Innlent

Ungt hústökufólk olli skemmdum í Kópavogi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Turninn í Kópavogi.
Turninn í Kópavogi. VÍSIR/GVA
Dagurinn í dag var erilsamur hjá lögreglunni í Kópavogi en um klukkan korter yfir eitt var tilkynnt um hústöku í íbúð einni í fjölbýlishúsi.

Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndust vera sex ungmenni í íbúðinni og höfðu þau valdið miklum skemmdum á innanstokksmunum.

Íbúðin er í eigu Íbúðalánasjóðs er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Rúmri klukkustund síðar var lögreglunni tilkynnt um mann sem var að handleika hníf og sýna hann unglingum við sundlaug hverfisins. Maður brást svo ókvæða við þegar athugasemdir voru gerðar við háttsemi hans og tók hann að slá frá sér. Lögreglumenn mættu á staðinn og var hnífur hans haldlagður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×