Um trúverðugleika vísindamanna og orðræðu stjórnmálamanna Þórarinn Guðjónsson skrifar 23. janúar 2014 00:00 Í heimi vísinda og fræða skiptir trúverðugleiki miklu máli. Vísindamenn vinna út frá forsendum og tilgátum, greina gögn og draga ályktanir eftir bestu vitund. Skoðanir og niðurstöður vísinda- og fræðimanna eru alls ekki yfir gagnrýni hafnar. Þvert á móti. Vísindi nærast á akademískri gagnrýni sem byggir á rökstuddri umræðu um viðfangsefnin. Í nýlegu viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þætti Gísla Marteins Baldurssonar „Sunnudagsmorgni“ hinn 12. janúar var hann spurður um álit sitt á athugasemdum sérfræðinga úr faghópi eitt í öðrum áfanga Rammaáætlunar. Athugasemdirnar birtust í DV 10. janúar í kjölfar tillögu ráðherra um breytingar á Rammaáætluninni. Ráðherra dró fagmennsku vísindamannanna í efa án þess að útlista nánar hvað hann ætti við annað en að hugsanlega væru viðkomandi vísindamenn í pólitískum erindagjörðum. Þess ber að geta að hópurinn samanstóð af 11 vísinda- og fræðimönnum frá mismunandi stofnunum og ólíkum fræðasviðum. Ráðherra til hróss sá hann eftir þessum ummælum og baðst afsökunar á þeim (sjá hádegisfréttir RÚV 15. janúar).Bætum umræðuhefðina Sambærileg atvik hafa áður komið upp og vekur þetta spurningar um skyldur vísindamanna til að miðla upplýsingum á opinberum vettvangi um málefni þar sem þeirra sérþekking liggur. Á vísindamaðurinn að þegja þrátt fyrir að hann telji sig búa yfir mikilvægum upplýsingum sem eigi erindi til almennings? Að vegið sé að trúverðugleika fólks án rökstuðnings er óásættanlegt. Slík vinnubrögð hafa hins vegar gjarnan tíðkast meðal stjórnmálamanna þegar þeir berjast innbyrðis og vega hver að öðrum. Kannski er það ein ástæða þess að stjórnmálin skortir trúverðugleika og að Alþingi er sú stofnun sem fólk ber hvað minnst traust til. Auðvitað geta vísindamenn haft rangt fyrir sér eins og aðrir og er það bara mannlegt en þá takast menn bara á í upplýstri umræðu um málefnin. Það eru ákveðin teikn á lofti um að hluti þingmanna vilji breyta orðræðu í stjórnmálum til hins betra og er það gott. Slíkur viðsnúningur mundi skila sér í betri samskiptum manna á milli og án efa efla samskipti og samvinnu stjórnmálamanna við ráðgefandi hópa í þjóðfélaginu hvort sem það eru vísinda- og fræðimenn eða aðrir. Það er afar mikilvægt að við bætum umræðuhefðina í samfélaginu, hættum að fara í manninn og ræðum málefnin á grundvelli raka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í heimi vísinda og fræða skiptir trúverðugleiki miklu máli. Vísindamenn vinna út frá forsendum og tilgátum, greina gögn og draga ályktanir eftir bestu vitund. Skoðanir og niðurstöður vísinda- og fræðimanna eru alls ekki yfir gagnrýni hafnar. Þvert á móti. Vísindi nærast á akademískri gagnrýni sem byggir á rökstuddri umræðu um viðfangsefnin. Í nýlegu viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þætti Gísla Marteins Baldurssonar „Sunnudagsmorgni“ hinn 12. janúar var hann spurður um álit sitt á athugasemdum sérfræðinga úr faghópi eitt í öðrum áfanga Rammaáætlunar. Athugasemdirnar birtust í DV 10. janúar í kjölfar tillögu ráðherra um breytingar á Rammaáætluninni. Ráðherra dró fagmennsku vísindamannanna í efa án þess að útlista nánar hvað hann ætti við annað en að hugsanlega væru viðkomandi vísindamenn í pólitískum erindagjörðum. Þess ber að geta að hópurinn samanstóð af 11 vísinda- og fræðimönnum frá mismunandi stofnunum og ólíkum fræðasviðum. Ráðherra til hróss sá hann eftir þessum ummælum og baðst afsökunar á þeim (sjá hádegisfréttir RÚV 15. janúar).Bætum umræðuhefðina Sambærileg atvik hafa áður komið upp og vekur þetta spurningar um skyldur vísindamanna til að miðla upplýsingum á opinberum vettvangi um málefni þar sem þeirra sérþekking liggur. Á vísindamaðurinn að þegja þrátt fyrir að hann telji sig búa yfir mikilvægum upplýsingum sem eigi erindi til almennings? Að vegið sé að trúverðugleika fólks án rökstuðnings er óásættanlegt. Slík vinnubrögð hafa hins vegar gjarnan tíðkast meðal stjórnmálamanna þegar þeir berjast innbyrðis og vega hver að öðrum. Kannski er það ein ástæða þess að stjórnmálin skortir trúverðugleika og að Alþingi er sú stofnun sem fólk ber hvað minnst traust til. Auðvitað geta vísindamenn haft rangt fyrir sér eins og aðrir og er það bara mannlegt en þá takast menn bara á í upplýstri umræðu um málefnin. Það eru ákveðin teikn á lofti um að hluti þingmanna vilji breyta orðræðu í stjórnmálum til hins betra og er það gott. Slíkur viðsnúningur mundi skila sér í betri samskiptum manna á milli og án efa efla samskipti og samvinnu stjórnmálamanna við ráðgefandi hópa í þjóðfélaginu hvort sem það eru vísinda- og fræðimenn eða aðrir. Það er afar mikilvægt að við bætum umræðuhefðina í samfélaginu, hættum að fara í manninn og ræðum málefnin á grundvelli raka.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar