Um viðhorf foreldrar fyrirbura 22. september 2005 00:01 Foreldrar fyrirbura með fæðingarþyngd minni en 1000 grömm við fæðingu vilja sjálfir vera þátttakendur í ákvörðun um það hvort hætta beri meðferð á barninu eða ekki en börn sem fæðast svo lítil verður að meðhöndla sérstaklega eigi þau að halda lífi og hætta er á að fatlanir eða alvarleg veikindi hráji þau sem lifa af. Þetta kemur fram í rannsókn sem Jónína Einarsdóttir mannfræðingur gerði og kynnti á ráðstefnu um málefni fatlaðra í Gullinhömrum í gær. Jónína segir að óttinn við sektarkennd sé vissulega mikill hjá forledrum í þessum aðstæðum en þó ekki svo að þeir vilji skjóta sér undan ábyrgð af ákvörðuninni. Helst vilja þeir að samkomulag um þessa þætti náist með læknum en ef samkomulag næst ekki vilja þeir að foreldrar hafi rétt til að neita að meðferð sé hætt. Hinsvegar eru skiptar skoðanir meðal foreldra um það hvort þeir eigi að geta krafist þess að meðferð sé hætt án samþykkis lækna. "Einn foreldranna sagði sem svo að fóstureyðing væri leyfð seint á meðgöngu ef alvarlegur vandi steðjaði að og því ekki að leyfa þá að hætta við meðferð á sömu forsendum," segir Jónína. Flestir foreldranna álíta einnig sem svo að til séu aðstæður sem réttlæti að meðferð sé hætt á fyrirburum. Ástæður sem foreldrar gáfu fyrir því að réttlæta mætti þá ákvörðun voru að betra væri að hætta meðferð ef sýnt þætti að hún væri kvalarfull og myndi líklega aðeins fresta andláti. Einnig nefndu foreldrar að betra væri að hætta meðferð ef sýnt væri að barnið ætti "ekkert líf" fyrir höndum, eins og þeir orðuðu það. Hjá flestum felst í því að þau gætu ekki átt mannleg samskipti. "Foreldrarnir eru flestir nokkuð bjartsýnir á framtíðina, og tala oft um börnin sín sem kraftaverkabörn og þegar kemur að einhverjum takmörkunum hjá þeim útskýra þeir það oft sem svo að þau séu svolítið eftir á en það lagist þegar þau "verði stór" eins og þau segja," bætir Jónína við. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu börnin voru máttug. Fréttir Innlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Foreldrar fyrirbura með fæðingarþyngd minni en 1000 grömm við fæðingu vilja sjálfir vera þátttakendur í ákvörðun um það hvort hætta beri meðferð á barninu eða ekki en börn sem fæðast svo lítil verður að meðhöndla sérstaklega eigi þau að halda lífi og hætta er á að fatlanir eða alvarleg veikindi hráji þau sem lifa af. Þetta kemur fram í rannsókn sem Jónína Einarsdóttir mannfræðingur gerði og kynnti á ráðstefnu um málefni fatlaðra í Gullinhömrum í gær. Jónína segir að óttinn við sektarkennd sé vissulega mikill hjá forledrum í þessum aðstæðum en þó ekki svo að þeir vilji skjóta sér undan ábyrgð af ákvörðuninni. Helst vilja þeir að samkomulag um þessa þætti náist með læknum en ef samkomulag næst ekki vilja þeir að foreldrar hafi rétt til að neita að meðferð sé hætt. Hinsvegar eru skiptar skoðanir meðal foreldra um það hvort þeir eigi að geta krafist þess að meðferð sé hætt án samþykkis lækna. "Einn foreldranna sagði sem svo að fóstureyðing væri leyfð seint á meðgöngu ef alvarlegur vandi steðjaði að og því ekki að leyfa þá að hætta við meðferð á sömu forsendum," segir Jónína. Flestir foreldranna álíta einnig sem svo að til séu aðstæður sem réttlæti að meðferð sé hætt á fyrirburum. Ástæður sem foreldrar gáfu fyrir því að réttlæta mætti þá ákvörðun voru að betra væri að hætta meðferð ef sýnt þætti að hún væri kvalarfull og myndi líklega aðeins fresta andláti. Einnig nefndu foreldrar að betra væri að hætta meðferð ef sýnt væri að barnið ætti "ekkert líf" fyrir höndum, eins og þeir orðuðu það. Hjá flestum felst í því að þau gætu ekki átt mannleg samskipti. "Foreldrarnir eru flestir nokkuð bjartsýnir á framtíðina, og tala oft um börnin sín sem kraftaverkabörn og þegar kemur að einhverjum takmörkunum hjá þeim útskýra þeir það oft sem svo að þau séu svolítið eftir á en það lagist þegar þau "verði stór" eins og þau segja," bætir Jónína við. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu börnin voru máttug.
Fréttir Innlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira