Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2014 07:00 Alexandra Marý Hauksdóttir hvetur alla til að fara varlega á skemmtanalífinu. mynd /aðsend Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. Alexandra sem er um tvítugt lýsir reynslu sinni sem hreinni matröð. „Ég byrjaði kvöldið í heimahúsi með vinkonum mínum hér í Grindavík, bara að spila og hafa gaman áður en leiðinni var haldið í tvítugsafmæli. Þar drukkum við nokkra drykki og héldum svo í veisluna,“ segir Alexandra, í samtali við Vísi. „Afmæli var haldið á skemmtistaðnum Mamma Mía og þar drakk ég kannski tvö glös og var bara mjög hress og skemmti mér vel á þeim tíma.“ Alexandra segist því næst hafa farið á skemmtistaðinn Center í Keflavík, stoppað stutt við og haldið síðan yfir á Players.Man ekkert eftir kvöldinu „Ég fór á barinn inn á Players og fékk mér einn drykk, síðan fór ég á dansgólfið með vinkonum mínum en í raun man ég ekkert meira.“ Vinkonur Alexöndru lýsa hegðun hennar seinnipart kvöldsins á þann veg að hún hafi gjörsamlega umbreyst. Daginn eftir fór Alexandra til læknis þar sem kom í ljós að henni hafi verið byrlað ketamín. „Sem betur fer fékk ég staðfestingu á því. Samkvæmt fólki sem varð vitni af mér þetta kvöld voru einkennin mín þannig að ég var rosalega reið á köflum. Mér voru gefin nokkur vatnsglös en þau runnu strax úr höndunum mínum þar sem ég var ekki með mátt til þess að halda þeim uppi. Ég átti erfitt með andardrátt á tímabili, féll oft niður, og hafði þar með lítinn mátt yfir höfuð.“ Alexandra vill alls ekki kenna starfsfólki skemmtistaðarins um hvernig fór enda þekkir hún vel til og ber þeim söguna vel. „Ég man ekki eftir því að hafa lagt glas frá mér þetta kvöld en mér finnst það í raun og veru líklegt að mér hafi verið byrlað á dansgólfinu þar sem ég var með drykk.“Fer inn á sálina „Þetta er búið að fara rosalega inn á sál mína og hvet ég alla að hafa alltaf augun opin. Ég vil biðja alla þá afsökunar sem urðu var við mína hegðun þetta kvöld og þykir mér þetta virkilega leiðinlegt.“ Samskonar mál hefur komið upp í Reykjanesbæ á árinu en Helenu Ósk Ívarsdóttur var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík í byrjun ársins. Alexandra vill brýna fyrir ungu fólki að fara varlega á skemmtanalífinu. Alexandra er nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en í skólanum hefur ekki farið fram nein umræða af stjórnendum skólans um mál af þessari tegund. „Það hefur ekki verið rætt um svona mál í skólanum en ég er alltaf að heyra fleiri og fleiri sögur um mál af þessari tegund. Ég hef sjálf orðið vitni af því þegar vinkona mín lenti í svipuðu atviki, nema hún byrjaði strax að kastaði upp um nóttina. Í Mínu tilviki byrjaði það allt daginn eftir og ég hélt engu niðri.“Áhrifin geta verið ofskynjanir Ketamín er lyf sem notað er læknisfræðilega á mönnum og dýrum, fyrst og fremst við svæfingar og þá í samsetningu með róandi lyf. Önnur not eru róandi áhrif við gjörgæsluaðstæður þegar sársaukin er of mikill fyrir sjúklinginn. Áhrif efnisins eru sljóvgun, ofskynjanir, hækkun á blóðþrýstingi og er efnið hættulegt ef það er misnotað. Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. Alexandra sem er um tvítugt lýsir reynslu sinni sem hreinni matröð. „Ég byrjaði kvöldið í heimahúsi með vinkonum mínum hér í Grindavík, bara að spila og hafa gaman áður en leiðinni var haldið í tvítugsafmæli. Þar drukkum við nokkra drykki og héldum svo í veisluna,“ segir Alexandra, í samtali við Vísi. „Afmæli var haldið á skemmtistaðnum Mamma Mía og þar drakk ég kannski tvö glös og var bara mjög hress og skemmti mér vel á þeim tíma.“ Alexandra segist því næst hafa farið á skemmtistaðinn Center í Keflavík, stoppað stutt við og haldið síðan yfir á Players.Man ekkert eftir kvöldinu „Ég fór á barinn inn á Players og fékk mér einn drykk, síðan fór ég á dansgólfið með vinkonum mínum en í raun man ég ekkert meira.“ Vinkonur Alexöndru lýsa hegðun hennar seinnipart kvöldsins á þann veg að hún hafi gjörsamlega umbreyst. Daginn eftir fór Alexandra til læknis þar sem kom í ljós að henni hafi verið byrlað ketamín. „Sem betur fer fékk ég staðfestingu á því. Samkvæmt fólki sem varð vitni af mér þetta kvöld voru einkennin mín þannig að ég var rosalega reið á köflum. Mér voru gefin nokkur vatnsglös en þau runnu strax úr höndunum mínum þar sem ég var ekki með mátt til þess að halda þeim uppi. Ég átti erfitt með andardrátt á tímabili, féll oft niður, og hafði þar með lítinn mátt yfir höfuð.“ Alexandra vill alls ekki kenna starfsfólki skemmtistaðarins um hvernig fór enda þekkir hún vel til og ber þeim söguna vel. „Ég man ekki eftir því að hafa lagt glas frá mér þetta kvöld en mér finnst það í raun og veru líklegt að mér hafi verið byrlað á dansgólfinu þar sem ég var með drykk.“Fer inn á sálina „Þetta er búið að fara rosalega inn á sál mína og hvet ég alla að hafa alltaf augun opin. Ég vil biðja alla þá afsökunar sem urðu var við mína hegðun þetta kvöld og þykir mér þetta virkilega leiðinlegt.“ Samskonar mál hefur komið upp í Reykjanesbæ á árinu en Helenu Ósk Ívarsdóttur var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík í byrjun ársins. Alexandra vill brýna fyrir ungu fólki að fara varlega á skemmtanalífinu. Alexandra er nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en í skólanum hefur ekki farið fram nein umræða af stjórnendum skólans um mál af þessari tegund. „Það hefur ekki verið rætt um svona mál í skólanum en ég er alltaf að heyra fleiri og fleiri sögur um mál af þessari tegund. Ég hef sjálf orðið vitni af því þegar vinkona mín lenti í svipuðu atviki, nema hún byrjaði strax að kastaði upp um nóttina. Í Mínu tilviki byrjaði það allt daginn eftir og ég hélt engu niðri.“Áhrifin geta verið ofskynjanir Ketamín er lyf sem notað er læknisfræðilega á mönnum og dýrum, fyrst og fremst við svæfingar og þá í samsetningu með róandi lyf. Önnur not eru róandi áhrif við gjörgæsluaðstæður þegar sársaukin er of mikill fyrir sjúklinginn. Áhrif efnisins eru sljóvgun, ofskynjanir, hækkun á blóðþrýstingi og er efnið hættulegt ef það er misnotað.
Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18