Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:45 Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu." Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu."
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira