Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum 20. september 2011 06:00 Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax!
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar