Um háskólamenntun í tónlist – menntun tónlistarkennara Þóra Einarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar