Eftir slagsmál þeirra á milli, þar sem konan er slegin í andlitið, bakkar ökumaður pallbílsins á hinn bílinn af miklu afli.
ABC í Texas ræddi við mann sem varð vitni að slagsmálunum. Hann segist hafa verið kyrr á veginum svo að aðrir vegfarendur myndu ekki keyra á fólkið þar sem það var að slást. Hann sagði dóttur sinni að taka rifrildið og svo slagsmálin upp á myndband.
Lögreglan segist ekki hafa fengið tilkynningu um málið og því liggur ekki fyrir hvað gerðist eftir að hvíta bílnum var ekið á eftir pallbílnum.