Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-0 | Blikar unnu toppslaginn Tryggvi Páll Tryggvason á Kópavogsvelli skrifar 9. júní 2015 15:10 Blikar fagna marki sínu í kvöld. vísir/ernir Breiðablik vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir að hafa tapað þremur stórleikjum við Stjörnuna í röð sögðu Blikastúlkur skilið við þessa Stjörnugrýlu sem farin var að myndast eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð gegn Stjörnunni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik höfðu leikmenn beggja liða talað um að þetta yrði baráttuleikur og það reyndist vera hárrétt mat. Fyrstu 25 mínúturnar virtust leikmenn liðanna vera nokkuð stressaðir, feilsendingar voru algengar og mikið um innköst. Strax á 10. mínútu komst Fanndís Friðriksdóttir í gott færi eftir að hún hnoðaði sér í gegnum miðja vörn Stjörnunnar. Sandra Sigurðardóttir í markinu var þó vel á verði og hrifsaði boltann af löppum Fanndísar áður en hún náði skoti. Það var á þessum upphafsmínútum sem jafnræði var á milli liðanna. Stjörnustúlkur sköpuðu sér nokkur hálffæri, það besta líklega á 27. mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk boltann við markteigshorn Blika en skóflaði boltanum hátt yfir. Eftir þetta náðu Blikastúlkur yfirhöndinni og litu varla til baka. Sóknarleikur Blika fór að mestu leyti gegnum Fanndísi en beinskeytt hlaup hennar ollu vörn Stjörnunnar miklum erfiðleikum. Það var eftir eitt slíkt sem Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk tvo virkilega góð færi. Fanndís skeiðaði upp allann völlinn eftir hornspyrnu Stjörnunnar, renndi boltanum á Telmu sem hefði átt að gera betur í tvígang, í fyrra skiptið varði Sandra vel en skot Telmu úr frákastinu fór framhjá. Þetta var formúlan að eina marki leiksins skömmu síðar. Fanndís hljóp upp allan vinstri kantinn, lék á varnarmann Stjörnunnar og renndi boltanum á Telmu sem var ein í teignum og laumaði boltanum framhjá Söndru í markinu. Virkilega vel gert hjá Fanndísi og Telmu sem unnu vel saman í framlínu Blika í kvöld. Blikar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik og yfirleitt var það Fanndís sem olli mestum usla fram á við. Í hvert skipti sem hún fékk boltann tók hún á rás að marki með eitt í huga. Hún var nálægt því að skora á 59. mínútu eftir einn slíkan sprett en aftur var Sandra vel á verði. Þegar um hálftími var eftir bökkuðu Blikastúlkur og leyfðu Stjörnustúlkum að sækja á sig. Vörn Blika hélt þó vel og Stjörnunni tókst ekki að skapa sér eitt einasta opið færi í seinni hálfleik. Á 70. mínútu fór Fanndís út af og virtist hún halda í aftanvert lærið er hún gekk útaf. Stjarnan freistaði þess að ná í jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Vilhjálmur Alvar, ágætur dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna og er með fjögurra stiga forustu á Stjörnuna, fjögur stig sem gætu skilið á milli Íslandsmeistaratitilsins og 2. sætisins þegar stigin verða talin í haust.Rakel Hönnudóttir í baráttunni.Vísir/ErnirRakel: Komu brjálaðar til leiks Rakel Hönnudóttir fyrirliði Blika var að vonum ánægð með stigin þrjú hér í kvöld. Að hennar mati spilaði tapið gegn Stjörnunni á föstudag stóran þátt í sigri Breiðabliks í kvöld. „Við vorum náttúrulega pirraðar og reiðar yfir því að hafa tapað honum og líka að hafa tapað tveimur áður. Þannig að við komum brjálaðar til leiks. Það gáfu allar 150% prósent í leikinn og við uppskárum sigur,“ sagði Rakel. „Við vildum þetta aðeins meira. Þetta eru alltaf hörkuleikur á milli þessara liða og yfirleitt er það það sem skilur á milli.“Ásgerður Stefanía: Fá ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var þó ekki á sama máli og taldi sigurhrinu Stjörnunnar á Breiðabliki ekki skipta þær neinu máli hér í kvöld „Við fáum ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna. Við pældum ekkert í því. Kannski þeir sem eru fyrir utan okkur pæla meira í einhverjum innbyrðisviðureignum við Breiðablik. Við pældum bara í þremur stigum í Kópavoginum í dag,“ sagði hún við Vísi eftir leik. Aðspurð um aðrar ástæður fyrir tapinu sagði hún að það hefði vantað 5-10% upp á frammistöðu Stjörnunnar í kvöld: „Þetta er bara hörkuleikur sem gat dottið báðum megin alveg eins og á föstudaginn. Það vantaði kannski þessi 5-10% í þessum leik sem við höfðum í leiknum á föstudaginn.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þessum liðum og næstu leikir eru toppslagir þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA og Breiðablik heimsækir Val. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Breiðablik vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir að hafa tapað þremur stórleikjum við Stjörnuna í röð sögðu Blikastúlkur skilið við þessa Stjörnugrýlu sem farin var að myndast eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð gegn Stjörnunni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik höfðu leikmenn beggja liða talað um að þetta yrði baráttuleikur og það reyndist vera hárrétt mat. Fyrstu 25 mínúturnar virtust leikmenn liðanna vera nokkuð stressaðir, feilsendingar voru algengar og mikið um innköst. Strax á 10. mínútu komst Fanndís Friðriksdóttir í gott færi eftir að hún hnoðaði sér í gegnum miðja vörn Stjörnunnar. Sandra Sigurðardóttir í markinu var þó vel á verði og hrifsaði boltann af löppum Fanndísar áður en hún náði skoti. Það var á þessum upphafsmínútum sem jafnræði var á milli liðanna. Stjörnustúlkur sköpuðu sér nokkur hálffæri, það besta líklega á 27. mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk boltann við markteigshorn Blika en skóflaði boltanum hátt yfir. Eftir þetta náðu Blikastúlkur yfirhöndinni og litu varla til baka. Sóknarleikur Blika fór að mestu leyti gegnum Fanndísi en beinskeytt hlaup hennar ollu vörn Stjörnunnar miklum erfiðleikum. Það var eftir eitt slíkt sem Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk tvo virkilega góð færi. Fanndís skeiðaði upp allann völlinn eftir hornspyrnu Stjörnunnar, renndi boltanum á Telmu sem hefði átt að gera betur í tvígang, í fyrra skiptið varði Sandra vel en skot Telmu úr frákastinu fór framhjá. Þetta var formúlan að eina marki leiksins skömmu síðar. Fanndís hljóp upp allan vinstri kantinn, lék á varnarmann Stjörnunnar og renndi boltanum á Telmu sem var ein í teignum og laumaði boltanum framhjá Söndru í markinu. Virkilega vel gert hjá Fanndísi og Telmu sem unnu vel saman í framlínu Blika í kvöld. Blikar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik og yfirleitt var það Fanndís sem olli mestum usla fram á við. Í hvert skipti sem hún fékk boltann tók hún á rás að marki með eitt í huga. Hún var nálægt því að skora á 59. mínútu eftir einn slíkan sprett en aftur var Sandra vel á verði. Þegar um hálftími var eftir bökkuðu Blikastúlkur og leyfðu Stjörnustúlkum að sækja á sig. Vörn Blika hélt þó vel og Stjörnunni tókst ekki að skapa sér eitt einasta opið færi í seinni hálfleik. Á 70. mínútu fór Fanndís út af og virtist hún halda í aftanvert lærið er hún gekk útaf. Stjarnan freistaði þess að ná í jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Vilhjálmur Alvar, ágætur dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna og er með fjögurra stiga forustu á Stjörnuna, fjögur stig sem gætu skilið á milli Íslandsmeistaratitilsins og 2. sætisins þegar stigin verða talin í haust.Rakel Hönnudóttir í baráttunni.Vísir/ErnirRakel: Komu brjálaðar til leiks Rakel Hönnudóttir fyrirliði Blika var að vonum ánægð með stigin þrjú hér í kvöld. Að hennar mati spilaði tapið gegn Stjörnunni á föstudag stóran þátt í sigri Breiðabliks í kvöld. „Við vorum náttúrulega pirraðar og reiðar yfir því að hafa tapað honum og líka að hafa tapað tveimur áður. Þannig að við komum brjálaðar til leiks. Það gáfu allar 150% prósent í leikinn og við uppskárum sigur,“ sagði Rakel. „Við vildum þetta aðeins meira. Þetta eru alltaf hörkuleikur á milli þessara liða og yfirleitt er það það sem skilur á milli.“Ásgerður Stefanía: Fá ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var þó ekki á sama máli og taldi sigurhrinu Stjörnunnar á Breiðabliki ekki skipta þær neinu máli hér í kvöld „Við fáum ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna. Við pældum ekkert í því. Kannski þeir sem eru fyrir utan okkur pæla meira í einhverjum innbyrðisviðureignum við Breiðablik. Við pældum bara í þremur stigum í Kópavoginum í dag,“ sagði hún við Vísi eftir leik. Aðspurð um aðrar ástæður fyrir tapinu sagði hún að það hefði vantað 5-10% upp á frammistöðu Stjörnunnar í kvöld: „Þetta er bara hörkuleikur sem gat dottið báðum megin alveg eins og á föstudaginn. Það vantaði kannski þessi 5-10% í þessum leik sem við höfðum í leiknum á föstudaginn.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þessum liðum og næstu leikir eru toppslagir þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA og Breiðablik heimsækir Val.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki