Ungt fólk bundið í báða skó í foreldrahúsum Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2015 20:06 Móðir sem á son á þrítugsaldri sem enn býr í heimahúsum með kærustu sinni segir algeran viðskilnað hafa átt sér stað á rúmum tveimur áratugum á milli fasteignaverðs og launa. Mikil hætta sé á að þjóðin missi ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn sé eins og vilta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Stór hluti ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu er bundið í báða skó í foreldrahúsum og getur ekki flutt að heiman. Það hefur hvorki efni á að leigja né kaupa. En búast má við að útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu sé á bilinu fjórar til sex milljónir króna. Ef afborganir námslána bætast síðan við gengur dæmið ekki upp. Margrét Kristmannsdóttir er ein fjölmargra foreldra sem skýtur skjólshúsi yfir son og kærustu á þrítugsaldri og spyr á bloggsíðu sinni: „Hvers vegna geta börnin okkar ekki flutt að heiman?“ Nú séu tímarnir aðrir en þegar hún og hennar maður keyptu sína fyrstu 75 fermetra íbúð árið 1991 þá nýkomin úr námi. „Þá reyndist það tiltölulega auðvelt og ég fór að velta fyrir mér hvernig væri staðan ef við værum í sömu sporum í dag? Ég reiknaði það út að við hefðum ekki getað keypt húsnæði í dag eins og okkur reyndist auðvelt árið 1991. Þannig að hér hefur orðið alger viðskilnaður á milli þróunar fasteignaverðs og launa,“ segir Margrét. Þegar þau hjónin hafi fest kaup á sinni fyrstu íbúð fyrir 24 árum hafi íbúðarverðið numið 35 prósentum af heildarárslaunum þeirra hjóna. „Í dag er þetta 100 prósent. Þannig að það er ekkert skrýtið þótt unga fólkið okkar komist ekki að heiman,“ segir hún.Þannig að það er verið að mismuna kynslóðunum?„Já, ég er að velta því fyrir mér hvort þessi hagsveifla, þessi betri tími sem allir eru að tala um, sé hugsanlega misskipt milli kynslóða og hvort við séum jafnvel að skilja unga fólkið okkar eftir í dag,“ segir Margrét. Hún segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af þessari stöðu því ungt fólk í dag sé mjög færanlegt. „Og það veltir bara fyrir sér hvar sé best að koma sér þaki yfir höfuðið, hvar séu bestu lífsgæðin. Það er ekkert að velta fyrir sér hvort það er í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Osló eða hvar sem er. Þannig að ef við ætlum að vera samkeppnishæf um unga fólkið okkar verðum við að fara að girða okkur í brók,“ segir Margrét. Það sé hins vegar lítið sem bendi til betri tíðar. „Öll húsnæðisfrumvörpin eru föst í nefndum, leigumarkaðurinn er eins og vilta vestrið, vextir fara hækkandi og verðbólguhorfur slæmar. Þannig að þetta er kannski ekki akkúrat svona staða sem unga fólkið okkar er að horfa yfir mjög björtum augum,“ segir Margrét. Það verði að grípa skjótt il aðgerða til að missa unga fólkið ekki úr landi. „Ég hef stundum sagt; það vantar að einhver eins og Jóhannes í Bónus eða Pálmi í Hagkaup komi inn á fasteignamarkaðinn. Vegna þess að ég held að það sé löngu tímabært að velta fyrir sér af hverju þróun fasteignaverðs hefur orðið svona miklu hærri en hækkun launa,“ segir Margrét Kristmannsdóttir. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Móðir sem á son á þrítugsaldri sem enn býr í heimahúsum með kærustu sinni segir algeran viðskilnað hafa átt sér stað á rúmum tveimur áratugum á milli fasteignaverðs og launa. Mikil hætta sé á að þjóðin missi ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn sé eins og vilta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Stór hluti ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu er bundið í báða skó í foreldrahúsum og getur ekki flutt að heiman. Það hefur hvorki efni á að leigja né kaupa. En búast má við að útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu sé á bilinu fjórar til sex milljónir króna. Ef afborganir námslána bætast síðan við gengur dæmið ekki upp. Margrét Kristmannsdóttir er ein fjölmargra foreldra sem skýtur skjólshúsi yfir son og kærustu á þrítugsaldri og spyr á bloggsíðu sinni: „Hvers vegna geta börnin okkar ekki flutt að heiman?“ Nú séu tímarnir aðrir en þegar hún og hennar maður keyptu sína fyrstu 75 fermetra íbúð árið 1991 þá nýkomin úr námi. „Þá reyndist það tiltölulega auðvelt og ég fór að velta fyrir mér hvernig væri staðan ef við værum í sömu sporum í dag? Ég reiknaði það út að við hefðum ekki getað keypt húsnæði í dag eins og okkur reyndist auðvelt árið 1991. Þannig að hér hefur orðið alger viðskilnaður á milli þróunar fasteignaverðs og launa,“ segir Margrét. Þegar þau hjónin hafi fest kaup á sinni fyrstu íbúð fyrir 24 árum hafi íbúðarverðið numið 35 prósentum af heildarárslaunum þeirra hjóna. „Í dag er þetta 100 prósent. Þannig að það er ekkert skrýtið þótt unga fólkið okkar komist ekki að heiman,“ segir hún.Þannig að það er verið að mismuna kynslóðunum?„Já, ég er að velta því fyrir mér hvort þessi hagsveifla, þessi betri tími sem allir eru að tala um, sé hugsanlega misskipt milli kynslóða og hvort við séum jafnvel að skilja unga fólkið okkar eftir í dag,“ segir Margrét. Hún segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af þessari stöðu því ungt fólk í dag sé mjög færanlegt. „Og það veltir bara fyrir sér hvar sé best að koma sér þaki yfir höfuðið, hvar séu bestu lífsgæðin. Það er ekkert að velta fyrir sér hvort það er í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Osló eða hvar sem er. Þannig að ef við ætlum að vera samkeppnishæf um unga fólkið okkar verðum við að fara að girða okkur í brók,“ segir Margrét. Það sé hins vegar lítið sem bendi til betri tíðar. „Öll húsnæðisfrumvörpin eru föst í nefndum, leigumarkaðurinn er eins og vilta vestrið, vextir fara hækkandi og verðbólguhorfur slæmar. Þannig að þetta er kannski ekki akkúrat svona staða sem unga fólkið okkar er að horfa yfir mjög björtum augum,“ segir Margrét. Það verði að grípa skjótt il aðgerða til að missa unga fólkið ekki úr landi. „Ég hef stundum sagt; það vantar að einhver eins og Jóhannes í Bónus eða Pálmi í Hagkaup komi inn á fasteignamarkaðinn. Vegna þess að ég held að það sé löngu tímabært að velta fyrir sér af hverju þróun fasteignaverðs hefur orðið svona miklu hærri en hækkun launa,“ segir Margrét Kristmannsdóttir.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira