Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum 20. september 2011 06:00 Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax!
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun