Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Breiðablik 1-2 | Tveir sigrar í röð hjá Blikum Stefán Árni Pálsson á Vodafone-vellinum skrifar 14. júlí 2014 14:53 Árni Vilhjálmsson lék vel í kvöld. Vísir/arni Breiðablik vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið sótti góðan útisigur gegn Val, 2-1. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði bæði mörk Blika í kvöld sem virðast vera koma til í deildinni. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru bæði lið nokkuð lengi í gang. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust gestirnir frá Kópavogi meir í takt við leikinn. Eftir rúmlega fimmtán mínútuna leik náðu Blikar að brjóta ísinn þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði frábært mark með hælspyrnu eftir flottan undirbúning frá Árna Vilhjálmssyni. Virkilega gott fyrir leikinn að fá mark á þessum tímapunkti. Aðeins fjórum mínútum síðar voru Blikar aftur á ferðinni og þá var það aftur Elfar Árni sem skoraði. Mads Nielsen gerði sig sekan um skelfileg mistök í vörn Valsmanna, missti boltann frá sér og það nýtti sér Árni Vilhjálmsson vel og lagði aftur upp mark fyrir samherja sinn. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn þegar hálftími var liðin af leiknum. Gunnleifur Gunnleifsson réði þá illa við fyrirgjöf frá Arnari Sveini Geirssyni og sló boltann beint fyrir lappirnar á Kolbeini Kárasyni sem þrumaði boltanum í netið. Fleiri mörk voruð ekki skoruð í hálfleiknum og var staðan 2-1 fyrir Blika eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri nokkuð rólega og voru liðin lengi í gang. Valsmenn ætluðu sér greinilega að jafna metin en það gekk nokkuð erfilega fyrir sig. Liðin skiptust á að skapa sér hálffæri í síðari hálfleiknum en aldrei kom dauðafærið. Það er skemmst frá því að segja að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og Blikar unnu sinn annan leik í röð 2-1. Liðið er því komið með 12 stig í deildinni og aðeins þremur stigum á eftir Valsmönnum. Elfar: Tökum seinni umferðina alveg á milljón„Við stefndum að þessu í dag og gáfum allt í leikinn,“ segir Elfar Árni Aðalsteinsson, markaskorari Blika, eftir leikinn. „Við erum að reyna að koma okkur á smá skrið og það virðist vera ganga ágætlega núna hjá liðinu.“ Elfar segir að Blikarnir ætli sér að taka síðari umferðina alveg á fullu og ná í sem flest stig. Elfar var frábær í fyrri hálfleiknum og skoraði tvö mörk. „Fyrra markið var nokkuð skemmtilegt. Árni [ Vilhjálmsson] kom boltanum á mig og ég náði að taka boltann með hælnum, sem var mjög gaman.“ Maggi Gylfa: Ólíklegt að Tonny fá atvinnuleyfi„Við mættum bara ekki til leiks í upphafi,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við fáum á okkur tvö mörk á skömmum tíma og menn engan veginn klárir. Við komum aðeins til baka undir lok fyrri hálfleiksins og minnkum muninn en það bara dugði ekki til.“ Magnús segir að leikur sinna manna hafi verið heilt yfir slakur. Þjálfarinn gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik. „Ég er alveg klár á því að það voru mistök að gera svona margar breytingar á liðinu en maður getur aldrei vitað svona fyrirfram.“ Félagaskiptaglugginn opnar á miðnætti í kvöld og Valsmenn hafa nú þegar fengið tvo leikmenn til liðsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar 365 er Tonny Mawejje, fyrrverandi leikmaður ÍBV, búinn að komast að samkomulagi við Val um að leika með liðinu. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp á allra síðustu dögum og við höfum verið að skoða. Ég held að þetta sé samt nokkuð fjarlægt vegna atvinnuleyfismálum.“ Gummi Ben: Alltaf léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleik„Það er oftast léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleiki,“ segir Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks. „Mér fannst framlag alls liðsins ná þessum sigri í höfn. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að loka á þeirra styrkleika í kvöld.“ „Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan og við þurfum einfaldlega að halda vel á spöðunum til að hreinlega halda sæti okkar í deildinni. Guðmundur segir að hann hafi fengið nokkur gylliboð erlendis frá um leikmenn en hann ætli sér ekki að fá leikmenn til liðsins bara til að fá þá, heldur verður að vera eitthvað varið í þá leikmenn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Breiðablik vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið sótti góðan útisigur gegn Val, 2-1. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði bæði mörk Blika í kvöld sem virðast vera koma til í deildinni. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru bæði lið nokkuð lengi í gang. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust gestirnir frá Kópavogi meir í takt við leikinn. Eftir rúmlega fimmtán mínútuna leik náðu Blikar að brjóta ísinn þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði frábært mark með hælspyrnu eftir flottan undirbúning frá Árna Vilhjálmssyni. Virkilega gott fyrir leikinn að fá mark á þessum tímapunkti. Aðeins fjórum mínútum síðar voru Blikar aftur á ferðinni og þá var það aftur Elfar Árni sem skoraði. Mads Nielsen gerði sig sekan um skelfileg mistök í vörn Valsmanna, missti boltann frá sér og það nýtti sér Árni Vilhjálmsson vel og lagði aftur upp mark fyrir samherja sinn. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn þegar hálftími var liðin af leiknum. Gunnleifur Gunnleifsson réði þá illa við fyrirgjöf frá Arnari Sveini Geirssyni og sló boltann beint fyrir lappirnar á Kolbeini Kárasyni sem þrumaði boltanum í netið. Fleiri mörk voruð ekki skoruð í hálfleiknum og var staðan 2-1 fyrir Blika eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri nokkuð rólega og voru liðin lengi í gang. Valsmenn ætluðu sér greinilega að jafna metin en það gekk nokkuð erfilega fyrir sig. Liðin skiptust á að skapa sér hálffæri í síðari hálfleiknum en aldrei kom dauðafærið. Það er skemmst frá því að segja að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og Blikar unnu sinn annan leik í röð 2-1. Liðið er því komið með 12 stig í deildinni og aðeins þremur stigum á eftir Valsmönnum. Elfar: Tökum seinni umferðina alveg á milljón„Við stefndum að þessu í dag og gáfum allt í leikinn,“ segir Elfar Árni Aðalsteinsson, markaskorari Blika, eftir leikinn. „Við erum að reyna að koma okkur á smá skrið og það virðist vera ganga ágætlega núna hjá liðinu.“ Elfar segir að Blikarnir ætli sér að taka síðari umferðina alveg á fullu og ná í sem flest stig. Elfar var frábær í fyrri hálfleiknum og skoraði tvö mörk. „Fyrra markið var nokkuð skemmtilegt. Árni [ Vilhjálmsson] kom boltanum á mig og ég náði að taka boltann með hælnum, sem var mjög gaman.“ Maggi Gylfa: Ólíklegt að Tonny fá atvinnuleyfi„Við mættum bara ekki til leiks í upphafi,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við fáum á okkur tvö mörk á skömmum tíma og menn engan veginn klárir. Við komum aðeins til baka undir lok fyrri hálfleiksins og minnkum muninn en það bara dugði ekki til.“ Magnús segir að leikur sinna manna hafi verið heilt yfir slakur. Þjálfarinn gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik. „Ég er alveg klár á því að það voru mistök að gera svona margar breytingar á liðinu en maður getur aldrei vitað svona fyrirfram.“ Félagaskiptaglugginn opnar á miðnætti í kvöld og Valsmenn hafa nú þegar fengið tvo leikmenn til liðsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar 365 er Tonny Mawejje, fyrrverandi leikmaður ÍBV, búinn að komast að samkomulagi við Val um að leika með liðinu. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp á allra síðustu dögum og við höfum verið að skoða. Ég held að þetta sé samt nokkuð fjarlægt vegna atvinnuleyfismálum.“ Gummi Ben: Alltaf léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleik„Það er oftast léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleiki,“ segir Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks. „Mér fannst framlag alls liðsins ná þessum sigri í höfn. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að loka á þeirra styrkleika í kvöld.“ „Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan og við þurfum einfaldlega að halda vel á spöðunum til að hreinlega halda sæti okkar í deildinni. Guðmundur segir að hann hafi fengið nokkur gylliboð erlendis frá um leikmenn en hann ætli sér ekki að fá leikmenn til liðsins bara til að fá þá, heldur verður að vera eitthvað varið í þá leikmenn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira