Um háskólamenntun í tónlist – menntun tónlistarkennara Þóra Einarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Frá og með næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands. Allt frá stofnun skólans árið 1999 hefur verið rætt um mikilvægi þess að LHÍ bjóði upp á menntun fyrir tónlistarkennara. Kröfur um menntun grunn- og framhaldsskólakennara hafa sömuleiðis verið auknar. Þeir þurfa að vera með meistaragráðu í kennslufræði. Þetta á við um tónlistarkennara eins og aðra kennara. Um tónlistarskólakennara gegnir öðru máli þar sem starfsheiti þeirra er ekki lögverndað. Í raun eru ekki gerðar kröfur um að tónlistarskólakennarar séu með kennaramenntun en margir þeirra eru menntaðir hljóðfæraleikarar. Það er í valdi stjórnenda tónlistarskólanna hvaða kröfur þeir gera varðandi kennaramenntun. Þessi staðreynd kann að einhverju leyti að skýra hvers vegna svo löng bið varð á meistaranámi í söng- og hljóðfærakennslu. Fram til ársins 2004 hafði Tónlistarskóli Reykjavíkur séð um að mennta tónlistarkennara til kennslu í grunnskólum sem og í tónlistarskólum en námið lagðist af þar sem ljóst var að menntun tónlistarkennara ætti heima innan LHÍ. Það var miður að LHÍ bauð á þeim tíma ekki upp á kennaranám og um nokkurra ára skeið var takmarkað framboð á menntun fyrir tónlistarkennara. Söngskólinn í Reykjavík bauð þó upp á menntun söngkennara og FÍH hefur menntað tónlistarkennara. Hafa þessir skólar því sinnt menntun söngkennara og annarra tónlistarkennara þó ekki hafi verið um meistaragráðu eða háskólapróf að ræða.Horfir til betri vegar Möguleikar þeirra sem hyggja á tónlistarkennslu til menntunar hér á landi hafa þó smám saman aukist og nú horfir til betri vegar. LHÍ hefur boðið upp á meistaranám í listkennslu sem veitir kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla og hefur útskrifað listgreinakennara frá 2009. Þar á meðal eru listgreinakennarar með grunn í tónlist sem margir hverjir sinna tónlistarkennslu í grunnskólum. Háskóli Íslands útskrifar einnig kennara með tónlist sem kjörsvið. Skapandi tónlistarmiðlun er bakkalárnám við LHÍ með sterka áherslu á miðlun og hentar því vel þeim sem hyggja á kennslu. Allir söng- og hljóðfæranemendur á bakkalárstigi læra sértæka kennslufræði og hljóðfæranemendur geta einnig valið að gera kennaranám að stærri þætti bakkalárnámsins. Í tónlistarskólum um allt land starfa færir hljóðfæraleikarar/söngvarar og hæfir kennarar. Starf þeirra er gríðarlega mikilvægt og möguleikar á menntun og endurmenntun tónlistarskólakennara mikið hagsmunamál fyrir tónlistarlífið í landinu. Mikilvægt er að fagmennska og framþróun eigi sér stað á sviði tónlistarkennslu eins og annars staðar í skólakerfinu. Stofnun meistaranáms í söng- og hljóðfærakennslu við LHÍ er framfaraskref og mun vonandi skila miklu inn í þróun söng- og hljóðfærakennslu og ýta undir rannsóknir á því sviði.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun