Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Haukar 5-4 Stefán Hirst Friðriksson á Laugardalsvelli skrifar 6. júní 2012 15:10 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/vilhelm Framarar skriðu inn í sextán liða úrslit Borgunar-bikarsins í kvöld með sigri á Haukum eftir vítaspyrnukeppni. Taugar Framara sterkari undir lokin í annars tilþrifalitlum leik. Leikurinn byrjaði rólega en það voru gestirnir úr Haukum sem byrjuðu leikinn betur og voru þeir nálægt því að komast yfir í byrjun leiks, en Framörum tókst að bjarga á línu eftir laust skot Arons Jóhannssonar. Framarar fengu einnig gott færi til þess að komast yfir um miðjan hálfleikinn eftir skot frá Sam Hewson sem Daði varði vel í marki Hauka. Staðan því markalaus eftir slakan fyrri hálfleik. Ekki batnaði það í síðari hálfleiknum en það voru þó Framarar sem komust yfir í fyrstu sókn hálfleiksins á 62. mínútu. Steven Lennon náði þá að koma boltanum í netið eftir barning í teignum. Haukar tóku svo loksins við sér sóknarlega þegar stutt var eftir af leiknum. Þeir settu þá þunga pressu á Framara sem bar loks árangur þegar það voru komnar fjórar mínútur framyfir venjulegan leiktíma. Þá var brotið á Alexander Frey Sindrasyni innan vítateigs og dæmdi góður dómari leiksins, umsvifalaust vítaspyrnu. Fyrirliði Hauka, Hilmar Trausti Arnarsson, fór á punktinn um skoraði af miklu öryggi. Leikurinn því á leið í framlengingu. Framarar hefðu getað náð forystunni á upphafsmínútum framlengingarinnar en Daði Lárusson, markvörður Hauka varði frábærlega frá Almari Ormarssyni. Liðin voru greinilega nokkuð sátt við að leikurinn færi í vítaspyrnukeppni því að eftir dauðafæri Almars, gerðist varla stakur markverður hlutur í framlengingunni. Framörum tókst svo að klára þetta í vítaspyrnunni en Haukar brenndu af tveimur spyrnum á meðan Framarar brenndu einungis af einni. Lokatölur því 5-4, Framörum í vil, eftir vítaspyrnukeppni. Þorvaldur: Hefðum átt að klára þetta fyrrmynd/vilhelm„Þetta var mjög vel spilaður leikur af okkar hálfu. Við héldum boltanum vel og fengum fullt af færum. Þeir vörðust mjög djúpt og áttum við í smá erfiðleikum með það. Við héldum boltanum í 70-90% prósent af leiknum. Haukar unnu sína vinnu vel í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fengum þó nóg af færum til þess að klára þetta," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. „Öll lið sem skrá sér til þáttöku í bikarkeppninni ætla sér að ná langt. Ég held að það liggi bara í augum uppi. Hversu langt við fáum á eftir að koma í ljós. Bikarleikur eins og í dag getur dottið hvoru megin, þessi endaði í vítaspyrnukeppni og það gerir keppnina skemmtilega," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram í leikslok. Óli Jóh: Ánægður með mitt liðmynd/vilhelm„Við komum hér og spilum á geysilega sterkum heimavelli Framara og er alltaf erfitt að eiga við þá hérna. Ég er ánægður með mitt lið í leiknum en við börðumst vel allan tímann," sagði Ólafur. Aðspurður um markmið liðsins í fyrstu deildinni í sumar, ásamt því hverjir verða bikarmeistarar í hans huga sagði Óli: „Það hljóta öll lið í fyrstu deildinni að vilja komast upp í deild þeirra bestu og erum við í þeim pakkanum. Ég held að FH-ingar verði bikarmeistarar í ár," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Hauka í leikslok. Almarr: Stefnir alltaf á að vinna bikarkeppnirmynd/vilhelm„Þetta hafðist hjá okkur. Þetta var full-erfitt hjá okkur í dag. Við fengum samt alveg nóg af færum til þess að gera útum þennan leik en það gekk ekki í venjulegum leiktíma," sagði Almarr. „Maður stefnir alltaf að því að vinna bikarkeppnir. Bikarkeppnin er svolítið öðruvísi en það er ekki hægt að vinna hana nema að vinna alla leikina," bætti Almarr við. „Deildin hefur ekki alveg farið nægilega vel af stað hjá okkur. Við erum samt búnir að spila ágætlega en þurfum bara aðeins að fínstilla okkur. Þegar við förum að nýta færin betur þá fer þetta að detta með okkur," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Framarar skriðu inn í sextán liða úrslit Borgunar-bikarsins í kvöld með sigri á Haukum eftir vítaspyrnukeppni. Taugar Framara sterkari undir lokin í annars tilþrifalitlum leik. Leikurinn byrjaði rólega en það voru gestirnir úr Haukum sem byrjuðu leikinn betur og voru þeir nálægt því að komast yfir í byrjun leiks, en Framörum tókst að bjarga á línu eftir laust skot Arons Jóhannssonar. Framarar fengu einnig gott færi til þess að komast yfir um miðjan hálfleikinn eftir skot frá Sam Hewson sem Daði varði vel í marki Hauka. Staðan því markalaus eftir slakan fyrri hálfleik. Ekki batnaði það í síðari hálfleiknum en það voru þó Framarar sem komust yfir í fyrstu sókn hálfleiksins á 62. mínútu. Steven Lennon náði þá að koma boltanum í netið eftir barning í teignum. Haukar tóku svo loksins við sér sóknarlega þegar stutt var eftir af leiknum. Þeir settu þá þunga pressu á Framara sem bar loks árangur þegar það voru komnar fjórar mínútur framyfir venjulegan leiktíma. Þá var brotið á Alexander Frey Sindrasyni innan vítateigs og dæmdi góður dómari leiksins, umsvifalaust vítaspyrnu. Fyrirliði Hauka, Hilmar Trausti Arnarsson, fór á punktinn um skoraði af miklu öryggi. Leikurinn því á leið í framlengingu. Framarar hefðu getað náð forystunni á upphafsmínútum framlengingarinnar en Daði Lárusson, markvörður Hauka varði frábærlega frá Almari Ormarssyni. Liðin voru greinilega nokkuð sátt við að leikurinn færi í vítaspyrnukeppni því að eftir dauðafæri Almars, gerðist varla stakur markverður hlutur í framlengingunni. Framörum tókst svo að klára þetta í vítaspyrnunni en Haukar brenndu af tveimur spyrnum á meðan Framarar brenndu einungis af einni. Lokatölur því 5-4, Framörum í vil, eftir vítaspyrnukeppni. Þorvaldur: Hefðum átt að klára þetta fyrrmynd/vilhelm„Þetta var mjög vel spilaður leikur af okkar hálfu. Við héldum boltanum vel og fengum fullt af færum. Þeir vörðust mjög djúpt og áttum við í smá erfiðleikum með það. Við héldum boltanum í 70-90% prósent af leiknum. Haukar unnu sína vinnu vel í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fengum þó nóg af færum til þess að klára þetta," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. „Öll lið sem skrá sér til þáttöku í bikarkeppninni ætla sér að ná langt. Ég held að það liggi bara í augum uppi. Hversu langt við fáum á eftir að koma í ljós. Bikarleikur eins og í dag getur dottið hvoru megin, þessi endaði í vítaspyrnukeppni og það gerir keppnina skemmtilega," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram í leikslok. Óli Jóh: Ánægður með mitt liðmynd/vilhelm„Við komum hér og spilum á geysilega sterkum heimavelli Framara og er alltaf erfitt að eiga við þá hérna. Ég er ánægður með mitt lið í leiknum en við börðumst vel allan tímann," sagði Ólafur. Aðspurður um markmið liðsins í fyrstu deildinni í sumar, ásamt því hverjir verða bikarmeistarar í hans huga sagði Óli: „Það hljóta öll lið í fyrstu deildinni að vilja komast upp í deild þeirra bestu og erum við í þeim pakkanum. Ég held að FH-ingar verði bikarmeistarar í ár," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Hauka í leikslok. Almarr: Stefnir alltaf á að vinna bikarkeppnirmynd/vilhelm„Þetta hafðist hjá okkur. Þetta var full-erfitt hjá okkur í dag. Við fengum samt alveg nóg af færum til þess að gera útum þennan leik en það gekk ekki í venjulegum leiktíma," sagði Almarr. „Maður stefnir alltaf að því að vinna bikarkeppnir. Bikarkeppnin er svolítið öðruvísi en það er ekki hægt að vinna hana nema að vinna alla leikina," bætti Almarr við. „Deildin hefur ekki alveg farið nægilega vel af stað hjá okkur. Við erum samt búnir að spila ágætlega en þurfum bara aðeins að fínstilla okkur. Þegar við förum að nýta færin betur þá fer þetta að detta með okkur," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira