Ungur trommari í vinnu hjá Youtube 23. nóvember 2011 20:00 Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira
Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira