Um þúsund tímar falla niður hjá heilsugæslunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. nóvember 2014 13:09 vísir Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur. Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur.
Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira