Undirbúa alþjóðlegt uppboð á æðardúni á Íslandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Æðardúnsútflytjandinn Jón Sveinsson segir gamaldags hugsunarhátt valda því að Íslendingar missa af miklum tækifærum og fé við æðardúnssölu. Fréttablaðið/Jón Sigurður Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira