Um háskólamenntun í tónlist – námsþróun í alþjóðlegri samvinnu Þóra Einarsdóttir skrifar 5. júlí 2016 07:00 Framhaldsmenntun í tónlist hefur verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni langar mig að ræða stöðu mála í menntun á háskólastigi á Íslandi þ.e. innan tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, LHÍ. Nokkuð hefur verið rætt um fjárskort og aðstöðuleysi en hér er ætlunin að fjalla í nokkrum greinum um þá uppbyggingu og framþróun náms sem á sér stað innan LHÍ. Á síðustu árum hefur LHÍ leikið lykilhlutverk í þróun meistaranáms í tónlist undir heitinu New Audiences and Innovative Practice, NAIP, í samvinnu við erlenda tónlistarháskóla. Ég hef tekið þátt í þessari námsþróun sem að mínu mati er með því merkasta sem á sér stað í tónlistarmenntun á háskólastigi á Íslandi. Í niðurstöðum nýlega útgefinnar langtímarannsóknar frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg (Universität für Musik und darstellende Kunst Wien) er m.a. bent á að NAIP-meistaranámið gagnist nemendum vel að námi loknu. Í niðurstöðum er jafnframt bent á að þær áherslur sem sé að finna í NAIP-meistaranáminu séu æskilegar í öllu tónlistarnámi á háskólastigi. Kennarar LHÍ hafa unnið með mörgum helstu sérfræðingum Evrópu á sviði tónlistarmenntunar á háskólastigi (e. Higher Music Education) að þessari námsþróun og hefur sú þekking og reynsla haft áhrif á aðrar námsbrautir í LHÍ.Lofsamleg umsögn Nýverið hlaut nýtt verkefni um áframhaldandi þróun NAIP-meistaranámsins 270.090 evrur í styrk frá ERASMUS+ eða rúmlega 37 milljónir króna. Styrkveitingunni fylgir lofsamleg umsögn óháðra sérfræðinga sem veittu umsókninni 91 stig af 100 mögulegum. Listaháskóli Íslands stýrir verkefninu. Þátttakendur auk tónlistar- og sviðslistadeildar LHÍ eru: Guildhall School of Music & Drama London, Stockholms konstnärliga högskola, Universität für Musik und Darstellende Kunst Wien, Koninklijk Conservatorium Den Haag, Prins Claus Conservatory of Music & Academia Minerva Groningen og Yong Siew Toh Conservatory of Music Singapore. Einnig taka Íslenska óperan og evrópsk samtök tónlistarskóla, AEC, þátt sem samstarfsaðilar úr atvinnulífinu. Markmið verkefnisins er að þróa námsumhverfi lista á háskólastigi í gegnum þverfaglega vinnu milli tónlistar og sviðslista. Áhersla verður lögð á að efla áræði og dug nemenda til að gerast leiðtogar á sínu sviði, nálgast nýja áheyrendur og þróa nýjar aðferðir í sköpun og flutningi, í gegnum einstaklingsmiðað nám með áherslu á þverfagleg samstarfsverkefni. Mikilvægt er að háskólastofnanir tengist atvinnulífi og samfélagi. LHÍ vinnur í samstarfi við fjölda listastofnana, tónlistarhátíða, skóla og annarra stofnana. Til dæmis má nefna Tectonics, Iceland Airways, Myrka Músíkdaga, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna og Listvinafélag Hallgrímskirkju en nemendur á öllum námsstigum skólans hafa komið fram á tónleikum í samstarfi við þessar stofnanir. Einnig hafa meistaranemar í NAIP og í listkennslu unnið með fjölda skólabarna sem og með fjölbreyttum hópum s.s. fólki með fötlun, fólki án atvinnu og fólki með heilabilun. Þannig hefur LHÍ leitast við að tengjast samfélaginu, starfa í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk, skóla og aðrar stofnanir, miðla og hvetja til tónsköpunar á fjölbreyttan hátt. Styrkveiting ERASMUS+ er mikilvæg viðurkenning á starfi LHÍ á sviði tónlistar og sviðslista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Framhaldsmenntun í tónlist hefur verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni langar mig að ræða stöðu mála í menntun á háskólastigi á Íslandi þ.e. innan tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, LHÍ. Nokkuð hefur verið rætt um fjárskort og aðstöðuleysi en hér er ætlunin að fjalla í nokkrum greinum um þá uppbyggingu og framþróun náms sem á sér stað innan LHÍ. Á síðustu árum hefur LHÍ leikið lykilhlutverk í þróun meistaranáms í tónlist undir heitinu New Audiences and Innovative Practice, NAIP, í samvinnu við erlenda tónlistarháskóla. Ég hef tekið þátt í þessari námsþróun sem að mínu mati er með því merkasta sem á sér stað í tónlistarmenntun á háskólastigi á Íslandi. Í niðurstöðum nýlega útgefinnar langtímarannsóknar frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg (Universität für Musik und darstellende Kunst Wien) er m.a. bent á að NAIP-meistaranámið gagnist nemendum vel að námi loknu. Í niðurstöðum er jafnframt bent á að þær áherslur sem sé að finna í NAIP-meistaranáminu séu æskilegar í öllu tónlistarnámi á háskólastigi. Kennarar LHÍ hafa unnið með mörgum helstu sérfræðingum Evrópu á sviði tónlistarmenntunar á háskólastigi (e. Higher Music Education) að þessari námsþróun og hefur sú þekking og reynsla haft áhrif á aðrar námsbrautir í LHÍ.Lofsamleg umsögn Nýverið hlaut nýtt verkefni um áframhaldandi þróun NAIP-meistaranámsins 270.090 evrur í styrk frá ERASMUS+ eða rúmlega 37 milljónir króna. Styrkveitingunni fylgir lofsamleg umsögn óháðra sérfræðinga sem veittu umsókninni 91 stig af 100 mögulegum. Listaháskóli Íslands stýrir verkefninu. Þátttakendur auk tónlistar- og sviðslistadeildar LHÍ eru: Guildhall School of Music & Drama London, Stockholms konstnärliga högskola, Universität für Musik und Darstellende Kunst Wien, Koninklijk Conservatorium Den Haag, Prins Claus Conservatory of Music & Academia Minerva Groningen og Yong Siew Toh Conservatory of Music Singapore. Einnig taka Íslenska óperan og evrópsk samtök tónlistarskóla, AEC, þátt sem samstarfsaðilar úr atvinnulífinu. Markmið verkefnisins er að þróa námsumhverfi lista á háskólastigi í gegnum þverfaglega vinnu milli tónlistar og sviðslista. Áhersla verður lögð á að efla áræði og dug nemenda til að gerast leiðtogar á sínu sviði, nálgast nýja áheyrendur og þróa nýjar aðferðir í sköpun og flutningi, í gegnum einstaklingsmiðað nám með áherslu á þverfagleg samstarfsverkefni. Mikilvægt er að háskólastofnanir tengist atvinnulífi og samfélagi. LHÍ vinnur í samstarfi við fjölda listastofnana, tónlistarhátíða, skóla og annarra stofnana. Til dæmis má nefna Tectonics, Iceland Airways, Myrka Músíkdaga, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna og Listvinafélag Hallgrímskirkju en nemendur á öllum námsstigum skólans hafa komið fram á tónleikum í samstarfi við þessar stofnanir. Einnig hafa meistaranemar í NAIP og í listkennslu unnið með fjölda skólabarna sem og með fjölbreyttum hópum s.s. fólki með fötlun, fólki án atvinnu og fólki með heilabilun. Þannig hefur LHÍ leitast við að tengjast samfélaginu, starfa í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk, skóla og aðrar stofnanir, miðla og hvetja til tónsköpunar á fjölbreyttan hátt. Styrkveiting ERASMUS+ er mikilvæg viðurkenning á starfi LHÍ á sviði tónlistar og sviðslista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun