Umfjöllun: Markaregn á Vodafone-vellinum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2010 22:27 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Fréttablaðið Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld 4-2 sigur á Haukum eftir að hafa lent marki undir rétt fyrir hálfleik. Haukar eru fyrir vikið enn í fallsæti með tvö stig. Haukar sátu í næst neðsta sæti með tvö stig fyrir leikinn og áttu enn eftir að skora á heimavelli. Breiðablik voru hinsvegar um miðja deild með átta stig eftir fimm leiki. Breiðablik byrjaði leikinn vel, Kristinn Steindórsson var hættulegur á vinstri kantinum og var nálægt því að skora á þriðju mínútu en skalli hans fór rétt framhjá. Þeir náðu hinsvegar forustunni á 19. mínútu, en þar var að verki Guðmundur Kristjánsson eftir góða fyrirgjöf Kristins Jónssonar. Haukar pressuðu meira eftir markið og uppskáru fyrsta mark sitt á heimavelli í Pepsi deildinni á 38. mínútu, þá stakk Sam Mantom sér inn milli varnarmanna Breiðabliks og skallaði góða fyrirgjöf Úlfars Hrafns Pálssonar í netið. Fagnaðarlæti Haukastuðningsmanna voru rétt að deyja út er þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Úlfar Hrafn sendi aftur góða fyrirgjöf inn í teig og fór boltinn í hönd Kristins Jónssonar. Á punktinn steig Arnar Gunnlaugsson og skoraði með afar öruggu víti og sendi Haukastuðningsmenn fagnandi inn í hálfleikinn. Blikar voru hinsvegar snöggir að breyta því. Fyrirliðinn Kári Ársælsson skoraði jöfnunarmark Blika eftir klafs í teignum frá hornspyrnu Kristins Jónssonar. Andri Rafn Yeoman sem var nýkominn inn á skoraði svo fljótlega þriðja mark Blika og sitt fyrsta í Pepsi deildinni eftir afar góða stungusendingu frá Alfreði Finnbogasyni og kom Blikum í 3-2. Það var svo loks Þórhallur Dan Jóhannsson sem skoraði síðasta mark leiksins, því miður í hans eigið net. Hættulegur bolti kom af vinstri kantinum og misskilningur var milli Þórhalls og Daða og skallaði Þórhallur boltann í eigið net. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, Andri Rafn Yeoman var hættulegur fyrir framan mark Hauka og var samvinna hans og Alfreðs oft stórhættuleg. Leikurinn endaði því með 4-2 sigri Breiðabliks, en með þessu lyfta Blikar sér upp í annað sætið, tveimur stigum eftir Keflavík en Fram getur þó náð toppsætinu með leik sem þeir eiga inni. Haukar þurfa þó að fara að ná sér í þrjú stig ætli þeir sér að halda áfram í Pepsi deildinni.Haukar 2 - 4 Breiðablik 0-1 Guðmundur Kristjánsson (19.) 1-1 Sam Manton (38.) 2-1 Arnar Gunnlaugsson (44.) 2-2 Kári Ársælsson (55.) 2-3 Andri Rafn Yeoman (61.) 2-4 Þórhallur Dan JóhannsonÁhorfendur: 806Dómari: Erlendur Eiríksson 6Skot (á mark): 11 - 15 ( 8 - 6 )Varin skot: Daði Lárusson 3 - Ingvar Þór Kale 6Horn: 3 - 3Aukaspyrnur fengnar: 6 - 9Rangstöður: 0 - 2Haukar (4-5-1) Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðmundur Viðar Mete 5 (56. Pétur Ásbjörn Sæmundsson) 5 Daníel Einarsson 5 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (78. Jónmundur Grétarsson) Sam Mantom 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 (71. Ásgeir Þór Ingólfsson)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 5 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 Haukur Baldvinsson 5 (56. Andri Rafn Yeoman) 7*Guðmundur Kristjánsson 7 - Maður leiksins (72. Olgeir Sigurgeirsson) Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 4 (56. Finnur Orri Margeirsson) 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira