Um "fækkun ríkisstarfsmanna“ Ómar H. Kristmundsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Í tengslum við umræðu um fjárhagsstöðu ríkissjóðs hefur að undanförnu verið fjallað um þann valkost að fækka ríkisstarfsmönnum. Í þá umræðu hefur vantað mikilvægar staðreyndir. Um þessar mundir eru starfsmenn ríkisins um 22 þúsund en stöðugildi eða ársverk eru nokkuð færri. Um 12% þeirra sem starfa á íslenska vinnumarkaðnum eru ríkisstarfsmenn. Skv. könnun frá 2006 störfuðu 38% allra ríkisstarfsmanna á heilbrigðisstofnunum, 21% í framhalds- og háskólum og tæplega 10% störfuðu hjá stofnunum félags- og lýðheilsumála. Hjá þessum flokkum stofnana starfa því tveir þriðju hlutar allra ríkisstarfsmanna. Til viðbótar bætast síðan hefðbundin kjarnastörf svo sem í löggæslu, æðstu stjórnsýslu, skatta- og tollheimtu og skipulags- og samgöngumálum. Meira en helmingur ríkisstarfsmanna er með háskólamenntun og um þriðjungur með starfs- eða framhaldsmenntun. Margt af sérhæfðasta starfsfólki landsins starfar hjá íslenska ríkinu. Taka má undir staðhæfingar á Starfatorgi ríkisins, þar sem auglýst eru til umsóknar laus störf, að ríkið sé stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi sem bjóði upp á fjölbreytt og krefjandi störf. Meðalaldur íslenskra ríkisstarfsmanna fer hins vegar hækkandi og um þessar mundir er hann næst hæstur OECD-ríkja (Government at a Glance 2011). Meðaltekjur eru almennt lægri en á almennum vinnumarkaði (sjá t.d. launarannsóknir Hagstofu Íslands og launakannanir stéttarfélaga) og tilteknar starfsstéttir eru með talsvert lægri meðallaun en í öðrum ríkjum OECD (Government at Glance 2011). Meðal starfsstétta með alþjóðlega viðurkennda menntun og starfsreynslu getur þetta leitt til atgervisflótta sem stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur af. Neikvæð umræða um störf innan ríkisins er ekki til þess að hvetja ungt fólk til að velja sér þennan framtíðarstarfsvettvang.Eru ríkisstarfsmenn of margir? Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi: 1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013) 2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013) „Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv.is 19. júlí 2013) 3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013) „Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013) Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana.Að byrja á réttum enda Upplýsingar um stöðu ríkissjóðs eru áhyggjuefni. Eins og áður eru tvær meginleiðir til að glíma við gjaldahlið ríkissjóðs, að draga úr kostnaði við svokallaðar tekjutilfærslur, svo sem greiðslur almannatrygginga, atvinnuleysis- og vaxtabætur og greiðslur vegna búvöruframleiðslu. Hins vegar að minnka rekstrarkostnað ríkisstofnana en þar er auðvitað launakostnaður stærsti liðurinn. Skv. ríkisreikningi 2012 er launakostnaður samtals 25% af heildarkostnaði ríkissjóðs. Þetta er hins vegar óumflýjanlegur kostnaður. Þegar hafa hin lögbundnu verkefni ríkisins verið rekin með árlegri „sparnaðarkröfu“ og víða er búið „að skera inn að beini“. Nú þegar virðast áhrif þessa niðurskurður svo sem á heilbrigðisþjónustu augljós. Hætta er á að í umræðu um sparnað og hagkvæmni falli í skuggann lögbundinn tilgangur ríkisstofnana. Í þessu samhengi má minna á söguna í bresku þáttunum „Já, ráðherra“ þar sem rekinn var nýr spítali sem hafði á að skipa stórum hópi stjórnenda og skrifstofufólks en enga lækna, ekkert hjúkrunarfólk og enga sjúklinga. Rekstur spítalans var til fyrirmyndar og hafði m.a. fengið viðurkenningu fyrir hreinlæti! Rekstur hans hefur líklega verið vel innan fjárlaga! Til að ræða hvernig eigi að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins er nauðsynlegt að byrja á réttum enda. Að ræða fækkun ríkisstarfsmanna án samhengis við þau lögbundnu verkefni sem þeir sinna er ekki skynsamlegt. Skoðun á þessum verkefnum er því fyrsta skrefið í aðgerðum til að ná fram sparnaði innan ríkisins. Í því getur falist sú niðurstaða að ríkið dragi sig út úr tilteknum verkefnum eða minnki verulega umsvif þeirra. Slíkar aðgerðir geta þannig leitt óbeint til fækkunar ríkisstarfsmanna. Hvort samfélagleg sátt verði um slíkar aðgerðir er annað mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við umræðu um fjárhagsstöðu ríkissjóðs hefur að undanförnu verið fjallað um þann valkost að fækka ríkisstarfsmönnum. Í þá umræðu hefur vantað mikilvægar staðreyndir. Um þessar mundir eru starfsmenn ríkisins um 22 þúsund en stöðugildi eða ársverk eru nokkuð færri. Um 12% þeirra sem starfa á íslenska vinnumarkaðnum eru ríkisstarfsmenn. Skv. könnun frá 2006 störfuðu 38% allra ríkisstarfsmanna á heilbrigðisstofnunum, 21% í framhalds- og háskólum og tæplega 10% störfuðu hjá stofnunum félags- og lýðheilsumála. Hjá þessum flokkum stofnana starfa því tveir þriðju hlutar allra ríkisstarfsmanna. Til viðbótar bætast síðan hefðbundin kjarnastörf svo sem í löggæslu, æðstu stjórnsýslu, skatta- og tollheimtu og skipulags- og samgöngumálum. Meira en helmingur ríkisstarfsmanna er með háskólamenntun og um þriðjungur með starfs- eða framhaldsmenntun. Margt af sérhæfðasta starfsfólki landsins starfar hjá íslenska ríkinu. Taka má undir staðhæfingar á Starfatorgi ríkisins, þar sem auglýst eru til umsóknar laus störf, að ríkið sé stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi sem bjóði upp á fjölbreytt og krefjandi störf. Meðalaldur íslenskra ríkisstarfsmanna fer hins vegar hækkandi og um þessar mundir er hann næst hæstur OECD-ríkja (Government at a Glance 2011). Meðaltekjur eru almennt lægri en á almennum vinnumarkaði (sjá t.d. launarannsóknir Hagstofu Íslands og launakannanir stéttarfélaga) og tilteknar starfsstéttir eru með talsvert lægri meðallaun en í öðrum ríkjum OECD (Government at Glance 2011). Meðal starfsstétta með alþjóðlega viðurkennda menntun og starfsreynslu getur þetta leitt til atgervisflótta sem stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur af. Neikvæð umræða um störf innan ríkisins er ekki til þess að hvetja ungt fólk til að velja sér þennan framtíðarstarfsvettvang.Eru ríkisstarfsmenn of margir? Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi: 1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013) 2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013) „Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv.is 19. júlí 2013) 3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013) „Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013) Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana.Að byrja á réttum enda Upplýsingar um stöðu ríkissjóðs eru áhyggjuefni. Eins og áður eru tvær meginleiðir til að glíma við gjaldahlið ríkissjóðs, að draga úr kostnaði við svokallaðar tekjutilfærslur, svo sem greiðslur almannatrygginga, atvinnuleysis- og vaxtabætur og greiðslur vegna búvöruframleiðslu. Hins vegar að minnka rekstrarkostnað ríkisstofnana en þar er auðvitað launakostnaður stærsti liðurinn. Skv. ríkisreikningi 2012 er launakostnaður samtals 25% af heildarkostnaði ríkissjóðs. Þetta er hins vegar óumflýjanlegur kostnaður. Þegar hafa hin lögbundnu verkefni ríkisins verið rekin með árlegri „sparnaðarkröfu“ og víða er búið „að skera inn að beini“. Nú þegar virðast áhrif þessa niðurskurður svo sem á heilbrigðisþjónustu augljós. Hætta er á að í umræðu um sparnað og hagkvæmni falli í skuggann lögbundinn tilgangur ríkisstofnana. Í þessu samhengi má minna á söguna í bresku þáttunum „Já, ráðherra“ þar sem rekinn var nýr spítali sem hafði á að skipa stórum hópi stjórnenda og skrifstofufólks en enga lækna, ekkert hjúkrunarfólk og enga sjúklinga. Rekstur spítalans var til fyrirmyndar og hafði m.a. fengið viðurkenningu fyrir hreinlæti! Rekstur hans hefur líklega verið vel innan fjárlaga! Til að ræða hvernig eigi að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins er nauðsynlegt að byrja á réttum enda. Að ræða fækkun ríkisstarfsmanna án samhengis við þau lögbundnu verkefni sem þeir sinna er ekki skynsamlegt. Skoðun á þessum verkefnum er því fyrsta skrefið í aðgerðum til að ná fram sparnaði innan ríkisins. Í því getur falist sú niðurstaða að ríkið dragi sig út úr tilteknum verkefnum eða minnki verulega umsvif þeirra. Slíkar aðgerðir geta þannig leitt óbeint til fækkunar ríkisstarfsmanna. Hvort samfélagleg sátt verði um slíkar aðgerðir er annað mál.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun