Umfjöllun: Eyjamenn féllu á lokaprófinu í Keflavík Elvar Geir Magnússon skrifar 25. september 2010 13:00 Þar var grátur og gnístan tanna hjá Eyjamönnum eftir leik. Draumur Eyjamanna um að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í tólf ár varð að engu í Keflavík í dag. Leikgleðin skein af heimamönnum sem unnu á endanum 4-1 sigur í leik sem náði þó að verða vel dramatískur, spennandi og skemmtilegur áhorfs. Það rigndi og blés í Keflavík í dag og leikmenn áttu oft erfitt með að fóta sig, þá sérstaklega gestirnir. Spennustigið var greinilega hátt hjá ÍBV en liðið var hugmyndasnautt og bitlaust í sóknarleik sínum í fyrri hálfleik. Keflvíkingar fengu hættulegri færi og þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins. Hörður Sveinsson var þá einn og yfirgefinn í teignum og kláraði vel. Í upphafi seinni hálfleiks héldu Keflvíkingar áfram að vera hættulegri og á 74. mínútu bætti hinn ungi Arnór Ingvi Traustason, sem er á yngsta ári í 2. flokki, við marki með glæsilegu langskoti. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Arnórs í efstu deild og hans fyrsta mark. Úkraínumaðurinn Denis Sytnik svaraði fyrir ÍBV strax í næstu sókn og viðhélt því spennunni. Eyjamenn voru komnir með völdin í leiknum og fengu vítaspyrnu á 83. mínútu þegar dæmd var hendi innan teigs. Markvörðurinn Albert Sævarsson steig á punktinn en kollegi hans, Lasse Jörgensen, sá við honum og varði. Það má með sanni segja að þetta hafi verið vendipunktur leiksins því leikurinn var að spilast með Eyjamönnum á þessum tímapunkti og hefðu þeir náð að jafna metin hefðu áhorfendur fengið rafmagnaða spennu á lokamínútunum. En í staðinn misstu þeir hausinn og varamennirnir Magnús Sverrir Þorsteinsson og Bojan Stefán Ljubicic slátruðu leiknum. Góður endir á ansi köflóttu tímabili Keflvíkinga. Þeir höfðu ekki að miklu að keppa í dag en mættu greinilega hárrétt gíraðir í leikinn og unnu verðskuldað. Það sáust tár á kvarmi Eyjamanna eftir leik því jafnteflið í Garðabænum gerir það að verkum að þeir hefðu orðið meistarar með sigri. Það er staðreynd að Tryggva Guðmundssonar og Finns Ólafssonar var sárt saknað hjá ÍBV í kvöld en ævintýralegu tímabili hjá liðinu er lokið og ekkert sem segir að liðið geti ekki endurtekið leikinn að ári og gert aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.Keflavík - ÍBV 4-1 1-0 Hörður Sveinsson (23.) 2-0 Arnór Ingvi Traustason (74.) 2-1 Denis Sytnik (76.) 3-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (88.) 4-1 Bojan Stefán Ljubicic (90.) KeflavíkurvöllurDómari: Jóhannes Valgeirsson 7Áhorfendur: 1.570 Skot (á mark) 13-9 (6-5) Varin skot: Lasse 4 - Albert 2 Horn: 2-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-8 Rangstöður: 5-3 Keflavík 4-3-3 Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Arnór Ingvi Traustason 8 (90. Magnús Þór Magnússon -) Hólmar Örn Rúnarsson 8* - Maður leiksins Andri Steinn Birgisson 7 Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 7 (65. Magnús Sverrir Þorsteinsson 6) Haukur Ingi Guðnason 7 (65. Bojan Stefán Ljubicic 7) ÍBV 4-3-3 Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (83. Yngvi Magnús Borgþórsson -) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 7 Matt Nicholas Garner 5 Andri Ólafsson 4 Ásgeir Aron Ásgeirsson 3 (52. Eyþór Helgi Birgisson 5) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Tony Maweje 6 Denis Sytnik 6 Danien Justin Warlem 3 (60. Gauti Þorvarðarson 6) Hér að neðan eru tenglar á viðtöl úr leiknum: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag „Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. 25. september 2010 16:26 Willum áfram með Keflavík: Spennandi tímar framundan „Ég held að leikmenn hafi haft gaman að því að spila hér í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigurinn gegn ÍBV. Eyjamenn hefðu staðið uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins með sigri. 25. september 2010 16:41 Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið „Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 17:04 Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið „Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 16:51 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Draumur Eyjamanna um að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í tólf ár varð að engu í Keflavík í dag. Leikgleðin skein af heimamönnum sem unnu á endanum 4-1 sigur í leik sem náði þó að verða vel dramatískur, spennandi og skemmtilegur áhorfs. Það rigndi og blés í Keflavík í dag og leikmenn áttu oft erfitt með að fóta sig, þá sérstaklega gestirnir. Spennustigið var greinilega hátt hjá ÍBV en liðið var hugmyndasnautt og bitlaust í sóknarleik sínum í fyrri hálfleik. Keflvíkingar fengu hættulegri færi og þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins. Hörður Sveinsson var þá einn og yfirgefinn í teignum og kláraði vel. Í upphafi seinni hálfleiks héldu Keflvíkingar áfram að vera hættulegri og á 74. mínútu bætti hinn ungi Arnór Ingvi Traustason, sem er á yngsta ári í 2. flokki, við marki með glæsilegu langskoti. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Arnórs í efstu deild og hans fyrsta mark. Úkraínumaðurinn Denis Sytnik svaraði fyrir ÍBV strax í næstu sókn og viðhélt því spennunni. Eyjamenn voru komnir með völdin í leiknum og fengu vítaspyrnu á 83. mínútu þegar dæmd var hendi innan teigs. Markvörðurinn Albert Sævarsson steig á punktinn en kollegi hans, Lasse Jörgensen, sá við honum og varði. Það má með sanni segja að þetta hafi verið vendipunktur leiksins því leikurinn var að spilast með Eyjamönnum á þessum tímapunkti og hefðu þeir náð að jafna metin hefðu áhorfendur fengið rafmagnaða spennu á lokamínútunum. En í staðinn misstu þeir hausinn og varamennirnir Magnús Sverrir Þorsteinsson og Bojan Stefán Ljubicic slátruðu leiknum. Góður endir á ansi köflóttu tímabili Keflvíkinga. Þeir höfðu ekki að miklu að keppa í dag en mættu greinilega hárrétt gíraðir í leikinn og unnu verðskuldað. Það sáust tár á kvarmi Eyjamanna eftir leik því jafnteflið í Garðabænum gerir það að verkum að þeir hefðu orðið meistarar með sigri. Það er staðreynd að Tryggva Guðmundssonar og Finns Ólafssonar var sárt saknað hjá ÍBV í kvöld en ævintýralegu tímabili hjá liðinu er lokið og ekkert sem segir að liðið geti ekki endurtekið leikinn að ári og gert aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.Keflavík - ÍBV 4-1 1-0 Hörður Sveinsson (23.) 2-0 Arnór Ingvi Traustason (74.) 2-1 Denis Sytnik (76.) 3-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (88.) 4-1 Bojan Stefán Ljubicic (90.) KeflavíkurvöllurDómari: Jóhannes Valgeirsson 7Áhorfendur: 1.570 Skot (á mark) 13-9 (6-5) Varin skot: Lasse 4 - Albert 2 Horn: 2-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-8 Rangstöður: 5-3 Keflavík 4-3-3 Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Arnór Ingvi Traustason 8 (90. Magnús Þór Magnússon -) Hólmar Örn Rúnarsson 8* - Maður leiksins Andri Steinn Birgisson 7 Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 7 (65. Magnús Sverrir Þorsteinsson 6) Haukur Ingi Guðnason 7 (65. Bojan Stefán Ljubicic 7) ÍBV 4-3-3 Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (83. Yngvi Magnús Borgþórsson -) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 7 Matt Nicholas Garner 5 Andri Ólafsson 4 Ásgeir Aron Ásgeirsson 3 (52. Eyþór Helgi Birgisson 5) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Tony Maweje 6 Denis Sytnik 6 Danien Justin Warlem 3 (60. Gauti Þorvarðarson 6) Hér að neðan eru tenglar á viðtöl úr leiknum:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag „Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. 25. september 2010 16:26 Willum áfram með Keflavík: Spennandi tímar framundan „Ég held að leikmenn hafi haft gaman að því að spila hér í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigurinn gegn ÍBV. Eyjamenn hefðu staðið uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins með sigri. 25. september 2010 16:41 Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið „Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 17:04 Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið „Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 16:51 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag „Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. 25. september 2010 16:26
Willum áfram með Keflavík: Spennandi tímar framundan „Ég held að leikmenn hafi haft gaman að því að spila hér í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigurinn gegn ÍBV. Eyjamenn hefðu staðið uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins með sigri. 25. september 2010 16:41
Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið „Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 17:04
Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið „Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 16:51