Ungt fólk vill vinna í Evrópu 28. maí 2011 08:00 Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins. Hlutfall þeirra sem vilja flytja til útlanda vegna vinnu reyndist hæst meðal ungmenna á Íslandi, en Svíar, Búlgarar, Rúmenar og Finnar fylgja fast á hæla þeirra. Lægst var hlutfallið meðal ungra Tyrkja, en einungis fimmtán prósent þeirra hafa áhuga á því að flytja út landi. Athygli vekur að 38 prósent ungra Íslendinga segjast hafa dvalið erlendis í að minnsta kosti mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þar eru ekki með talin ferðalög og frí. Hlutfallið er einungis hærra í Lúxemborg, þar sem 39 prósent hafa unnið erlendis. Ástæðurnar fyrir því að íslensk ungmenni höfðu ekki dvalið erlendis voru ýmist þær að áhuginn væri ekki fyrir hendi, fjárhagslegir erfiðleikar eða fjölskylduábyrgð. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta legið að baki því að svona hátt hlutfall ungs fólks vilji burt úr landi. Halldór hefur unnið mikið að rannsóknum á atvinnuleysi hérlendis og kennir á því sviði. „Ísland er mjög alþjóðlegt land og það er ekkert nýtt. Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti," segir Halldór. Hann segir þá umræðu sem hefur skapast um atvinnuleysi ungs fólks líka geta haft áhrif á löngunina til að leita á önnur mið. Hátt hlutfall þeirra sem eru tilbúnir til að flytja til útlanda til langs tíma bendi sérstaklega til þess. „Það sem hefur einkennt ungt fólk án atvinnu, er að sá hópur hefur haft mjög lítið af tækifærum í allnokkurn tíma," segir Halldór. „Það sér ekki alveg í ljósið í göngunum hjá okkur enn þá eftir hrunið. En inn í þetta getur líka spilað ævintýraþrá og óskin um að komast í eitthvað betra og prófa eitthvað nýtt." sunna@frettabladid.is Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins. Hlutfall þeirra sem vilja flytja til útlanda vegna vinnu reyndist hæst meðal ungmenna á Íslandi, en Svíar, Búlgarar, Rúmenar og Finnar fylgja fast á hæla þeirra. Lægst var hlutfallið meðal ungra Tyrkja, en einungis fimmtán prósent þeirra hafa áhuga á því að flytja út landi. Athygli vekur að 38 prósent ungra Íslendinga segjast hafa dvalið erlendis í að minnsta kosti mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þar eru ekki með talin ferðalög og frí. Hlutfallið er einungis hærra í Lúxemborg, þar sem 39 prósent hafa unnið erlendis. Ástæðurnar fyrir því að íslensk ungmenni höfðu ekki dvalið erlendis voru ýmist þær að áhuginn væri ekki fyrir hendi, fjárhagslegir erfiðleikar eða fjölskylduábyrgð. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta legið að baki því að svona hátt hlutfall ungs fólks vilji burt úr landi. Halldór hefur unnið mikið að rannsóknum á atvinnuleysi hérlendis og kennir á því sviði. „Ísland er mjög alþjóðlegt land og það er ekkert nýtt. Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti," segir Halldór. Hann segir þá umræðu sem hefur skapast um atvinnuleysi ungs fólks líka geta haft áhrif á löngunina til að leita á önnur mið. Hátt hlutfall þeirra sem eru tilbúnir til að flytja til útlanda til langs tíma bendi sérstaklega til þess. „Það sem hefur einkennt ungt fólk án atvinnu, er að sá hópur hefur haft mjög lítið af tækifærum í allnokkurn tíma," segir Halldór. „Það sér ekki alveg í ljósið í göngunum hjá okkur enn þá eftir hrunið. En inn í þetta getur líka spilað ævintýraþrá og óskin um að komast í eitthvað betra og prófa eitthvað nýtt." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira