Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2016 20:45 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Sjá meira