Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 2-4 | Tíu FH-ingar á toppinn Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli skrifar 21. júlí 2014 15:57 Atli Guðnason með boltann í leiknum í kvöld. vísir/arnþór FH lagði Breiðablik 4-2 í ævintýralegum leik á Kópavogsvelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. FH var 3-2 yfir í hálfleik en liðið var manni færra í 50 mínútur í leiknum. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og voru heimamenn sérstaklega líflegir framan af. Það var því þvert gegn gangi leiksins að FH komst yfir með marki Ingimundar Níels Óskarssonar á 10. mínútu. Breiðablik bætti fyrir það strax mínútu síðar þegar Árni Vilhjálmasson jafnaði metin. Frábær byrjun á leiknum og góður fyrirboði fyrir það sem koma skildi. Breiðablik stillti upp í leikkerfið 4-4-2 og lék líklega sinn besta sóknarleik í sumar framan af leik. Kraftmikil byrjun Breiðabliks kostaði mikla orku því liðið gaf verulega eftir er leið á fyrri hálfleikinn. FH náði að þvinga Breiðablik til að verjast aftar og uppskar tvö mörk með átta mínútna millibili, fyrst Atli Viðar Björnsson á 31. mínútu og svo Kassim Doumbia á 39. mínútu. Mínútu eftir að Doumbia virtist gera út um vonir Breiðabliks gaf hann liðinu líflínu þegar hann fékk sitt annað gula spjald og Breiðablik náði að nýta liðsmuninn fyrir hálfleik. Arnór Sveinn Aðalsteinsson skallaði boltann í netið mínútu fyrir leikhlé. Manni fleiri hafði Breiðablik allan seinni hálfleikinn til að jafna metin en illa gekk hjá liðinu að skapa færi. Það var helst að liðið skapaði hættu við mark FH úr föstum leikatriðum en úr einu slíku skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson en markið var dæmt af. Breiðablik reyndi hvað liðið gat en FH náði að verjast öllu því sem Breiðblik bauð upp á. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður reyndi fyrir sér í sókninni þegar Breiðablik fékk horn seint í uppbótartíma og upp úr horninu skoraði Jón Ragnar Jónsson fjórða mark FH í leiknum. Varnarleikur FH manni færri í seinni hálfleik var mjög vel skipulagður og góður en að sama skapi var liðið heppið að fá ekki á sig jöfnunarmark undir lok fyrri hálfleiks þegar mikið hik kom á vörn liðsins eftir brottvísun Doumbia. Með sigrinum fór FH aftur á topp Pepsí deildarinnar en liðið er með 28 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum á undan Stjörnunni. Breiðablik er í 8. sæti með 12 stig, þremur stigum frá fallsæti.Kassim Doumbia fékk rautt spjald.vísir/arnþórHeimir: Var óvenju heitur í kvöld „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Þetta var frábær karaktersigur hjá FH. Við vorum einum færri í 50 plús mínútur og kláruðum okkur vel af því. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel. Þeir komu út og pressuðu okkur. Við vorum búnir að búa okkur undir það en við leystum það ekki nógu vel og fórum ekki í þau svæði sem við vorum búnir að tala um að við ætluðum í. „Þegar leið á hálfleikinn náðum við að leysa það betur og það var eins og við manninn mælt. Við skoruðum og fengum fín færi en svo þurftum við að verjast eftir að Kassim var rekinn af velli. „Reynt lið eins og FH á ekki að fara á taugum eins og við gerðum og fá á okkur mark. Við áttum að klára hálfleikinn betur,“ sagði Heimir sem lét mikið í sér heyra á hliðarlínunni í dag. „Ég var óvenju heitur í kvöld og náði held ég að rífast við flesta á svæðinu, áhorfendur, Willum (Þór Þórsson) og einhverja fleiri. Ég hef ekkert út á dómgæsluna að setja. Þar sem ég stóð held ég að þetta hafi verið annað gula á Kassim. „Maður er alltaf svo rólegur og þarf að koma pumpunni í gang stundum,“ sagði Heimir um rifrildi sitt við áhorfendur. „Þetta á að hjálpa okkur í framhaldinu. Við sýndum mikla samstöðu og góðan karakter. Stjarnan hefur verið að spila frábærlega upp á síðkastið og eru taplausir í deildinni. Öflugt lið sem er ekki að fara að gefa eftir. Við þurfum að hafa okkur alla við.“ Miðvarðarpar FH, Kassim Doumbia og Pétur Viðarsson verða báðir í leikbanni þegar FH tekur á móti Fylki í næstu umferð.„Brynjar (Ásgeir Guðmundsson) er að koma aftur inn eftir meiðsli. Við finnum alltaf einhverja menn í Fimleikafélaginu og náum að púsla þessu saman vonandi. „Ég held það sé öruggt að Kristján Gauti (Emilsson) sé að fara. Það er auðvitað blóðtaka fyrir FH. Hann hefur verið frábær í fyrri umferðinni. Hins vegar óska ég honum góðs gengis í atvinnumenskunni. Hann á framtíðina fyrir sér. „Við erum að skoða í kringum okkur. Við munum reyna að styrkja hópinn. Albert Brynjar (Ingason) er farinn líka. Við þurfum að styrkja þetta,“ sagði Heimir um möguleg leikmannakaup á næstunni.Elfar Árni Aðalsteinsson með Emil Pálsson í sér.vísir/arnþórGuðmundur: Barnalegur varnarleikur „Gríðarleg vonbrigði eru fyrstu viðbrögð mín. Mér fannst þetta frábær leikur tveggja frábærra liða. Synd að við skildum þurfa að tapa,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Þetta er topplið og búið að vera eitt besta lið á Íslandi í mörg mörg ár. Þeir gerðu þetta listilega vel í seinni hálfleik og við vorum ekki nógu skynsamir. Við vorum allt of mikið að klappa boltanum í stað þess að fara á þá og jafnvel bara lyfta boltanum inn á boxið. Það er yfirleitt besta leiðin þegar þú þarft að troða inn marki einhvers staðar. „Við vorum í of miklu klappi og þetta gekk of hægt. Þess vegna náðum við ekki að setja þetta mark en við tökum ekkert af FH. Þeir gerðu þetta mjög skynsamlega. „Við höfum 45 mínútur til að skora í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu klókir og það vantaði smá greddu í okkur. Reyndar skoruðum við eitt mark sem ég gat ekki séð að væri mikið að. Ég gat ekki séð annað en að við ættum að fá vítaspyrnu líka en dómarinn var að fylgjast með einhverju allt öðru á þeim tímapunkti. „Mér fannst dómarinn ekkert sérstakur en hann skoraði ekki þessi fjögur mörk sem við fengum á okkur. „Varnarleikurinn var hálf barnalegur á tímabili. Mér fannst við aftur á móti vera að spila frábærlega í fyrri hálfleik eins skringilega og það hljómar. Það var unun að horfa á leikinn en varnarleikurinn var barnalegur. Börn geta verið skemmtileg en ég vil ekki svona mörk.Vísir/Arnþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
FH lagði Breiðablik 4-2 í ævintýralegum leik á Kópavogsvelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. FH var 3-2 yfir í hálfleik en liðið var manni færra í 50 mínútur í leiknum. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og voru heimamenn sérstaklega líflegir framan af. Það var því þvert gegn gangi leiksins að FH komst yfir með marki Ingimundar Níels Óskarssonar á 10. mínútu. Breiðablik bætti fyrir það strax mínútu síðar þegar Árni Vilhjálmasson jafnaði metin. Frábær byrjun á leiknum og góður fyrirboði fyrir það sem koma skildi. Breiðablik stillti upp í leikkerfið 4-4-2 og lék líklega sinn besta sóknarleik í sumar framan af leik. Kraftmikil byrjun Breiðabliks kostaði mikla orku því liðið gaf verulega eftir er leið á fyrri hálfleikinn. FH náði að þvinga Breiðablik til að verjast aftar og uppskar tvö mörk með átta mínútna millibili, fyrst Atli Viðar Björnsson á 31. mínútu og svo Kassim Doumbia á 39. mínútu. Mínútu eftir að Doumbia virtist gera út um vonir Breiðabliks gaf hann liðinu líflínu þegar hann fékk sitt annað gula spjald og Breiðablik náði að nýta liðsmuninn fyrir hálfleik. Arnór Sveinn Aðalsteinsson skallaði boltann í netið mínútu fyrir leikhlé. Manni fleiri hafði Breiðablik allan seinni hálfleikinn til að jafna metin en illa gekk hjá liðinu að skapa færi. Það var helst að liðið skapaði hættu við mark FH úr föstum leikatriðum en úr einu slíku skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson en markið var dæmt af. Breiðablik reyndi hvað liðið gat en FH náði að verjast öllu því sem Breiðblik bauð upp á. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður reyndi fyrir sér í sókninni þegar Breiðablik fékk horn seint í uppbótartíma og upp úr horninu skoraði Jón Ragnar Jónsson fjórða mark FH í leiknum. Varnarleikur FH manni færri í seinni hálfleik var mjög vel skipulagður og góður en að sama skapi var liðið heppið að fá ekki á sig jöfnunarmark undir lok fyrri hálfleiks þegar mikið hik kom á vörn liðsins eftir brottvísun Doumbia. Með sigrinum fór FH aftur á topp Pepsí deildarinnar en liðið er með 28 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum á undan Stjörnunni. Breiðablik er í 8. sæti með 12 stig, þremur stigum frá fallsæti.Kassim Doumbia fékk rautt spjald.vísir/arnþórHeimir: Var óvenju heitur í kvöld „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Þetta var frábær karaktersigur hjá FH. Við vorum einum færri í 50 plús mínútur og kláruðum okkur vel af því. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel. Þeir komu út og pressuðu okkur. Við vorum búnir að búa okkur undir það en við leystum það ekki nógu vel og fórum ekki í þau svæði sem við vorum búnir að tala um að við ætluðum í. „Þegar leið á hálfleikinn náðum við að leysa það betur og það var eins og við manninn mælt. Við skoruðum og fengum fín færi en svo þurftum við að verjast eftir að Kassim var rekinn af velli. „Reynt lið eins og FH á ekki að fara á taugum eins og við gerðum og fá á okkur mark. Við áttum að klára hálfleikinn betur,“ sagði Heimir sem lét mikið í sér heyra á hliðarlínunni í dag. „Ég var óvenju heitur í kvöld og náði held ég að rífast við flesta á svæðinu, áhorfendur, Willum (Þór Þórsson) og einhverja fleiri. Ég hef ekkert út á dómgæsluna að setja. Þar sem ég stóð held ég að þetta hafi verið annað gula á Kassim. „Maður er alltaf svo rólegur og þarf að koma pumpunni í gang stundum,“ sagði Heimir um rifrildi sitt við áhorfendur. „Þetta á að hjálpa okkur í framhaldinu. Við sýndum mikla samstöðu og góðan karakter. Stjarnan hefur verið að spila frábærlega upp á síðkastið og eru taplausir í deildinni. Öflugt lið sem er ekki að fara að gefa eftir. Við þurfum að hafa okkur alla við.“ Miðvarðarpar FH, Kassim Doumbia og Pétur Viðarsson verða báðir í leikbanni þegar FH tekur á móti Fylki í næstu umferð.„Brynjar (Ásgeir Guðmundsson) er að koma aftur inn eftir meiðsli. Við finnum alltaf einhverja menn í Fimleikafélaginu og náum að púsla þessu saman vonandi. „Ég held það sé öruggt að Kristján Gauti (Emilsson) sé að fara. Það er auðvitað blóðtaka fyrir FH. Hann hefur verið frábær í fyrri umferðinni. Hins vegar óska ég honum góðs gengis í atvinnumenskunni. Hann á framtíðina fyrir sér. „Við erum að skoða í kringum okkur. Við munum reyna að styrkja hópinn. Albert Brynjar (Ingason) er farinn líka. Við þurfum að styrkja þetta,“ sagði Heimir um möguleg leikmannakaup á næstunni.Elfar Árni Aðalsteinsson með Emil Pálsson í sér.vísir/arnþórGuðmundur: Barnalegur varnarleikur „Gríðarleg vonbrigði eru fyrstu viðbrögð mín. Mér fannst þetta frábær leikur tveggja frábærra liða. Synd að við skildum þurfa að tapa,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Þetta er topplið og búið að vera eitt besta lið á Íslandi í mörg mörg ár. Þeir gerðu þetta listilega vel í seinni hálfleik og við vorum ekki nógu skynsamir. Við vorum allt of mikið að klappa boltanum í stað þess að fara á þá og jafnvel bara lyfta boltanum inn á boxið. Það er yfirleitt besta leiðin þegar þú þarft að troða inn marki einhvers staðar. „Við vorum í of miklu klappi og þetta gekk of hægt. Þess vegna náðum við ekki að setja þetta mark en við tökum ekkert af FH. Þeir gerðu þetta mjög skynsamlega. „Við höfum 45 mínútur til að skora í seinni hálfleik. Við vorum ekki nógu klókir og það vantaði smá greddu í okkur. Reyndar skoruðum við eitt mark sem ég gat ekki séð að væri mikið að. Ég gat ekki séð annað en að við ættum að fá vítaspyrnu líka en dómarinn var að fylgjast með einhverju allt öðru á þeim tímapunkti. „Mér fannst dómarinn ekkert sérstakur en hann skoraði ekki þessi fjögur mörk sem við fengum á okkur. „Varnarleikurinn var hálf barnalegur á tímabili. Mér fannst við aftur á móti vera að spila frábærlega í fyrri hálfleik eins skringilega og það hljómar. Það var unun að horfa á leikinn en varnarleikurinn var barnalegur. Börn geta verið skemmtileg en ég vil ekki svona mörk.Vísir/Arnþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira