Erlent

Umferðarofsi leiðir til slagsmála á hraðbraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Til slagsmála kom á fjölfarinni hraðbraut nærri Houston í Bandaríkjunum um helgina. Fjórir einstaklingar úr tveimur bílum fóru að rífast sín á milli eftir að ökumaður pallbíls hleypti öðrum ekki inn á akrein, samkvæmt vitnum. Atvikið náðist á myndband en þegar allt virtist vera að róast var drykk kastað í konu. Maður sem var með henni í pallbíl sparkaði í hinn bílinn eftir það. Þá stukku tveir menn úr honum og réðust á ökumanninn.

Eftir slagsmál þeirra á milli, þar sem konan er slegin í andlitið, bakkar ökumaður pallbílsins á hinn bílinn af miklu afli.

ABC í Texas ræddi við mann sem varð vitni að slagsmálunum. Hann segist hafa verið kyrr á veginum svo að aðrir vegfarendur myndu ekki keyra á fólkið þar sem það var að slást. Hann sagði dóttur sinni að taka rifrildið og svo slagsmálin upp á myndband.

Lögreglan segist ekki hafa fengið tilkynningu um málið og því liggur ekki fyrir hvað gerðist eftir að hvíta bílnum var ekið á eftir pallbílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×