Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2016 20:00 Arnór Ingvi Traustaon skoraði sitt fimmta mark í tólf landsleikjum. vísir/getty Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Qali-vellinum í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingason gerðu sitt markið hvor í leiknum og komu þau bæði í síðari hálfleiknum. Leikurinn fór hálf rólega af stað í Möltu og voru bæði lið lengi að finna taktinn. Íslendingar meira með boltann frá fyrstu mínútum en til að byrja með var Viðar Örn Kjartansson eini sóknarmaður íslenska liðsins sem var með lífsmarki. Hann fékk nokkur fín færi en náði ekki að koma boltanum í netið. Þegar leið á fyrri hálfleikinn batnaði leikur Íslands til muna og fékk Elías Már til að mynda fínt færi þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá fékk hann sendingu inn í vítateig heimamanna frá Arnóri Smárasyni og náði fínum skalla á markið. Hogg, markvörður Maltverja, varði einfaldlega stórkostlega. Heilt yfir náði íslenska liðið sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Íslenska liðið fékk draumabyrjun í síðari hálfleiknum og það tók Arnór Ingva Traustason aðeins tvær mínútur að koma Íslandi í 1-0. Arnór fékk boltann inni í vítateig Maltverja, snéri sér við á punktinum og þrumaði boltanum í vinstra hornið, alveg óverjandi fyrir Hogg í markinu. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru byrjunarliðsmenn að koma inn af bekknum og hafði það í raun lítil áhrif á leik liðsins. Íslensku strákarnir sýndu í kvöld að liðið getur fagmannlega unnið mótherja sem þeir eiga að vinna. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum skallaði Sverrir Ingason boltann í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Bergi Guðmundssyni. Fínasta Blikamark en fátt markvergt átti sér stað út leikinn og niðurstaðan því þægilegur 2-0 sigur Íslands. Ísland mætir Kósavó ytra í undankeppni HM í mars á næsta ári. Nú taka við nokkrir frímánuðir frá landsliðsverkefnum. Leikurinn í kvöld var síðasti landsleikur Íslands á árinu 2016, án efa besta landsliðsár íslensks karlalandsliðs í knattspyrnu en liðið komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.Malta 0-1 Ísland Malta 0-2 Ísland Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Qali-vellinum í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingason gerðu sitt markið hvor í leiknum og komu þau bæði í síðari hálfleiknum. Leikurinn fór hálf rólega af stað í Möltu og voru bæði lið lengi að finna taktinn. Íslendingar meira með boltann frá fyrstu mínútum en til að byrja með var Viðar Örn Kjartansson eini sóknarmaður íslenska liðsins sem var með lífsmarki. Hann fékk nokkur fín færi en náði ekki að koma boltanum í netið. Þegar leið á fyrri hálfleikinn batnaði leikur Íslands til muna og fékk Elías Már til að mynda fínt færi þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá fékk hann sendingu inn í vítateig heimamanna frá Arnóri Smárasyni og náði fínum skalla á markið. Hogg, markvörður Maltverja, varði einfaldlega stórkostlega. Heilt yfir náði íslenska liðið sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Íslenska liðið fékk draumabyrjun í síðari hálfleiknum og það tók Arnór Ingva Traustason aðeins tvær mínútur að koma Íslandi í 1-0. Arnór fékk boltann inni í vítateig Maltverja, snéri sér við á punktinum og þrumaði boltanum í vinstra hornið, alveg óverjandi fyrir Hogg í markinu. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru byrjunarliðsmenn að koma inn af bekknum og hafði það í raun lítil áhrif á leik liðsins. Íslensku strákarnir sýndu í kvöld að liðið getur fagmannlega unnið mótherja sem þeir eiga að vinna. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum skallaði Sverrir Ingason boltann í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Bergi Guðmundssyni. Fínasta Blikamark en fátt markvergt átti sér stað út leikinn og niðurstaðan því þægilegur 2-0 sigur Íslands. Ísland mætir Kósavó ytra í undankeppni HM í mars á næsta ári. Nú taka við nokkrir frímánuðir frá landsliðsverkefnum. Leikurinn í kvöld var síðasti landsleikur Íslands á árinu 2016, án efa besta landsliðsár íslensks karlalandsliðs í knattspyrnu en liðið komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.Malta 0-1 Ísland Malta 0-2 Ísland
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn