Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0-0 Rauða Stjarnan | Vítaspyrna í súginn Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 25. júlí 2013 14:30 Mynd/Vilhelm Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki. Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki.
Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira