Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2016 20:45 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira