Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - Fylkir 4-3 | Fylkismenn horfðu á eftir Evrópusætinu Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Bjarni Þórður Halldórsson sér boltann í netinu. vísir/andri marinó Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira