Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Breiðablik 4-1 | FH Lengjubikarmeistari Anton Ingi Leifsson á Samsung-vellinum skrifar 25. apríl 2014 13:53 Ingimundur Níels glaðbeittur með bikarinn. Vísir/daníel Ingimundur Níels Óskarsson skoraði þrennu fyrir FH þegar liðið lagði Breiðablik 4-1 í úrslitaleik Lengjubikars karla í kvöld. FH-liðið var betri aðilinn og eins fyrr segir lék Ingimundur á alls oddi. Hafnarfjarðarliðið spilaði vel og skapaði meiri usla fram á við en þeir grænklæddu. Fyrri hálfleikur byrjaði afar rólega og lítið var að frétta fyrstu mínúturnar, en bæði lið voru án nokkura öflugra leikmanna. FH tóku þó fljótlega völdin og réðu ferðinni. Þeir voru ekki mikið að skapa sér fyrstu mínúturnar, en það átti eftir að breytast. Ingimundur Níels Óskarsson var að spila afar vel og það var einmitt hann sem skoraði fyrsta markið. Blikavörnin var of hátt á vellinum og Böðvar Böðvarsson sendi boltann inn fyrir vörnina þar sem Ingimundur tók við honum, lék á einn varnarmann sem hafði skilað sér til baka og lagði boltann skemmtilega í fjærhornið framhjá varnarlausum Gunnleifi í markinu. Eins og fyrr segir réðu hvítklæddir Hafnfirðingar lögum og lofum á vellinum. Ingimundur Níels var nálægt því að koma FH í 2-0 á 36. mínútu, en þá sá Gunnleifur við honum. Blikarnir voru afar slakir í fyrri hálfleik og var lítið sem ekkert að frétta í þeirra sóknarleik. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Hafnfirðinga og gerði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, tvöfalda skiptingu í hálfleik og freistaði þess að eitthvað myndi frískast upp á hans menn. Þeir náðu sinni fyrstu almennilegu sókn eftir rúman klukkutíma leik. Höskuldur Gunnlaugsson sem var þá nýkominn inná gaf þá góða fyrirgjöf fyrir markið sem Ellert Hreinsson, einnig varamaður, skallaði yfir. Nánast í næstu sókn náðu FH-ingar tveggja marka forystu. Eftir ágætis sókn fékk Guðjón Árni boltann, fór upp að endamörkum þar sem hann lagði boltann fyrir markið. Þar var mættur Ingimundur Níels Óskarsson sem ýtti boltanum yfir línuna og FH-ingar komnir í vænlega forystu þegar 63. mínútur voru komnar á klukkuna. Varamenn Blika minntu rækilega á sig í kvöld. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka náði Gísli Eyjólfsson að minnka muninn, eftir fyrirgjöf frá hægri náði hann að vinna boltann og skilaði honum í fjærhornið framhjá varnarlausum Kristjáni Finnbogasyni í markinu. Síðustu mínúturnar voru Blikarnir meira með boltann og freistuðu þess að jafna metinn. Allt kom fyrir ekki og Ingimundur Níels Óskarsson kom FH í 3-1 með sínu þriðja marki. Ingimundur slapp einn í gegn og lagði boltann framhjá Gunnleifi í markinu. FH-ingar voru ekki hættir og Hólmar Örn Rúnarsson rak síðasta naglann í líkkistu Blika með flottu marki í uppbótartíma. Hólmar fékk boltann á vítateignum og skoraði með laglegu vinstri fótar skoti, efst í markhornið. FH því Lengjubikarsmeistari KSÍ árið 2014. FH liðið var heilt yfir mun sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Margir leikmenn liðsins spiluðu vel í kvöld en þar ber helst að nefna Ingimund Níels og Sam Hewson. Ingimundur skoraði þrjú mörk auk þess að vera vel ógnandi á hægri kantinum og Sam Hewson kom með skemmtileg hlaup af miðsvæðinu auk þess að spila félaga sína vel uppi. Hjá Breiðablik var fátt um fína drætti fyrr en í síðari hálfleik. Varamennirnir komu frískir inn og Ellert Hreinsson skapaði smá usla í fremstu víglínu. Markaskorari Blika, Gísli Eyjólfsson, átti einnig fína innkomu, en betur má ef duga skal hjá Breiðablik. Taka skal það þó fram að í bæði lið vantaði lykilmenn og liðin mætast aftur eftir rúma viku í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli. Þá verður annar bragur á liðunum og meira undir, þó auðvitað hafi bikar verið í húfi í kvöld.vísir/daníelAndri Rafn: Æfingaleikjabragur á þessu ,,Það er erfitt að segja. Þetta var frekar jafn leikur og æfingarleikjabragur á þessu. Þeir komast í 2-0 og við skorum svo mark. Þá er þetta spurning um að annað hvort jafnaru eða færð mörk í bakið. Það skiptir ekki máli hvort þú tapir þessum leik 2-1 eða 4-1," sagði Andri Rafn við Vísi í leikslok. ,,Við erum að skoða ákveðna hluti og þrátt fyrir að við séum að spila um bikar, þá eru menn með hugann við að fyrsti leikur er einmitt gegn FH. Menn ætla ekki að sýna allt sem þeir eiga inni og sýna andstæðingnum allt. Ég veit ekki hvað eitt fór úrskeiðis, en svona er boltinn." Blikarnir voru afar bitlausir fram á við og þar var Andri sammála: ,,Vissulega. Við vorum ekki að ná að opna þá mikið. Við vildum liggja aftarlega og leyfa þeim að koma, við vildum vinna boltann framarlega á vellinum og koma í hraðar skyndisóknir." ,,Þeir voru að komast alltof mikið aftur fyrir okkur, þrátt fyrir að við höfum legið til baka. Það voru nokkur mistök sem urðu til þess valdandi að við fengum á okkur mörk og við náðum aldrei að stjórna leiknum eins og við vildum gera." Liðin mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 5. maí. Blikarnir stefna að sjálfsögðu á sigur í þeim leik: ,,Það er klárlega það sem við ætlum okkur. Það er bikar hérna í boði, en ég veit ekki hvort skiptir meira máli; bikarinn hérna eða þrjú stig í fyrsta leik. Það er þó aldrei skemmtilegt að tapa og auðvitað ferðu í alla leiki til að vinna, annað væri lygi," sagði Andri Rafn við Vísi í leikslok.vísir/daníelHeimir: Var ekki hræddur ,,Mér fannst við spila vel. Við byrjuðum þennan leik vel og vorum góðir í fyrri hálfleik og skoruðum gott mark," sagði Heimir ,,Við áttum möguleika að skora fleiri í fyrri hálfleik, en héldum áfram í síðari hálfleik. Við komumst í 2-0, en misstum þá aðeins dampinn og Ellert Hreinsson kom inná. Hann er mjög öflugur leikmaður og þeir byrjuðu að senda háa bolta." ,,Við vorum ekki nægilega öflugir að vinna seinni boltanna og þeir skoruðu. Við náðum að aðlaga leik okkar að þeirra leik þegar leið á og réðum betur við þessa löngu bolta í restina." ,,Ingimundur kórónaði frábæran leik sinn með þriðja markinu og kláraði leikinn fyrir okkur." Aðspurður hvort hann hafi verið hræddur í stöðunni 2-1 svaraði Heimir: ,,Nei, ég var ekki hræddur. Ég hélt við myndum ráða betur við þessa löngu bolta, en samt náðum við að laga það eftir markið. Ég var nú ekki hræddur," sagði Heimir brosandi. ,,Það sem við erum ánægðir með er að það hefur verið framför á liðinu eftir því sem liðið hefur á undirbúningstímabilið. Við höfum spilað við mjög sterk lið undanfarið; Stjörnuna, KR og Breiðablik. Við höfum verið að bæta okkur og við erum ánægðir með það, en það er ýmislegt sem við þurfum að laga áður en mótið byrjar," og aðspurður hvort það verði komið í lag þegar liðið heimsækir Breiðablik í fyrsta leik svaraði Heimir: ,,Vonandi verður það komið í lag. Það verður gífurlega erfiður leikur. Blikarnir söknuðu gífurlega mikilvægra leikmanna sem voru ekki með til dæmis Stefáns Gíslasonar og Finns Orra. Þeir verða væntanlega klárir í fyrsta leik og ég á von á gríðarlega öflugu Blikaliði," sagði Heimir í leikslok.vísir/daníelIngimundur: Blikarnir hafa átt betri dag ,,Við erum búnir að spila vel undanfarið og höfum verið að spila þéttan varnarleik og verið vel skipulagðir. Það var áframhald á því í kvöld og þetta gekk vel," sagði Ingimundur sem skoraði þrennu í leiknum. ,,Varnarleikurinn var mjög góður í dag. Blikarnir voru hálfopnir baka til og það hjálpaði okkur klárlega." ,,Maður er alltaf ánægður með að skora þrjú, þannig ég er hæstánægður." ,,Ég held að Blikarnir hafa átt betri daga. Maður spilar aldrei betur en andstæðingurinn leyfir og þeir leyfðu okkur ýmislegt í dag. Þannig fór sem fór." FH og Breiðablik mætast í Kópavoginum í fyrsta leik og þar ætla FH-ingar að ná í þrjú stig: ,,Við ætlum klárlega að ná í þrjú stig í fyrsta leik. Það verður vonandi bara eins og í kvöld," sagði Ingimundur Níels við Vísi í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Ingimundur Níels Óskarsson skoraði þrennu fyrir FH þegar liðið lagði Breiðablik 4-1 í úrslitaleik Lengjubikars karla í kvöld. FH-liðið var betri aðilinn og eins fyrr segir lék Ingimundur á alls oddi. Hafnarfjarðarliðið spilaði vel og skapaði meiri usla fram á við en þeir grænklæddu. Fyrri hálfleikur byrjaði afar rólega og lítið var að frétta fyrstu mínúturnar, en bæði lið voru án nokkura öflugra leikmanna. FH tóku þó fljótlega völdin og réðu ferðinni. Þeir voru ekki mikið að skapa sér fyrstu mínúturnar, en það átti eftir að breytast. Ingimundur Níels Óskarsson var að spila afar vel og það var einmitt hann sem skoraði fyrsta markið. Blikavörnin var of hátt á vellinum og Böðvar Böðvarsson sendi boltann inn fyrir vörnina þar sem Ingimundur tók við honum, lék á einn varnarmann sem hafði skilað sér til baka og lagði boltann skemmtilega í fjærhornið framhjá varnarlausum Gunnleifi í markinu. Eins og fyrr segir réðu hvítklæddir Hafnfirðingar lögum og lofum á vellinum. Ingimundur Níels var nálægt því að koma FH í 2-0 á 36. mínútu, en þá sá Gunnleifur við honum. Blikarnir voru afar slakir í fyrri hálfleik og var lítið sem ekkert að frétta í þeirra sóknarleik. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Hafnfirðinga og gerði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, tvöfalda skiptingu í hálfleik og freistaði þess að eitthvað myndi frískast upp á hans menn. Þeir náðu sinni fyrstu almennilegu sókn eftir rúman klukkutíma leik. Höskuldur Gunnlaugsson sem var þá nýkominn inná gaf þá góða fyrirgjöf fyrir markið sem Ellert Hreinsson, einnig varamaður, skallaði yfir. Nánast í næstu sókn náðu FH-ingar tveggja marka forystu. Eftir ágætis sókn fékk Guðjón Árni boltann, fór upp að endamörkum þar sem hann lagði boltann fyrir markið. Þar var mættur Ingimundur Níels Óskarsson sem ýtti boltanum yfir línuna og FH-ingar komnir í vænlega forystu þegar 63. mínútur voru komnar á klukkuna. Varamenn Blika minntu rækilega á sig í kvöld. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka náði Gísli Eyjólfsson að minnka muninn, eftir fyrirgjöf frá hægri náði hann að vinna boltann og skilaði honum í fjærhornið framhjá varnarlausum Kristjáni Finnbogasyni í markinu. Síðustu mínúturnar voru Blikarnir meira með boltann og freistuðu þess að jafna metinn. Allt kom fyrir ekki og Ingimundur Níels Óskarsson kom FH í 3-1 með sínu þriðja marki. Ingimundur slapp einn í gegn og lagði boltann framhjá Gunnleifi í markinu. FH-ingar voru ekki hættir og Hólmar Örn Rúnarsson rak síðasta naglann í líkkistu Blika með flottu marki í uppbótartíma. Hólmar fékk boltann á vítateignum og skoraði með laglegu vinstri fótar skoti, efst í markhornið. FH því Lengjubikarsmeistari KSÍ árið 2014. FH liðið var heilt yfir mun sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Margir leikmenn liðsins spiluðu vel í kvöld en þar ber helst að nefna Ingimund Níels og Sam Hewson. Ingimundur skoraði þrjú mörk auk þess að vera vel ógnandi á hægri kantinum og Sam Hewson kom með skemmtileg hlaup af miðsvæðinu auk þess að spila félaga sína vel uppi. Hjá Breiðablik var fátt um fína drætti fyrr en í síðari hálfleik. Varamennirnir komu frískir inn og Ellert Hreinsson skapaði smá usla í fremstu víglínu. Markaskorari Blika, Gísli Eyjólfsson, átti einnig fína innkomu, en betur má ef duga skal hjá Breiðablik. Taka skal það þó fram að í bæði lið vantaði lykilmenn og liðin mætast aftur eftir rúma viku í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli. Þá verður annar bragur á liðunum og meira undir, þó auðvitað hafi bikar verið í húfi í kvöld.vísir/daníelAndri Rafn: Æfingaleikjabragur á þessu ,,Það er erfitt að segja. Þetta var frekar jafn leikur og æfingarleikjabragur á þessu. Þeir komast í 2-0 og við skorum svo mark. Þá er þetta spurning um að annað hvort jafnaru eða færð mörk í bakið. Það skiptir ekki máli hvort þú tapir þessum leik 2-1 eða 4-1," sagði Andri Rafn við Vísi í leikslok. ,,Við erum að skoða ákveðna hluti og þrátt fyrir að við séum að spila um bikar, þá eru menn með hugann við að fyrsti leikur er einmitt gegn FH. Menn ætla ekki að sýna allt sem þeir eiga inni og sýna andstæðingnum allt. Ég veit ekki hvað eitt fór úrskeiðis, en svona er boltinn." Blikarnir voru afar bitlausir fram á við og þar var Andri sammála: ,,Vissulega. Við vorum ekki að ná að opna þá mikið. Við vildum liggja aftarlega og leyfa þeim að koma, við vildum vinna boltann framarlega á vellinum og koma í hraðar skyndisóknir." ,,Þeir voru að komast alltof mikið aftur fyrir okkur, þrátt fyrir að við höfum legið til baka. Það voru nokkur mistök sem urðu til þess valdandi að við fengum á okkur mörk og við náðum aldrei að stjórna leiknum eins og við vildum gera." Liðin mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 5. maí. Blikarnir stefna að sjálfsögðu á sigur í þeim leik: ,,Það er klárlega það sem við ætlum okkur. Það er bikar hérna í boði, en ég veit ekki hvort skiptir meira máli; bikarinn hérna eða þrjú stig í fyrsta leik. Það er þó aldrei skemmtilegt að tapa og auðvitað ferðu í alla leiki til að vinna, annað væri lygi," sagði Andri Rafn við Vísi í leikslok.vísir/daníelHeimir: Var ekki hræddur ,,Mér fannst við spila vel. Við byrjuðum þennan leik vel og vorum góðir í fyrri hálfleik og skoruðum gott mark," sagði Heimir ,,Við áttum möguleika að skora fleiri í fyrri hálfleik, en héldum áfram í síðari hálfleik. Við komumst í 2-0, en misstum þá aðeins dampinn og Ellert Hreinsson kom inná. Hann er mjög öflugur leikmaður og þeir byrjuðu að senda háa bolta." ,,Við vorum ekki nægilega öflugir að vinna seinni boltanna og þeir skoruðu. Við náðum að aðlaga leik okkar að þeirra leik þegar leið á og réðum betur við þessa löngu bolta í restina." ,,Ingimundur kórónaði frábæran leik sinn með þriðja markinu og kláraði leikinn fyrir okkur." Aðspurður hvort hann hafi verið hræddur í stöðunni 2-1 svaraði Heimir: ,,Nei, ég var ekki hræddur. Ég hélt við myndum ráða betur við þessa löngu bolta, en samt náðum við að laga það eftir markið. Ég var nú ekki hræddur," sagði Heimir brosandi. ,,Það sem við erum ánægðir með er að það hefur verið framför á liðinu eftir því sem liðið hefur á undirbúningstímabilið. Við höfum spilað við mjög sterk lið undanfarið; Stjörnuna, KR og Breiðablik. Við höfum verið að bæta okkur og við erum ánægðir með það, en það er ýmislegt sem við þurfum að laga áður en mótið byrjar," og aðspurður hvort það verði komið í lag þegar liðið heimsækir Breiðablik í fyrsta leik svaraði Heimir: ,,Vonandi verður það komið í lag. Það verður gífurlega erfiður leikur. Blikarnir söknuðu gífurlega mikilvægra leikmanna sem voru ekki með til dæmis Stefáns Gíslasonar og Finns Orra. Þeir verða væntanlega klárir í fyrsta leik og ég á von á gríðarlega öflugu Blikaliði," sagði Heimir í leikslok.vísir/daníelIngimundur: Blikarnir hafa átt betri dag ,,Við erum búnir að spila vel undanfarið og höfum verið að spila þéttan varnarleik og verið vel skipulagðir. Það var áframhald á því í kvöld og þetta gekk vel," sagði Ingimundur sem skoraði þrennu í leiknum. ,,Varnarleikurinn var mjög góður í dag. Blikarnir voru hálfopnir baka til og það hjálpaði okkur klárlega." ,,Maður er alltaf ánægður með að skora þrjú, þannig ég er hæstánægður." ,,Ég held að Blikarnir hafa átt betri daga. Maður spilar aldrei betur en andstæðingurinn leyfir og þeir leyfðu okkur ýmislegt í dag. Þannig fór sem fór." FH og Breiðablik mætast í Kópavoginum í fyrsta leik og þar ætla FH-ingar að ná í þrjú stig: ,,Við ætlum klárlega að ná í þrjú stig í fyrsta leik. Það verður vonandi bara eins og í kvöld," sagði Ingimundur Níels við Vísi í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira