Um þúsund tímar falla niður hjá heilsugæslunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. nóvember 2014 13:09 vísir Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent