Umfjöllun: Varamaðurinn Jóhann Birnir kláraði Stjörnuna Ari Erlingsson í Keflavík skrifar 2. maí 2011 17:45 Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann. Það var síðan varamaðurinn Jóhann Birnir Guðmundsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík með tveimur mörkum á síðsta stundarfjórðung leiksins. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var leikmenn liðanna töuverðan tíma að venjast þungum vellinum. Hvorugt liðið náði að byggja upp eitthvað spil svo heitið gæti. Efir um hálftíma leik fóru þó hlutirnir að gerast. Fyrst skoraði Daníel Laxdal laglegt mark. Eftir fát í vörn Keflvíkinga náði Daníel að leggja boltann fyrir sig inn í teignum, rekja boltann áleiðis að markinu og lagði varnarjaxlinn boltann undir Ómar í markinu eins og þaulvanur framherji. Staðan 0-1 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar voru ekki lengi að svara og var þar að verki Hilmar Geir Eiðsson sem slapp einn gegn Magnúsi markverði og lagði knöttinn snyrtilega í netið. Rétt fyrir leikslok var Arnór Traustason miðjumaður Keflvíkinha nærri því búinn að breyta stöðunni í 2-1 en Magnús í marki Stjörnunnar sýndi stórbrotin tilþrif.Hálfleikstölur því 1-1 í jöfnum baráttuleik. Barningurinn hélt áfram í seinni hálfleik og það var einmitt barátta og eljusemi Garðars Jóhannssonar sem skapaði næsta mark leiksins á 61 mínútu. Garðar vann návígi á miðjunni og sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur þar sem Halldór Orri Björnsson var fyrri til boltans er Ómar Jóhannsson óð út úr markinu. Eftirleikurinn fyrir Halldór var auðveldur þar sem hann lagði boltann í tómt markið. Rétt eins og í fyrri hálfleik svöruðuðu Keflvíkingar nánast samstundis. Þar var að verki Guðmundur Steinarsson á 63 nínútu úr vítaspyrnu eftir að Pedersen hafði handleikið boltann inn í teig Keflvíkinga. Á 70 mínútu sendi Willum Þór þjálfari Keflavíkur Jóhann Birni Guðmundsson inná og átti hann heldur betur eftir að breyta gangi leiksins. Jóhann skorað laglega 3-2 á 74 mínútu og svo gulltryggði hann sigurinn 4-2 á 85 mínútu. Sannarlega munaður fyrir Willum að eiga slíkan mann á bekknum. Keflvíkingar geta verið hæstánægðir með úrslitin þótt spilamennskan hafi ef til vill ekki verið óaðfinnanleg. Stjörnumenn sem þótti sumum á þá hallað í dómgæslu voru svekkir og geta kannski kennt lánleysi um. Þeir hefðu í raun vel getað staðið uppi sem sigurvegarar en það voru Keflvíkingar sem nýttu færin á lokakaflanum og sigur Reyknesingum því staðreynd.Keflavík-Stjarnan 4-2 (1-1)Áhorfendur: 1150Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 11-8 (5-6)Varin skot: Ómar 3 – Magnús Karl 3Horn: 6-6Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 7-4Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 6 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7(70., Jóhann Birnir Guðmundsson 8 - maður leiksins) Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Arnór Ingvi Traustason 7 (64. Magnús Sverrir Þorsteinsson 7) Magnús Þórir Matthíasson 7 Guðmundur Steinarsson 7Stjarnan (4-4-1-1): Magnús Karl Pétursson 6 Jóhann Laxdal 6 Nikolaj Pedersen 4 Daníel Laxdal 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Víðir Þorvarðarson 6 (74. Aron Grétar Jafetsson -) Björn Pálsson 4 (84. Grétar Atli Grétarsson -) Baldvin Sturluson 3 (54. Þorvaldur Árnason 4) Hörður Árnason 5 Halldór Orri Björnsson 5 Garðar Jóhannsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. 2. maí 2011 22:45 Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 2. maí 2011 22:37 Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. 2. maí 2011 23:05 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann. Það var síðan varamaðurinn Jóhann Birnir Guðmundsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík með tveimur mörkum á síðsta stundarfjórðung leiksins. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var leikmenn liðanna töuverðan tíma að venjast þungum vellinum. Hvorugt liðið náði að byggja upp eitthvað spil svo heitið gæti. Efir um hálftíma leik fóru þó hlutirnir að gerast. Fyrst skoraði Daníel Laxdal laglegt mark. Eftir fát í vörn Keflvíkinga náði Daníel að leggja boltann fyrir sig inn í teignum, rekja boltann áleiðis að markinu og lagði varnarjaxlinn boltann undir Ómar í markinu eins og þaulvanur framherji. Staðan 0-1 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar voru ekki lengi að svara og var þar að verki Hilmar Geir Eiðsson sem slapp einn gegn Magnúsi markverði og lagði knöttinn snyrtilega í netið. Rétt fyrir leikslok var Arnór Traustason miðjumaður Keflvíkinha nærri því búinn að breyta stöðunni í 2-1 en Magnús í marki Stjörnunnar sýndi stórbrotin tilþrif.Hálfleikstölur því 1-1 í jöfnum baráttuleik. Barningurinn hélt áfram í seinni hálfleik og það var einmitt barátta og eljusemi Garðars Jóhannssonar sem skapaði næsta mark leiksins á 61 mínútu. Garðar vann návígi á miðjunni og sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur þar sem Halldór Orri Björnsson var fyrri til boltans er Ómar Jóhannsson óð út úr markinu. Eftirleikurinn fyrir Halldór var auðveldur þar sem hann lagði boltann í tómt markið. Rétt eins og í fyrri hálfleik svöruðuðu Keflvíkingar nánast samstundis. Þar var að verki Guðmundur Steinarsson á 63 nínútu úr vítaspyrnu eftir að Pedersen hafði handleikið boltann inn í teig Keflvíkinga. Á 70 mínútu sendi Willum Þór þjálfari Keflavíkur Jóhann Birni Guðmundsson inná og átti hann heldur betur eftir að breyta gangi leiksins. Jóhann skorað laglega 3-2 á 74 mínútu og svo gulltryggði hann sigurinn 4-2 á 85 mínútu. Sannarlega munaður fyrir Willum að eiga slíkan mann á bekknum. Keflvíkingar geta verið hæstánægðir með úrslitin þótt spilamennskan hafi ef til vill ekki verið óaðfinnanleg. Stjörnumenn sem þótti sumum á þá hallað í dómgæslu voru svekkir og geta kannski kennt lánleysi um. Þeir hefðu í raun vel getað staðið uppi sem sigurvegarar en það voru Keflvíkingar sem nýttu færin á lokakaflanum og sigur Reyknesingum því staðreynd.Keflavík-Stjarnan 4-2 (1-1)Áhorfendur: 1150Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 11-8 (5-6)Varin skot: Ómar 3 – Magnús Karl 3Horn: 6-6Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 7-4Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 6 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7(70., Jóhann Birnir Guðmundsson 8 - maður leiksins) Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Arnór Ingvi Traustason 7 (64. Magnús Sverrir Þorsteinsson 7) Magnús Þórir Matthíasson 7 Guðmundur Steinarsson 7Stjarnan (4-4-1-1): Magnús Karl Pétursson 6 Jóhann Laxdal 6 Nikolaj Pedersen 4 Daníel Laxdal 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Víðir Þorvarðarson 6 (74. Aron Grétar Jafetsson -) Björn Pálsson 4 (84. Grétar Atli Grétarsson -) Baldvin Sturluson 3 (54. Þorvaldur Árnason 4) Hörður Árnason 5 Halldór Orri Björnsson 5 Garðar Jóhannsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. 2. maí 2011 22:45 Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 2. maí 2011 22:37 Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. 2. maí 2011 23:05 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. 2. maí 2011 22:45
Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 2. maí 2011 22:37
Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. 2. maí 2011 23:05