Enski boltinn

Umboðsmaður: Ragnar launahæstur hjá Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson skorar gegn Englandi.
Ragnar Sigurðsson skorar gegn Englandi. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson er nú orðinn launahæsti leikmaður Fulham en það fullyrðir umboðsmaður hans, Martin Dahlin, á Instagram-síðunni sinni.

Dahlin skrifaði í færslu sinni að Ragnar hefði skrifað undir afar hagstæðan samning og væri um leið orðinn launahæsti leikmaður liðsins.

Sjálfur sagði Ragnar í viðtali við Morgunblaðið í morgun að hann myndi lækka verulega í launum við það eitt að fara til Fulham frá Krasnodar í Rússlanid, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.

Sænskir fjölmiðlar fjölluðu um félagaskipti Ragnars og fullyrti Göteborgs-Posten að hann hefði kostað Fulham fjórar milljónir evra, jafnvirði 526 milljónum króna.

„Ég veit að ég kem til með að lækka verulega í launum með þessum félagaskiptum en ég er ekki í fótboltanum peninganna vegna. Ég vildi ólmur komast til Englands og ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila þar,“ sagði Ragnar enn fremur við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×