Innlent

Ungt fólk er ekki að flytja í meira mæli úr landi en áður

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hagstofan gerði sérstaka samantekt þar sem búferlaflutningar ungs fólks eru skoðaðir.
Hagstofan gerði sérstaka samantekt þar sem búferlaflutningar ungs fólks eru skoðaðir.

Enginn marktækur munur er á milli ára á brottfluttra Íslendinga á aldrinum 20-29 ára. Þetta kemur fram í sérstakri samantekt Hagstofunnar. Einu markætku breytingarnar eru hjá fólki á aldrinum 40-44 ára en í þeim hópi hafa marktækt fleiri flutt til Íslands en áður og lítillega fleiri burt.

Hér sést þróunin eftir árum og aldri.Mynd/Hagstofan

Í samantektinni kemur fram að sé hlutfall Íslendinga sem flutt hafa til og frá landinu í ár skoðað og borið saman við árin 1986-2015 séu engar markverðar breytingar. „Aukinn fjöldi brottfluttra er ekki umfram það sem telja má eðlilega sveiflu miðað við fyrri ár,“ segir Hagstofan.

Samantektin tekur til fyrstu þriggja ársfjórðunga ársins og byggir á gögnum sem Hagstofan heldur sjálf utan um. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×