Umfjöllun: Eyjamenn féllu á lokaprófinu í Keflavík Elvar Geir Magnússon skrifar 25. september 2010 13:00 Þar var grátur og gnístan tanna hjá Eyjamönnum eftir leik. Draumur Eyjamanna um að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í tólf ár varð að engu í Keflavík í dag. Leikgleðin skein af heimamönnum sem unnu á endanum 4-1 sigur í leik sem náði þó að verða vel dramatískur, spennandi og skemmtilegur áhorfs. Það rigndi og blés í Keflavík í dag og leikmenn áttu oft erfitt með að fóta sig, þá sérstaklega gestirnir. Spennustigið var greinilega hátt hjá ÍBV en liðið var hugmyndasnautt og bitlaust í sóknarleik sínum í fyrri hálfleik. Keflvíkingar fengu hættulegri færi og þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins. Hörður Sveinsson var þá einn og yfirgefinn í teignum og kláraði vel. Í upphafi seinni hálfleiks héldu Keflvíkingar áfram að vera hættulegri og á 74. mínútu bætti hinn ungi Arnór Ingvi Traustason, sem er á yngsta ári í 2. flokki, við marki með glæsilegu langskoti. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Arnórs í efstu deild og hans fyrsta mark. Úkraínumaðurinn Denis Sytnik svaraði fyrir ÍBV strax í næstu sókn og viðhélt því spennunni. Eyjamenn voru komnir með völdin í leiknum og fengu vítaspyrnu á 83. mínútu þegar dæmd var hendi innan teigs. Markvörðurinn Albert Sævarsson steig á punktinn en kollegi hans, Lasse Jörgensen, sá við honum og varði. Það má með sanni segja að þetta hafi verið vendipunktur leiksins því leikurinn var að spilast með Eyjamönnum á þessum tímapunkti og hefðu þeir náð að jafna metin hefðu áhorfendur fengið rafmagnaða spennu á lokamínútunum. En í staðinn misstu þeir hausinn og varamennirnir Magnús Sverrir Þorsteinsson og Bojan Stefán Ljubicic slátruðu leiknum. Góður endir á ansi köflóttu tímabili Keflvíkinga. Þeir höfðu ekki að miklu að keppa í dag en mættu greinilega hárrétt gíraðir í leikinn og unnu verðskuldað. Það sáust tár á kvarmi Eyjamanna eftir leik því jafnteflið í Garðabænum gerir það að verkum að þeir hefðu orðið meistarar með sigri. Það er staðreynd að Tryggva Guðmundssonar og Finns Ólafssonar var sárt saknað hjá ÍBV í kvöld en ævintýralegu tímabili hjá liðinu er lokið og ekkert sem segir að liðið geti ekki endurtekið leikinn að ári og gert aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.Keflavík - ÍBV 4-1 1-0 Hörður Sveinsson (23.) 2-0 Arnór Ingvi Traustason (74.) 2-1 Denis Sytnik (76.) 3-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (88.) 4-1 Bojan Stefán Ljubicic (90.) KeflavíkurvöllurDómari: Jóhannes Valgeirsson 7Áhorfendur: 1.570 Skot (á mark) 13-9 (6-5) Varin skot: Lasse 4 - Albert 2 Horn: 2-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-8 Rangstöður: 5-3 Keflavík 4-3-3 Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Arnór Ingvi Traustason 8 (90. Magnús Þór Magnússon -) Hólmar Örn Rúnarsson 8* - Maður leiksins Andri Steinn Birgisson 7 Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 7 (65. Magnús Sverrir Þorsteinsson 6) Haukur Ingi Guðnason 7 (65. Bojan Stefán Ljubicic 7) ÍBV 4-3-3 Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (83. Yngvi Magnús Borgþórsson -) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 7 Matt Nicholas Garner 5 Andri Ólafsson 4 Ásgeir Aron Ásgeirsson 3 (52. Eyþór Helgi Birgisson 5) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Tony Maweje 6 Denis Sytnik 6 Danien Justin Warlem 3 (60. Gauti Þorvarðarson 6) Hér að neðan eru tenglar á viðtöl úr leiknum: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag „Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. 25. september 2010 16:26 Willum áfram með Keflavík: Spennandi tímar framundan „Ég held að leikmenn hafi haft gaman að því að spila hér í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigurinn gegn ÍBV. Eyjamenn hefðu staðið uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins með sigri. 25. september 2010 16:41 Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið „Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 17:04 Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið „Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Draumur Eyjamanna um að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í tólf ár varð að engu í Keflavík í dag. Leikgleðin skein af heimamönnum sem unnu á endanum 4-1 sigur í leik sem náði þó að verða vel dramatískur, spennandi og skemmtilegur áhorfs. Það rigndi og blés í Keflavík í dag og leikmenn áttu oft erfitt með að fóta sig, þá sérstaklega gestirnir. Spennustigið var greinilega hátt hjá ÍBV en liðið var hugmyndasnautt og bitlaust í sóknarleik sínum í fyrri hálfleik. Keflvíkingar fengu hættulegri færi og þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins. Hörður Sveinsson var þá einn og yfirgefinn í teignum og kláraði vel. Í upphafi seinni hálfleiks héldu Keflvíkingar áfram að vera hættulegri og á 74. mínútu bætti hinn ungi Arnór Ingvi Traustason, sem er á yngsta ári í 2. flokki, við marki með glæsilegu langskoti. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Arnórs í efstu deild og hans fyrsta mark. Úkraínumaðurinn Denis Sytnik svaraði fyrir ÍBV strax í næstu sókn og viðhélt því spennunni. Eyjamenn voru komnir með völdin í leiknum og fengu vítaspyrnu á 83. mínútu þegar dæmd var hendi innan teigs. Markvörðurinn Albert Sævarsson steig á punktinn en kollegi hans, Lasse Jörgensen, sá við honum og varði. Það má með sanni segja að þetta hafi verið vendipunktur leiksins því leikurinn var að spilast með Eyjamönnum á þessum tímapunkti og hefðu þeir náð að jafna metin hefðu áhorfendur fengið rafmagnaða spennu á lokamínútunum. En í staðinn misstu þeir hausinn og varamennirnir Magnús Sverrir Þorsteinsson og Bojan Stefán Ljubicic slátruðu leiknum. Góður endir á ansi köflóttu tímabili Keflvíkinga. Þeir höfðu ekki að miklu að keppa í dag en mættu greinilega hárrétt gíraðir í leikinn og unnu verðskuldað. Það sáust tár á kvarmi Eyjamanna eftir leik því jafnteflið í Garðabænum gerir það að verkum að þeir hefðu orðið meistarar með sigri. Það er staðreynd að Tryggva Guðmundssonar og Finns Ólafssonar var sárt saknað hjá ÍBV í kvöld en ævintýralegu tímabili hjá liðinu er lokið og ekkert sem segir að liðið geti ekki endurtekið leikinn að ári og gert aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.Keflavík - ÍBV 4-1 1-0 Hörður Sveinsson (23.) 2-0 Arnór Ingvi Traustason (74.) 2-1 Denis Sytnik (76.) 3-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (88.) 4-1 Bojan Stefán Ljubicic (90.) KeflavíkurvöllurDómari: Jóhannes Valgeirsson 7Áhorfendur: 1.570 Skot (á mark) 13-9 (6-5) Varin skot: Lasse 4 - Albert 2 Horn: 2-7 Aukaspyrnur fengnar: 11-8 Rangstöður: 5-3 Keflavík 4-3-3 Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Arnór Ingvi Traustason 8 (90. Magnús Þór Magnússon -) Hólmar Örn Rúnarsson 8* - Maður leiksins Andri Steinn Birgisson 7 Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 7 (65. Magnús Sverrir Þorsteinsson 6) Haukur Ingi Guðnason 7 (65. Bojan Stefán Ljubicic 7) ÍBV 4-3-3 Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (83. Yngvi Magnús Borgþórsson -) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 7 Matt Nicholas Garner 5 Andri Ólafsson 4 Ásgeir Aron Ásgeirsson 3 (52. Eyþór Helgi Birgisson 5) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 Tony Maweje 6 Denis Sytnik 6 Danien Justin Warlem 3 (60. Gauti Þorvarðarson 6) Hér að neðan eru tenglar á viðtöl úr leiknum:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag „Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. 25. september 2010 16:26 Willum áfram með Keflavík: Spennandi tímar framundan „Ég held að leikmenn hafi haft gaman að því að spila hér í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigurinn gegn ÍBV. Eyjamenn hefðu staðið uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins með sigri. 25. september 2010 16:41 Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið „Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 17:04 Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið „Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Guðjón Árni: Allt jákvætt við þennan dag „Við lögðum upp með það í undirbúningi fyrir leikinn að enda þetta á góðum nótum og það tókst,“ sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir að liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. 25. september 2010 16:26
Willum áfram með Keflavík: Spennandi tímar framundan „Ég held að leikmenn hafi haft gaman að því að spila hér í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-1 sigurinn gegn ÍBV. Eyjamenn hefðu staðið uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins með sigri. 25. september 2010 16:41
Eiður Aron: Þorði ekki að horfa á vítið „Þetta gerist ekki súrara en þetta. Við stefnum bara á titilinn á næsta ári, það þýðir ekki annað,“ sagði varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík í dag. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 17:04
Heimir Hallgríms: Menn misstu hausinn eftir vítið „Ef maður á að vera alveg sanngjarn þá var þetta verðskuldaður sigur Keflvíkinga,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tapið gegn Keflavík. Eyjamenn hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar þar sem Blikar gerðu jafntefli í Garðabæ. 25. september 2010 16:51