Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:45 Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu." Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu."
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira