Um tilfinningar og staðreyndir Sigrún Blöndal skrifar 26. mars 2013 06:00 Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagnirnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagarfljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagarfljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn. Fljótið er á sínum stað en ásýnd þess hefur breyst og lífríki sömuleiðis þó að það sé fjarri því „dautt“ eins og sumir halda fram. Hvað gengur mönnum til með þessum yfirlýsingum? Koma upplýsingar um ástand lífríkis Lagarfljóts stórkostlega á óvart? Það er harla ólíklegt nema kannski fólki sem býr utan svæðisins og á sjaldan – eða aldrei leið um Fljótsdalshérað. Væri ekki nær að fólk kynnti sér raunveruleikann og reyndi að horfa á málið frá sjónarhorni íbúa á svæðinu? Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og framkvæmdir í framhaldinu voru hugsaðar til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Austurlandi. Framkvæmdirnar ollu gríðarlegum deilum, bæði innan fjórðungs og utan og enn er umræðuefnið eldfimt í sumum fjölskyldum. En horfum á stöðuna árið 2013. Finnst þeim sem gráta Lagarfljót skipta einhverju að atvinnutækifærin sem framkvæmdirnar sköpuðu gerðu fjölda fólks kleift að snúa aftur til sinna heimahaga og nýta margvíslega menntun sína? Finnst þeim einhverju skipta að um 800 manns á Austurlandi hafa atvinnu í álverinu eða við afleidd störf. Finnst þeim einhverju skipta að nú eru að verða mögulegar almenningssamgöngur á Austurlandi vegna stærðar atvinnusvæðisins? Skiptir einhverju að atvinnuleysi á Austurlandi er aðeins um 3%? Er það til hins verra fyrir lífríki landsins að Jökulsá á Dal stefnir í að verða góð laxveiðiá?Rangar fullyrðingar Í umræðunni undanfarna daga hafa menn dregið ýmislegt fram máli sínu til stuðnings um að á Fljótsdalshéraði sé allt á fallandi fæti; svo mjög að þar standi fjöldi auðra bygginga - með myglusveppi. Það er dapurlegt að menn skuli ekki einu sinni hafa fyrir að afla sér upplýsinga þannig að farið sé með rétt mál. Hér eru íbúðir, líkt og á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki er búið í. Hér, eins og annars staðar, ætluðu menn sér um of og byggðu umfram þörf. Fullyrðingar um að húsnæði sé allt undirlagt af myglusveppi eru beinlínis rangar. Oft er talað um umræðuhefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfljót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málflutning og engum til framdráttar. Rannsóknir voru gerðar og ályktanir dregnar um umhverfisáhrif sem margar hafa gengið eftir. Segja má að ýmislegt hefði mátt rannsaka betur sem hugsanlega hefði leitt til ákvörðunar um frekari mótvægisaðgerðir. Það er þó ekki hægt að segja nú hvort frekari upplýsingar hefðu breytt einhverju um lokaákvörðunina. Margt hefði þurft að undirbúa betur í framkvæmdaferlinu, t.d. að styrkja heilbrigðisstofnanir, vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit til að takast á við stóraukin verkefni. Starfsfólk margra stofnana vann þrekvirki meðan á framkvæmdunum stóð en stofnanirnar sitja að nokkru leyti enn uppi með fjárhagshalla sem erfitt hefur reynst að fá leiðréttan. Staðreyndin er sú að á bökkum Lagarfljóts lifir fólk ágætu lífi. Að tala eins og sumir undanfarið er fjarstæða. Hér er fádæma náttúrufegurð og gott mannlíf sem við njótum og bjóðum öðrum að njóta með okkur við fljótsins dreymnu ró. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagnirnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagarfljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagarfljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn. Fljótið er á sínum stað en ásýnd þess hefur breyst og lífríki sömuleiðis þó að það sé fjarri því „dautt“ eins og sumir halda fram. Hvað gengur mönnum til með þessum yfirlýsingum? Koma upplýsingar um ástand lífríkis Lagarfljóts stórkostlega á óvart? Það er harla ólíklegt nema kannski fólki sem býr utan svæðisins og á sjaldan – eða aldrei leið um Fljótsdalshérað. Væri ekki nær að fólk kynnti sér raunveruleikann og reyndi að horfa á málið frá sjónarhorni íbúa á svæðinu? Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og framkvæmdir í framhaldinu voru hugsaðar til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Austurlandi. Framkvæmdirnar ollu gríðarlegum deilum, bæði innan fjórðungs og utan og enn er umræðuefnið eldfimt í sumum fjölskyldum. En horfum á stöðuna árið 2013. Finnst þeim sem gráta Lagarfljót skipta einhverju að atvinnutækifærin sem framkvæmdirnar sköpuðu gerðu fjölda fólks kleift að snúa aftur til sinna heimahaga og nýta margvíslega menntun sína? Finnst þeim einhverju skipta að um 800 manns á Austurlandi hafa atvinnu í álverinu eða við afleidd störf. Finnst þeim einhverju skipta að nú eru að verða mögulegar almenningssamgöngur á Austurlandi vegna stærðar atvinnusvæðisins? Skiptir einhverju að atvinnuleysi á Austurlandi er aðeins um 3%? Er það til hins verra fyrir lífríki landsins að Jökulsá á Dal stefnir í að verða góð laxveiðiá?Rangar fullyrðingar Í umræðunni undanfarna daga hafa menn dregið ýmislegt fram máli sínu til stuðnings um að á Fljótsdalshéraði sé allt á fallandi fæti; svo mjög að þar standi fjöldi auðra bygginga - með myglusveppi. Það er dapurlegt að menn skuli ekki einu sinni hafa fyrir að afla sér upplýsinga þannig að farið sé með rétt mál. Hér eru íbúðir, líkt og á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki er búið í. Hér, eins og annars staðar, ætluðu menn sér um of og byggðu umfram þörf. Fullyrðingar um að húsnæði sé allt undirlagt af myglusveppi eru beinlínis rangar. Oft er talað um umræðuhefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfljót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málflutning og engum til framdráttar. Rannsóknir voru gerðar og ályktanir dregnar um umhverfisáhrif sem margar hafa gengið eftir. Segja má að ýmislegt hefði mátt rannsaka betur sem hugsanlega hefði leitt til ákvörðunar um frekari mótvægisaðgerðir. Það er þó ekki hægt að segja nú hvort frekari upplýsingar hefðu breytt einhverju um lokaákvörðunina. Margt hefði þurft að undirbúa betur í framkvæmdaferlinu, t.d. að styrkja heilbrigðisstofnanir, vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit til að takast á við stóraukin verkefni. Starfsfólk margra stofnana vann þrekvirki meðan á framkvæmdunum stóð en stofnanirnar sitja að nokkru leyti enn uppi með fjárhagshalla sem erfitt hefur reynst að fá leiðréttan. Staðreyndin er sú að á bökkum Lagarfljóts lifir fólk ágætu lífi. Að tala eins og sumir undanfarið er fjarstæða. Hér er fádæma náttúrufegurð og gott mannlíf sem við njótum og bjóðum öðrum að njóta með okkur við fljótsins dreymnu ró.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun