Unnið að stofnun flokks sem leggst gegn fjölmenningu og byggingu mosku á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 20:40 Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga en gert er ráð fyrir því að blásið verði til stofnfundar fljótlega. Vísir greindi frá því í dag að Hægri grænir, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, hafi samþykkt einróma að sameinast flokknum.Sjá einnig: Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Í tilkynningu segir að Hægri grænir hafi ekki þar verið einir á ferð, heldur að sama skapi fleiri hópar og einstaklingar. Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að flokkurinn sé afrakstur viðræðna nokkurra einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna undanfarin misseri. Markmiðið sé „að sameina þjóðholla Íslendinga undir merkjum flokksins.“Þar stendur einnig að bráðabirgðastjórn flokksins skipi þrír einstaklingar fram að næsta aðalfundi flokksins; Helgi Helgason sem er í forsvari og talsmaður, Kjartan Örn Kjartansson og Guðmundur Jónas Kristjánsson. Í stefnuskrá flokksins, sem birt var í dag og dreift til fjölmiðla, kemur fram að Íslenska þjóðfylkingin vill meðal annars endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á landi. „Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu. Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun ríkisafskipta, gagnsæjan sjálfbæran ríkisrekstur,“ segir í manífestói flokksins sem vill að sama skapi aukið beint lýðræði og aukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja. Þá vill flokkurinn að bann verði lagt við búrkum og skólum íslamista hér á landi. Flugvöllurinn skal vera áfram þar sem hann er. Þá vill flokkurinn almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, hækkun persónuafsláttar og nýjan gjaldmiðil. Tengdar fréttir Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga en gert er ráð fyrir því að blásið verði til stofnfundar fljótlega. Vísir greindi frá því í dag að Hægri grænir, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, hafi samþykkt einróma að sameinast flokknum.Sjá einnig: Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Í tilkynningu segir að Hægri grænir hafi ekki þar verið einir á ferð, heldur að sama skapi fleiri hópar og einstaklingar. Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að flokkurinn sé afrakstur viðræðna nokkurra einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna undanfarin misseri. Markmiðið sé „að sameina þjóðholla Íslendinga undir merkjum flokksins.“Þar stendur einnig að bráðabirgðastjórn flokksins skipi þrír einstaklingar fram að næsta aðalfundi flokksins; Helgi Helgason sem er í forsvari og talsmaður, Kjartan Örn Kjartansson og Guðmundur Jónas Kristjánsson. Í stefnuskrá flokksins, sem birt var í dag og dreift til fjölmiðla, kemur fram að Íslenska þjóðfylkingin vill meðal annars endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á landi. „Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu. Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun ríkisafskipta, gagnsæjan sjálfbæran ríkisrekstur,“ segir í manífestói flokksins sem vill að sama skapi aukið beint lýðræði og aukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja. Þá vill flokkurinn að bann verði lagt við búrkum og skólum íslamista hér á landi. Flugvöllurinn skal vera áfram þar sem hann er. Þá vill flokkurinn almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, hækkun persónuafsláttar og nýjan gjaldmiðil.
Tengdar fréttir Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07