Umfjöllun: Kröftug byrjun dugði Eyjamönnum Eirikur Stefán Ásgeirsson á Nettóvellinum skrifar 22. maí 2011 14:04 Tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiks Keflavíkur og ÍBV dugði Eyjamönnum til sigurs á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörk Eyjamanna. Eyjamenn byrjuðu frábærlega í leiknum en bökkuðu full mikið eftir mörkin tvö eins og gerist oft þegar lið komast snemma yfir. En Keflvíkingum tókst hins vegar ekki að vinna bug á öflugum varnarmúr ÍBV, þótt þeir hafi leikið undan vindi í seinni hálfleik. Eyjamenn stilltu upp breyttu liði frá síðasta leik en Heimir Hallgrímsson, þjálfari íBV, gerði alls fjórar breytingar á sínu liði. Helst vakti athygli að Þórarinn Ingi Valdimarsson var að leika sem varnarsinnaður miðjumaður ásamt Finni Ólafssyni sem lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld. Þórarinn Ingi var reyndar fljótur að sækja fram þegar þess þurfti og skipti þá við Tony Mawejje sem kom einnig inn í byrjunarliðið í kvöld. Síðasta breytingin var sú að Abel Dhaira stóð í markinu í stað Alberts Sævarssonar. Það er reyndar athyglisvert að Dhaira hefur varið mark ÍBV í báðum heimaleikjum liðsins til þessa en Albert í leikjunum þremur í Eyjum. Hjá Keflavík var eina breytingin sú að Brynjar Örn Guðmundsson lék í stöðu vinstri bakvarðar í stað Guðjóns Árna Antoníussonar sem meiddist í síðasta leik liðsins. Keflvíkingum hefur gengið vel í upphafi móts og voru í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins. En þeir fengu kalda vatnsgusu í andlitið strax á fyrstu mínútu er Tryggvi skoraði fyrsta mark ÍBV eftir aðeins 50 sekúndur - eða svo. Hann fékk flotta sendingu frá Andra Ólafssyni fyrirliða og afgreiddi knöttinn í nærhornið með hnitmiðuðu skoti. Andri sjálfur skoraði svo annað mark ÍBV, í þetta sinn eftir sendingu Matt Garner. Mark hans var ekki síður glæsilegt, fast skot rétt utan vítateigs í nærhornið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Keflvíkingar í tómu basli. Eyjamenn voru duglegir að nýta sér meðvindinn í fyrri hálfleik og voru líklegri til að bæta í ef eitthvað var. En heimamenn róuðu sig, komu sér betur inn í leikinn og voru síst lakari aðilinn fyrir rest hálfleiksins. Keflvíkingar náðu þó aldrei að ógna marki Eyjamanna að neinu ráði og áttu einfaldlega ekki skoti að marki þeirra í fyrri hálfleik. Tryggvi þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í hálfleik og svo var fyrirliðinn Andri tekinn út af, mögulega vegna meiðsla, um stundarfjórðungi síðar. Þar með var heilmikið bit farið úr sóknarleik ÍBV enda voru það Keflvíkingar sem stjórnuðu ferðinni, fyrst og fremst, án þess að skapa sér nein almennileg færi í upphafi síðari hálfleiks. Andri Steinn Birgisson var hársbreidd frá því að minnka muninn á 65. mínútu er hann tók skyndilega skot að marki utan teigs. Boltinn hafnaði í stönginni, svo hinni stönginni og rúllaði eftir línunni þar til að Dhaira hirti boltann á línunni. Keflvíkingar vildu meina að boltinn væri kominn inn fyrir línuna en Einar Sigurðsson aðstoðardómari lét það vera að lyfta flagginu sínu. Keflvíkingar voru sterkari eftir þetta en náði þrátt fyrir allt ekki að skapa sér almennileg færi. Willum Þór, þjálfari Keflavíkur, reyndi að skerpa á sóknarleiknum með skiptingum en allt kom fyrir ekki. Denis Sytnik fékk svo tækifæri til að gera út um leikinn fyrir Eyjamenn þegar tíu mínútur voru eftir en hann hitti ekki markið úr góðu færi. En það kom ekki að sök - Eyjamönnum dugði mörkin tvö í upphafi leiksins og fara því aftur til Eyja með stigin þrjú. Keflavík - ÍBV 0-2Dómari: Örvar Sær Gíslason (3)Skot (á mark): 7–9 (2-5)Varin skot: Ómar 3 – Dhaira 1Hornspyrnur: 6–2Aukaspyrnur fengnar: 13–13Rangstöður: 4–3Keflavík (4-3-3): Ómar Jóhannsson 6 Goran Jovanovski 4 Adam Larsson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 6 Einar Orri Einarsson 6 Andri Steinn Birgisson 7 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (84. Bojan Stefán Ljubicic -) Hilmar Geir Eiðsson 4 (62. Grétar Ólafur Hjartarson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (62. Magnús Þórir Matthíasson 5) Guðmundur Steinarsson 6ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 7 Kelvin Mellor 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 Finnur Ólafsson 8 – maður leiksins Tony Mawejje 7 Guðmundur Þórarinsson 5 (76. Brynjar Gauti Guðjónsson -) Andri Ólafsson 7 (58. Ian Jeffs 5) Tryggvi Guðmundsson 7 (46. Denis Sytnik 4) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Þeir létu hlutina vinna með sér Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ósáttur við sína menn þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir ÍBV á heimavelli í kvöld, 2-0. 22. maí 2011 22:19 Heimir: Eiður fremstur meðal jafningja í vörninni Heimir Hallgrímsson hrósaði Eiði Aroni Sigurbjörnssyni mikið eftir 2-0 sigur ÍBV á Keflavík í kvöld. 22. maí 2011 22:32 Þórarinn Ingi: Hentar mér vel að hlaupa og berjast Þórarinn Ingi Valdimarsson lék í nýrri stöðu í liði ÍBV í kvöld en komst vel frá sínu er sínir menn fögnuðu 2-0 sigri á Keflavík í kvöld. 22. maí 2011 22:25 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiks Keflavíkur og ÍBV dugði Eyjamönnum til sigurs á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörk Eyjamanna. Eyjamenn byrjuðu frábærlega í leiknum en bökkuðu full mikið eftir mörkin tvö eins og gerist oft þegar lið komast snemma yfir. En Keflvíkingum tókst hins vegar ekki að vinna bug á öflugum varnarmúr ÍBV, þótt þeir hafi leikið undan vindi í seinni hálfleik. Eyjamenn stilltu upp breyttu liði frá síðasta leik en Heimir Hallgrímsson, þjálfari íBV, gerði alls fjórar breytingar á sínu liði. Helst vakti athygli að Þórarinn Ingi Valdimarsson var að leika sem varnarsinnaður miðjumaður ásamt Finni Ólafssyni sem lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld. Þórarinn Ingi var reyndar fljótur að sækja fram þegar þess þurfti og skipti þá við Tony Mawejje sem kom einnig inn í byrjunarliðið í kvöld. Síðasta breytingin var sú að Abel Dhaira stóð í markinu í stað Alberts Sævarssonar. Það er reyndar athyglisvert að Dhaira hefur varið mark ÍBV í báðum heimaleikjum liðsins til þessa en Albert í leikjunum þremur í Eyjum. Hjá Keflavík var eina breytingin sú að Brynjar Örn Guðmundsson lék í stöðu vinstri bakvarðar í stað Guðjóns Árna Antoníussonar sem meiddist í síðasta leik liðsins. Keflvíkingum hefur gengið vel í upphafi móts og voru í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins. En þeir fengu kalda vatnsgusu í andlitið strax á fyrstu mínútu er Tryggvi skoraði fyrsta mark ÍBV eftir aðeins 50 sekúndur - eða svo. Hann fékk flotta sendingu frá Andra Ólafssyni fyrirliða og afgreiddi knöttinn í nærhornið með hnitmiðuðu skoti. Andri sjálfur skoraði svo annað mark ÍBV, í þetta sinn eftir sendingu Matt Garner. Mark hans var ekki síður glæsilegt, fast skot rétt utan vítateigs í nærhornið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Keflvíkingar í tómu basli. Eyjamenn voru duglegir að nýta sér meðvindinn í fyrri hálfleik og voru líklegri til að bæta í ef eitthvað var. En heimamenn róuðu sig, komu sér betur inn í leikinn og voru síst lakari aðilinn fyrir rest hálfleiksins. Keflvíkingar náðu þó aldrei að ógna marki Eyjamanna að neinu ráði og áttu einfaldlega ekki skoti að marki þeirra í fyrri hálfleik. Tryggvi þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla í hálfleik og svo var fyrirliðinn Andri tekinn út af, mögulega vegna meiðsla, um stundarfjórðungi síðar. Þar með var heilmikið bit farið úr sóknarleik ÍBV enda voru það Keflvíkingar sem stjórnuðu ferðinni, fyrst og fremst, án þess að skapa sér nein almennileg færi í upphafi síðari hálfleiks. Andri Steinn Birgisson var hársbreidd frá því að minnka muninn á 65. mínútu er hann tók skyndilega skot að marki utan teigs. Boltinn hafnaði í stönginni, svo hinni stönginni og rúllaði eftir línunni þar til að Dhaira hirti boltann á línunni. Keflvíkingar vildu meina að boltinn væri kominn inn fyrir línuna en Einar Sigurðsson aðstoðardómari lét það vera að lyfta flagginu sínu. Keflvíkingar voru sterkari eftir þetta en náði þrátt fyrir allt ekki að skapa sér almennileg færi. Willum Þór, þjálfari Keflavíkur, reyndi að skerpa á sóknarleiknum með skiptingum en allt kom fyrir ekki. Denis Sytnik fékk svo tækifæri til að gera út um leikinn fyrir Eyjamenn þegar tíu mínútur voru eftir en hann hitti ekki markið úr góðu færi. En það kom ekki að sök - Eyjamönnum dugði mörkin tvö í upphafi leiksins og fara því aftur til Eyja með stigin þrjú. Keflavík - ÍBV 0-2Dómari: Örvar Sær Gíslason (3)Skot (á mark): 7–9 (2-5)Varin skot: Ómar 3 – Dhaira 1Hornspyrnur: 6–2Aukaspyrnur fengnar: 13–13Rangstöður: 4–3Keflavík (4-3-3): Ómar Jóhannsson 6 Goran Jovanovski 4 Adam Larsson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Brynjar Örn Guðmundsson 6 Einar Orri Einarsson 6 Andri Steinn Birgisson 7 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (84. Bojan Stefán Ljubicic -) Hilmar Geir Eiðsson 4 (62. Grétar Ólafur Hjartarson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 (62. Magnús Þórir Matthíasson 5) Guðmundur Steinarsson 6ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 7 Kelvin Mellor 6 Eiður Aron Sigurbjörnsson 8 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 Finnur Ólafsson 8 – maður leiksins Tony Mawejje 7 Guðmundur Þórarinsson 5 (76. Brynjar Gauti Guðjónsson -) Andri Ólafsson 7 (58. Ian Jeffs 5) Tryggvi Guðmundsson 7 (46. Denis Sytnik 4)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Þeir létu hlutina vinna með sér Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ósáttur við sína menn þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir ÍBV á heimavelli í kvöld, 2-0. 22. maí 2011 22:19 Heimir: Eiður fremstur meðal jafningja í vörninni Heimir Hallgrímsson hrósaði Eiði Aroni Sigurbjörnssyni mikið eftir 2-0 sigur ÍBV á Keflavík í kvöld. 22. maí 2011 22:32 Þórarinn Ingi: Hentar mér vel að hlaupa og berjast Þórarinn Ingi Valdimarsson lék í nýrri stöðu í liði ÍBV í kvöld en komst vel frá sínu er sínir menn fögnuðu 2-0 sigri á Keflavík í kvöld. 22. maí 2011 22:25 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Willum: Þeir létu hlutina vinna með sér Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ósáttur við sína menn þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir ÍBV á heimavelli í kvöld, 2-0. 22. maí 2011 22:19
Heimir: Eiður fremstur meðal jafningja í vörninni Heimir Hallgrímsson hrósaði Eiði Aroni Sigurbjörnssyni mikið eftir 2-0 sigur ÍBV á Keflavík í kvöld. 22. maí 2011 22:32
Þórarinn Ingi: Hentar mér vel að hlaupa og berjast Þórarinn Ingi Valdimarsson lék í nýrri stöðu í liði ÍBV í kvöld en komst vel frá sínu er sínir menn fögnuðu 2-0 sigri á Keflavík í kvöld. 22. maí 2011 22:25