Erlent

Ungir múslímar mynda friðarhring um bænahús gyðinga í Ósló

Atli Ísleifsson skrifar
Bænahús gyðinga í borsku höfuðborginni Ósló.
Bænahús gyðinga í borsku höfuðborginni Ósló. Vísir/AFP
Hópur ungra múslíma hyggst mynda friðarhring um bænahús gyðinga í Ósló á morgun.

Hajrah Arshad, sautján ára múslímsk stúlka frá Noregi, átti frumkvæði að gjörningnum í kjölfar árásanna í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Auglýsti hún viðburðinn á Facebook og hafa nú 1.800 manns bæst í hópinn. Segir hún boðskapinn vera þann að múslímar vilji „vernda bræður sína og systur, burtséð frá því hverrar trúar þeir séu“.

Málið hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjallað um málið. Arshad kveðst orðlaus vegna viðbragðanna og segist himinlifandi með að svo margir styðji við bakið á boðskapnum.

„Okkur leiðast fordómarnir í garð gyðinga. Við erum múslímar vitum við vel hvernig er að sitja undir slíku. Þess vegna viljum við sýna fram á hvað við meinum að íslam snúist um,“ segir Arshad í samtali við Nettavisen.

Friðarhringurinn verður myndaður klukkan 18:30 á morgun, að lokinni bænastund gyðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×