Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - Fylkir 4-3 | Fylkismenn horfðu á eftir Evrópusætinu Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Bjarni Þórður Halldórsson sér boltann í netinu. vísir/andri marinó Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira