Golf

Upp um 33 sæti á heimslistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jimmy Walker vann sinn fyrsta sigur á risamóti í gær.
Jimmy Walker vann sinn fyrsta sigur á risamóti í gær. vísir/getty
Bandaríkjamaðurinn Jimmy Walker kom, sá og sigraði á PGA meistaramótinu í golfi um helgina.

Hinn 37 ára gamli Walker stóðst áhlaup Ástralans Jasons Day og tryggði sér sigurinn á þessu fjórða risamóti ársins. Þetta var fyrsti sigur Walkers á risamóti á ferlinum.

Sjá einnig: Jimmy Walker: Fann fyrir miklum stuðningi

Sigurinn á PGA meistaramótinu skilar Walker upp í 15. sæti á nýjum heimslista í golfi en hann stekkur upp 33 sæti frá síðasta lista.

Staða efstu manna er óbreytt. Day er enn í efsta sætinu og Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Jordan Spieth koma þar á eftir.

Norður-Írinn Rory McIlroy er í 4. sæti og Svíinn Henrik Stenson í því fimmta.


Tengdar fréttir

Jason Day sækir að Jimmy Walker

Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker er með eins höggs forystu á Jason Day fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi.

Jimmy Walker enn með forystu

Kylfingar á PGA meistaramótinu í golfi keppast nú við að klára þriðja hringinn á mótinu.

Streb komst upp að hlið Walker

Jimmy Walker og Richard Streb frá Bandaríkjunum eru efstir og jafnir eftir annan keppnisdaginn á PGA-Meistaramótinu í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×