Um tilfinningar og staðreyndir Sigrún Blöndal skrifar 26. mars 2013 06:00 Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagnirnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagarfljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagarfljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn. Fljótið er á sínum stað en ásýnd þess hefur breyst og lífríki sömuleiðis þó að það sé fjarri því „dautt“ eins og sumir halda fram. Hvað gengur mönnum til með þessum yfirlýsingum? Koma upplýsingar um ástand lífríkis Lagarfljóts stórkostlega á óvart? Það er harla ólíklegt nema kannski fólki sem býr utan svæðisins og á sjaldan – eða aldrei leið um Fljótsdalshérað. Væri ekki nær að fólk kynnti sér raunveruleikann og reyndi að horfa á málið frá sjónarhorni íbúa á svæðinu? Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og framkvæmdir í framhaldinu voru hugsaðar til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Austurlandi. Framkvæmdirnar ollu gríðarlegum deilum, bæði innan fjórðungs og utan og enn er umræðuefnið eldfimt í sumum fjölskyldum. En horfum á stöðuna árið 2013. Finnst þeim sem gráta Lagarfljót skipta einhverju að atvinnutækifærin sem framkvæmdirnar sköpuðu gerðu fjölda fólks kleift að snúa aftur til sinna heimahaga og nýta margvíslega menntun sína? Finnst þeim einhverju skipta að um 800 manns á Austurlandi hafa atvinnu í álverinu eða við afleidd störf. Finnst þeim einhverju skipta að nú eru að verða mögulegar almenningssamgöngur á Austurlandi vegna stærðar atvinnusvæðisins? Skiptir einhverju að atvinnuleysi á Austurlandi er aðeins um 3%? Er það til hins verra fyrir lífríki landsins að Jökulsá á Dal stefnir í að verða góð laxveiðiá?Rangar fullyrðingar Í umræðunni undanfarna daga hafa menn dregið ýmislegt fram máli sínu til stuðnings um að á Fljótsdalshéraði sé allt á fallandi fæti; svo mjög að þar standi fjöldi auðra bygginga - með myglusveppi. Það er dapurlegt að menn skuli ekki einu sinni hafa fyrir að afla sér upplýsinga þannig að farið sé með rétt mál. Hér eru íbúðir, líkt og á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki er búið í. Hér, eins og annars staðar, ætluðu menn sér um of og byggðu umfram þörf. Fullyrðingar um að húsnæði sé allt undirlagt af myglusveppi eru beinlínis rangar. Oft er talað um umræðuhefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfljót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málflutning og engum til framdráttar. Rannsóknir voru gerðar og ályktanir dregnar um umhverfisáhrif sem margar hafa gengið eftir. Segja má að ýmislegt hefði mátt rannsaka betur sem hugsanlega hefði leitt til ákvörðunar um frekari mótvægisaðgerðir. Það er þó ekki hægt að segja nú hvort frekari upplýsingar hefðu breytt einhverju um lokaákvörðunina. Margt hefði þurft að undirbúa betur í framkvæmdaferlinu, t.d. að styrkja heilbrigðisstofnanir, vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit til að takast á við stóraukin verkefni. Starfsfólk margra stofnana vann þrekvirki meðan á framkvæmdunum stóð en stofnanirnar sitja að nokkru leyti enn uppi með fjárhagshalla sem erfitt hefur reynst að fá leiðréttan. Staðreyndin er sú að á bökkum Lagarfljóts lifir fólk ágætu lífi. Að tala eins og sumir undanfarið er fjarstæða. Hér er fádæma náttúrufegurð og gott mannlíf sem við njótum og bjóðum öðrum að njóta með okkur við fljótsins dreymnu ró. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagnirnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagarfljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagarfljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn. Fljótið er á sínum stað en ásýnd þess hefur breyst og lífríki sömuleiðis þó að það sé fjarri því „dautt“ eins og sumir halda fram. Hvað gengur mönnum til með þessum yfirlýsingum? Koma upplýsingar um ástand lífríkis Lagarfljóts stórkostlega á óvart? Það er harla ólíklegt nema kannski fólki sem býr utan svæðisins og á sjaldan – eða aldrei leið um Fljótsdalshérað. Væri ekki nær að fólk kynnti sér raunveruleikann og reyndi að horfa á málið frá sjónarhorni íbúa á svæðinu? Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og framkvæmdir í framhaldinu voru hugsaðar til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Austurlandi. Framkvæmdirnar ollu gríðarlegum deilum, bæði innan fjórðungs og utan og enn er umræðuefnið eldfimt í sumum fjölskyldum. En horfum á stöðuna árið 2013. Finnst þeim sem gráta Lagarfljót skipta einhverju að atvinnutækifærin sem framkvæmdirnar sköpuðu gerðu fjölda fólks kleift að snúa aftur til sinna heimahaga og nýta margvíslega menntun sína? Finnst þeim einhverju skipta að um 800 manns á Austurlandi hafa atvinnu í álverinu eða við afleidd störf. Finnst þeim einhverju skipta að nú eru að verða mögulegar almenningssamgöngur á Austurlandi vegna stærðar atvinnusvæðisins? Skiptir einhverju að atvinnuleysi á Austurlandi er aðeins um 3%? Er það til hins verra fyrir lífríki landsins að Jökulsá á Dal stefnir í að verða góð laxveiðiá?Rangar fullyrðingar Í umræðunni undanfarna daga hafa menn dregið ýmislegt fram máli sínu til stuðnings um að á Fljótsdalshéraði sé allt á fallandi fæti; svo mjög að þar standi fjöldi auðra bygginga - með myglusveppi. Það er dapurlegt að menn skuli ekki einu sinni hafa fyrir að afla sér upplýsinga þannig að farið sé með rétt mál. Hér eru íbúðir, líkt og á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki er búið í. Hér, eins og annars staðar, ætluðu menn sér um of og byggðu umfram þörf. Fullyrðingar um að húsnæði sé allt undirlagt af myglusveppi eru beinlínis rangar. Oft er talað um umræðuhefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfljót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málflutning og engum til framdráttar. Rannsóknir voru gerðar og ályktanir dregnar um umhverfisáhrif sem margar hafa gengið eftir. Segja má að ýmislegt hefði mátt rannsaka betur sem hugsanlega hefði leitt til ákvörðunar um frekari mótvægisaðgerðir. Það er þó ekki hægt að segja nú hvort frekari upplýsingar hefðu breytt einhverju um lokaákvörðunina. Margt hefði þurft að undirbúa betur í framkvæmdaferlinu, t.d. að styrkja heilbrigðisstofnanir, vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit til að takast á við stóraukin verkefni. Starfsfólk margra stofnana vann þrekvirki meðan á framkvæmdunum stóð en stofnanirnar sitja að nokkru leyti enn uppi með fjárhagshalla sem erfitt hefur reynst að fá leiðréttan. Staðreyndin er sú að á bökkum Lagarfljóts lifir fólk ágætu lífi. Að tala eins og sumir undanfarið er fjarstæða. Hér er fádæma náttúrufegurð og gott mannlíf sem við njótum og bjóðum öðrum að njóta með okkur við fljótsins dreymnu ró.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun