Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:45 Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu." Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira
Y-kynslóðin svo kallaða, fólk fætt eftir 1980, hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar spurningakönnunar sem Jóhann Sigurðsson arkitekt gerði vegna MBA verkefnis við Háskóla Íslands. Markmið hans var að komast að þörfum og forgangsröðun fólks þegar kemur að íbúðarhúsnæði, með sérstaka áherslu á ungt fólk. Í könnuninni var farið yfir hönnun íbúða og spurt hvað skipti fólk mestu máli. Þegar fólk var beðið að forgangsraða stærð heimilis á móti frítíma eða fjárhagslegu svigrúmi settu aðeins 0,7% stórt húsnæði í fyrsta sæti. Jóhann segir ungt fólk sérstaklega vilja hafa svigrúm til að velja hvernig það forgangsraðar sínum fjárfestingum. „Unga fólkið hefur aðra forgangsröðun í lífinu en kynslóðirnar sem komu á undan. Þetta er kynslóð sem hefur meiri áhuga á upplifun og minni áhuga á því að fjárfesta í steypu. Það vill sem sagt hafa val um það hvernig það notar sína fjármuni," segir Jóhann og bætir því við að margir vilji því heldur vera í smáu húsnæði. „En fá í staðinn meira af öllu hinu, sem er upplifun, ferðalög, tómstundir, eða jafnvel bara tilfinningin að vera ekki fjárhagslega bundinn í báða skó." Jóhann gerði samanburð á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og í Stavanger er Noregi, sem er svipuð borg að stærð og þéttleika byggðar. Hann komst að því að meðalstærð þriggja herbergja íbúðar á markaði var um 110 fermetrar í Reykjavík, en 80 fm í Stavanger. Sömuleiðis voru minnstu þriggja herbergja íbúðir á sölu í Reykjavík 80 fm, en í Stavanger fóru þær allt niður í 60 fm. Sjálfur hefur Jóhann stýrt hönnun hundruða smáíbúða í Stavanger. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum á Íslandi, en nánast ekkert framboð. „Fólk vill búa smærra en áður og fólk er tilbúið til þess að sjá eftir hefðbundnum íbúðalausnum, og tilbúið að sætta sig við nýjar lausnir sem spara fermetra." Ein slík lausn sem borin var undir fólk í könnuninni er til dæmis að minnka svefnherbergið um 4 fermetra. „Þá geturðu sparað afborganir sem nemur 10 þúsund krónum á mánuði. Það eru 120 þúsund á ári, eða borgarferð fyrir tvo." Jóhann segist ekki viss um hvort að þeir sem koma að þróun húsnæðis á Íslandi hafi almennt ekki áhuga á þessum stóra markhóp, eða hvort málið sé að þeir átti sig ekki á honum. Ljóst sé hinsvegar að þörfin sé til staðar að byggja í takt við kröfur þessa hóps. „Ég held að fólk þurfi bara að fara að skilja að yngstu kynslóðirnar hugsa aðeins öðru vísi en við hin, sem höfum einhvern vegin verið föst í því að fjárfesta í steypu."
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira