Um þriðjungur vill draga umsókn að ESB til baka 24. janúar 2011 05:00 Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á miðvikudag vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. Alls vilja 65,4 prósent halda viðræðum áfram, sem er örlítið hærra hlutfall en í könnun Fréttablaðsins 23. september síðastliðinn. Þá vildu 64,2 prósent halda áfram. Um 34,6 prósent vilja draga umsóknina til baka, örlítið færri en í september. Í sambærilegri könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna Andríki 8. til 10. júní í fyrra vildu 57,6 prósent draga aðildarumsóknina til baka. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast í tvo jafna hópa. Alls vilja 50,9 prósent slíta aðildarviðræðunum, en 49,1 prósent halda viðræðunum áfram. Færri sjálfstæðismenn vilja draga umsóknina til baka nú en í september í fyrra. Þá vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 50,9 prósent eru þeirrar skoðunar í dag. Hlutfallið er svipað meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Þar vilja 51,3 prósent halda viðræðunum áfram en 48,7 prósent slíta þeim. Fækkað hefur í hópi framsóknarmanna sem vilja slíta viðræðum, en 52,2 prósent voru þeirrar skoðunar í september. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna vill halda aðildarviðræðunum áfram. Alls segjast 67,2 prósent vilja halda viðræðunum áfram en 32,8 prósent vilja slíta aðildarviðræðunum og draga aðildarumsókn Íslands til baka. Í september vildu 36,4 prósent draga umsóknina til baka, og hefur því stuðningur við að ljúka viðræðum við ESB aukist meðal stuðningsmanna Vinstri grænna. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem myndu kjósa Samfylkingu vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram, alls 85,3 prósent. Um 14,7 prósent vilja draga umsóknina til baka. Um 16,2 prósent stuðningsmanna flokksins vildu draga umsóknina til baka í september. Eldra fólk andvígara viðræðumHjá þeim þátttakendum í könnuninni sem ekki taka afstöðu til flokka, myndu skila auðu eða ekki fara á kjörstað vilja um 65,4 prósent halda umsóknarferlinu áfram en 34,6 prósent draga umsóknina til baka. Hlutföllin hafa lítið breyst frá því í september í fyrra, þegar 64,2 prósent vildu halda umsóknarferlinu áfram en 35,8 prósent vildu slíta því. Yngra fólk er líklegra til að vilja halda aðildarviðræðunum áfram en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 68 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára ljúka viðræðunum, en 62 prósent fólks 50 ára og eldri. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.brjann@frettabladid.is Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á miðvikudag vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. Alls vilja 65,4 prósent halda viðræðum áfram, sem er örlítið hærra hlutfall en í könnun Fréttablaðsins 23. september síðastliðinn. Þá vildu 64,2 prósent halda áfram. Um 34,6 prósent vilja draga umsóknina til baka, örlítið færri en í september. Í sambærilegri könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna Andríki 8. til 10. júní í fyrra vildu 57,6 prósent draga aðildarumsóknina til baka. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast í tvo jafna hópa. Alls vilja 50,9 prósent slíta aðildarviðræðunum, en 49,1 prósent halda viðræðunum áfram. Færri sjálfstæðismenn vilja draga umsóknina til baka nú en í september í fyrra. Þá vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 50,9 prósent eru þeirrar skoðunar í dag. Hlutfallið er svipað meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Þar vilja 51,3 prósent halda viðræðunum áfram en 48,7 prósent slíta þeim. Fækkað hefur í hópi framsóknarmanna sem vilja slíta viðræðum, en 52,2 prósent voru þeirrar skoðunar í september. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna vill halda aðildarviðræðunum áfram. Alls segjast 67,2 prósent vilja halda viðræðunum áfram en 32,8 prósent vilja slíta aðildarviðræðunum og draga aðildarumsókn Íslands til baka. Í september vildu 36,4 prósent draga umsóknina til baka, og hefur því stuðningur við að ljúka viðræðum við ESB aukist meðal stuðningsmanna Vinstri grænna. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem myndu kjósa Samfylkingu vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram, alls 85,3 prósent. Um 14,7 prósent vilja draga umsóknina til baka. Um 16,2 prósent stuðningsmanna flokksins vildu draga umsóknina til baka í september. Eldra fólk andvígara viðræðumHjá þeim þátttakendum í könnuninni sem ekki taka afstöðu til flokka, myndu skila auðu eða ekki fara á kjörstað vilja um 65,4 prósent halda umsóknarferlinu áfram en 34,6 prósent draga umsóknina til baka. Hlutföllin hafa lítið breyst frá því í september í fyrra, þegar 64,2 prósent vildu halda umsóknarferlinu áfram en 35,8 prósent vildu slíta því. Yngra fólk er líklegra til að vilja halda aðildarviðræðunum áfram en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 68 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára ljúka viðræðunum, en 62 prósent fólks 50 ára og eldri. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira