Erlent

Unnu sitthvort ríkið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Demókratar í Kentucky og í Oregon tóku þátt í forkosningum í gær og svo virðist sem frambjóðendurnir tveir, þau Hillary Clinton og Bernie Sanders, hafi unnið sitthvort ríkið. Sanders fór með sigur af hólmi í Oregon og Clinton í Kentucky, þótt endanleg úrslit liggi reyndar ekki fyrir þar.

Afar litlar líkur verða að teljast á því að Sanders nái Clinton úr þessu og allar líkur eru á að hún verði útnefnd framboðsefni Demókrata gegn Donald Trump hjá Repúblikönum en Sanders sór þess þó eið á framboðsfundi í gær að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×