Umfjöllun: Eyjamenn féllu á lokaprófinu í Keflavík Elvar Geir Magnússon skrifar 25. september 2010 13:00 Þar var grátur og gnístan tanna hjá Eyjamönnum eftir leik. Draumur Eyjamanna um að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í tólf ár varð að engu í Keflavík í dag. Leikgleðin skein af heimamönnum sem unnu á endanum 4-1 sigur í leik sem náði þó að verða vel dramatískur, spennandi og skemmtilegur áhorfs. Það rigndi og blés í Keflavík í dag og leikmenn áttu oft erfitt með að fóta sig, þá sérstaklega gestirnir. Spennustigið var greinilega hátt hjá ÍBV en liðið var hugmyndasnautt og bitlaust í sóknarleik sínum í fyrri hálfleik. Keflvíkingar fengu hættulegri færi og þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins. Hörður Sveinsson var þá einn og yfirgefinn í teignum og kláraði vel. Í upphafi seinni hálfleiks héldu Keflvíkingar áfram að vera hættulegri og á 74. mínútu bætti hinn ungi Arnór Ingvi Traustason, sem er á yngsta ári í 2. flokki, við marki með glæsilegu langskoti. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Arnórs í efstu deild og hans fyrsta mark. Úkraínumaðurinn Denis Sytnik svaraði fyrir ÍBV strax í næstu sókn og viðhélt því spennunni. Eyjamenn voru komnir með völdin í leiknum og fengu vítaspyrnu á 83. mínútu þegar dæmd var hendi innan teigs. Markvörðurinn Albert Sævarsson steig á punktinn en kollegi hans, Lasse Jörgensen, sá við honum og varði. Það má með sanni segja að þetta hafi verið vendipunktur leiksins því leikurinn var að spilast með Eyjamönnum á þessum tímapunkti og hefðu þeir náð að jafna metin hefðu áhorfendur fengið rafmagnaða spennu á lokamínútunum. En í staðinn misstu þeir hausinn og varamennirnir Magnús Sverrir Þorsteinsson og Bojan Stefán Ljubicic slátruðu leiknum. Góður endir á ansi köflóttu tímabili Keflvíkinga. Þeir höfðu ekki að miklu að keppa í dag en mættu greinilega hárrétt gíraðir í leikinn og unnu verðskuldað. Það sáust tár á kvarmi Eyjamanna eftir leik því jafnteflið í Garðabænum gerir það að verkum að þeir hefðu orðið meistarar með sigri. Það er staðreynd að Tryggva Guðmundssonar og Finns Ólafssonar var sárt saknað hjá ÍBV í kvöld en ævintýralegu tímabili hjá liðinu er lokið og ekkert sem segir að liðið geti ekki endurtekið leikinn að ári og gert aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.Keflavík - ÍBV 4-1 1-0 Hörður Sveinsson (23.) 2-0 Arnór Ingvi Traustason (74.) 2-1 Denis Sytnik (76.) 3-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (88.) 4-1 Bojan Stefán Ljubicic (90.) KeflavíkurvöllurDómari: Jóhannes Valgeirsson 7Áhorfendur: 1.570 Skot (á mark) 13-9 (6-5) Varin skot: Lasse 4 - Albert 2 Horn: 2-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-8 Rangstöður: 5-3 Keflavík 4-3-3 Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Arnór Ingvi Traustason 8 (90. Magnús Þór Magnússon -) Hólmar Örn Rúnarsson 8* - Maður leiksins Andri Steinn Birgisson 7 Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 7 (65. Magnús Sverrir Þorsteinsson 6) Haukur Ingi Guðnason 7 (65. Bojan Stefán Ljubicic 7) ÍBV 4-3-3 Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (83. Yngvi Magnús Borgþórsson -) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 7 Matt Nicholas Garner 5 Andri Ólafsson 4 Ásgeir Aron Ásgeirsson 3 (52. Eyþór Helgi Birgisson 5) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Tony Maweje 6 Denis Sytnik 6 Danien Justin Warlem 3 (60. Gauti Þorvarðarson 6) Hér að neðan eru tenglar á viðtöl úr leiknum: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag „Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. 25. september 2010 16:26 Willum áfram með Keflavík: Spennandi tímar framundan „Ég held að leikmenn hafi haft gaman að því að spila hér í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigurinn gegn ÍBV. Eyjamenn hefðu staðið uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins með sigri. 25. september 2010 16:41 Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið „Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 17:04 Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið „Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 16:51 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Draumur Eyjamanna um að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í tólf ár varð að engu í Keflavík í dag. Leikgleðin skein af heimamönnum sem unnu á endanum 4-1 sigur í leik sem náði þó að verða vel dramatískur, spennandi og skemmtilegur áhorfs. Það rigndi og blés í Keflavík í dag og leikmenn áttu oft erfitt með að fóta sig, þá sérstaklega gestirnir. Spennustigið var greinilega hátt hjá ÍBV en liðið var hugmyndasnautt og bitlaust í sóknarleik sínum í fyrri hálfleik. Keflvíkingar fengu hættulegri færi og þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins. Hörður Sveinsson var þá einn og yfirgefinn í teignum og kláraði vel. Í upphafi seinni hálfleiks héldu Keflvíkingar áfram að vera hættulegri og á 74. mínútu bætti hinn ungi Arnór Ingvi Traustason, sem er á yngsta ári í 2. flokki, við marki með glæsilegu langskoti. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Arnórs í efstu deild og hans fyrsta mark. Úkraínumaðurinn Denis Sytnik svaraði fyrir ÍBV strax í næstu sókn og viðhélt því spennunni. Eyjamenn voru komnir með völdin í leiknum og fengu vítaspyrnu á 83. mínútu þegar dæmd var hendi innan teigs. Markvörðurinn Albert Sævarsson steig á punktinn en kollegi hans, Lasse Jörgensen, sá við honum og varði. Það má með sanni segja að þetta hafi verið vendipunktur leiksins því leikurinn var að spilast með Eyjamönnum á þessum tímapunkti og hefðu þeir náð að jafna metin hefðu áhorfendur fengið rafmagnaða spennu á lokamínútunum. En í staðinn misstu þeir hausinn og varamennirnir Magnús Sverrir Þorsteinsson og Bojan Stefán Ljubicic slátruðu leiknum. Góður endir á ansi köflóttu tímabili Keflvíkinga. Þeir höfðu ekki að miklu að keppa í dag en mættu greinilega hárrétt gíraðir í leikinn og unnu verðskuldað. Það sáust tár á kvarmi Eyjamanna eftir leik því jafnteflið í Garðabænum gerir það að verkum að þeir hefðu orðið meistarar með sigri. Það er staðreynd að Tryggva Guðmundssonar og Finns Ólafssonar var sárt saknað hjá ÍBV í kvöld en ævintýralegu tímabili hjá liðinu er lokið og ekkert sem segir að liðið geti ekki endurtekið leikinn að ári og gert aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.Keflavík - ÍBV 4-1 1-0 Hörður Sveinsson (23.) 2-0 Arnór Ingvi Traustason (74.) 2-1 Denis Sytnik (76.) 3-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (88.) 4-1 Bojan Stefán Ljubicic (90.) KeflavíkurvöllurDómari: Jóhannes Valgeirsson 7Áhorfendur: 1.570 Skot (á mark) 13-9 (6-5) Varin skot: Lasse 4 - Albert 2 Horn: 2-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-8 Rangstöður: 5-3 Keflavík 4-3-3 Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Arnór Ingvi Traustason 8 (90. Magnús Þór Magnússon -) Hólmar Örn Rúnarsson 8* - Maður leiksins Andri Steinn Birgisson 7 Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 7 (65. Magnús Sverrir Þorsteinsson 6) Haukur Ingi Guðnason 7 (65. Bojan Stefán Ljubicic 7) ÍBV 4-3-3 Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (83. Yngvi Magnús Borgþórsson -) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 7 Matt Nicholas Garner 5 Andri Ólafsson 4 Ásgeir Aron Ásgeirsson 3 (52. Eyþór Helgi Birgisson 5) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Tony Maweje 6 Denis Sytnik 6 Danien Justin Warlem 3 (60. Gauti Þorvarðarson 6) Hér að neðan eru tenglar á viðtöl úr leiknum:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag „Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. 25. september 2010 16:26 Willum áfram með Keflavík: Spennandi tímar framundan „Ég held að leikmenn hafi haft gaman að því að spila hér í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigurinn gegn ÍBV. Eyjamenn hefðu staðið uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins með sigri. 25. september 2010 16:41 Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið „Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 17:04 Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið „Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 16:51 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag „Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. 25. september 2010 16:26
Willum áfram með Keflavík: Spennandi tímar framundan „Ég held að leikmenn hafi haft gaman að því að spila hér í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigurinn gegn ÍBV. Eyjamenn hefðu staðið uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins með sigri. 25. september 2010 16:41
Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið „Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 17:04
Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið „Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 16:51