkina. Núverandi tölvukerfi fyrir tollinn er „ævafornt," svo notað sé orðalag embættismanna. Og hvort sem Ísland gengur inn í ESB eða ekki er nauðsynlegt að uppfæra kerfið sem sett var upp á níunda áratug síðust aldar. Hefur þetta valdið nokkrum áhyggjum meðal þeirra sem stýra aðildarviðræðunum, því uppsetning kerfisins er algjört skilyrði aðildar. Uppsetningin gæti tekið þrjú til fjögur ár og það þarf að vera tilbúið áður en til aðildar kemur. Það er því algjört lykilatriði að mati þeirra sem standa nálægt viðræðunum að nú þegar verði hafin vinna við uppsetningu kerfisins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er hlynntur því að ESB greiði fyrir kerfið og segir að málið sé ekki útrætt innan ríkisstjórnarinnar. „Sambandið er reiðubúið að greiða fyrir kerfið svo ríkið verði hæfur samstarfsaðili. Þetta stendur til boða. Ef að menn vilja það ekki, sem að engin niðurstaða er komin um, vegna þess að við höfum ekki komist það langt að taka ákvörðun um það, þá verða menn að fara aðra leið, sem er sú að ríkið greiði (fyrir uppsetninguna innsk.blm)," segir Össur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Uppsetning á tölvukerfi fyrir nýtt tollkerfi, sem er ófrávíkjanlegt skilyrði aðildar að Evrópusambandinu, er í uppnámi vegna ágreinings innan ríkisstjórnar um móttöku styrkja. Utanríkisráðherra segir að greitt verði fyrir kerfið með skattfé fáist ekki styrkir. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða fyrir landbúnað vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill halda til streitu kröfu um fullkomna tollvernd íslenskra matvæla. En það er fleira sem tefur viðræðurnar. Setja þarf upp nýtt tölvukerfi fyrir tolla og uppsetning slíks kerfis er á forræði fjármálaráðuneytisins. Evrópusambandið hefur boðist til að greiða fyrir uppsetningu kerfisins, sem kostar jafnvirði fjögurra milljarða króna, með svokölluðum IPA-styrk. Styrkir ESB til ríkja í aðildarviðræðum eru tvenns konar. Annars vegar áðurnefndur IPA-styrkur sem er beinn fjárstuðningur og hinsvegar TAIEX styrkir sem eru sérfræðiaðstoð. Aðeins hefur náðst eining í ríkisstjórninni um síðarnefndu styrkina. Núverandi tölvukerfi fyrir tollinn er „ævafornt," svo notað sé orðalag embættismanna. Og hvort sem Ísland gengur inn í ESB eða ekki er nauðsynlegt að uppfæra kerfið sem sett var upp á níunda áratug síðust aldar. Hefur þetta valdið nokkrum áhyggjum meðal þeirra sem stýra aðildarviðræðunum, því uppsetning kerfisins er algjört skilyrði aðildar. Uppsetningin gæti tekið þrjú til fjögur ár og það þarf að vera tilbúið áður en til aðildar kemur. Það er því algjört lykilatriði að mati þeirra sem standa nálægt viðræðunum að nú þegar verði hafin vinna við uppsetningu kerfisins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er hlynntur því að ESB greiði fyrir kerfið og segir að málið sé ekki útrætt innan ríkisstjórnarinnar. „Sambandið er reiðubúið að greiða fyrir kerfið svo ríkið verði hæfur samstarfsaðili. Þetta stendur til boða. Ef að menn vilja það ekki, sem að engin niðurstaða er komin um, vegna þess að við höfum ekki komist það langt að taka ákvörðun um það, þá verða menn að fara aðra leið, sem er sú að ríkið greiði (fyrir uppsetninguna innsk.blm)," segir Össur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira