Undirbúa alþjóðlegt uppboð á æðardúni á Íslandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Æðardúnsútflytjandinn Jón Sveinsson segir gamaldags hugsunarhátt valda því að Íslendingar missa af miklum tækifærum og fé við æðardúnssölu. Fréttablaðið/Jón Sigurður Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira