Úlpan í bílskúrnum Úrsúla Junemann skrifar 15. desember 2011 06:00 Ég var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið? Svo runnu upp fyrir mér fleiri svona atvik. Ég lendi stundum í því að afgreiðslufólkið í einhverjum búðum byrjar að tala við mig á ensku og spyr: „Can I help you?“ Þá kem ég kannski inn í búðina úr vondu veðri, klædd í blautan regngalla af því að ég er hjólandi. Svona manneskja hlýtur að vera útendingur! Það er þá ekki „íslenskt“ að fara sinna ferðir gangandi eða hjólandi í öllum veðrum og vera klæddur í samræmi við veðrið. Já, er það ekki bara þannig? Síðustu dagana í köldu veðri hef ég til dæmis ekki hitt eitt einasta barn sem fór gangandi á leið minni í skólann. En bílalestin í kringum skólann á morgnana líkist því sem gerist í erlendri stórborg. Er það þá „íslenskt“ að skutla börnunum sínum alltaf í staðinn fyrir að láta þau ganga eða nota almenningssamgöngur? Út úr húsi – inn í bíl, sem er að sjálfsögðu vel upphitaður – og inn í hús aftur. Þannig er það hjá mörgum. Fólk á sem sagt sínar úlpur og kuldagalla í bílskúrnum og „skjólfötin“ eru úr blikki. Og börnin sem hoppa út úr bíl fyrir framan skólann eru oft illa klædd og ekki tilbúin til útiveru, vælandi úr kulda í frímínútunum. Getur það ekki verið að þessi börn næli sér fyrst allra í alls konar kvefpestir af því að líkaminn hefur ekki þróað nógu góða mótstöðu gegn veikindum? Er það þá „íslenskt“ að vera klæddur eftir nýjasta tískublaði en ekki eftir veðri? Vera jafnvel sokkalaus með bera leggi í frosti og snjó? Taka áhættuna á því að fá blöðrubólgu bara til þess að vera smart? Láta bílinn hita sig upp í lausagangi til þess að þurfa ekki að klæða sig í einhverja ljóta úlpu? Og fara helst alveg inn í búð á bíl til þess að þurfa ekki að stíga skref út í snjóinn á fínu háhæla skónum sínum? Hvernig væri nú að jólafötin í ár yrðu góð skjólföt í staðinn fyrir enn einn prinsessukjóllinn? Sennilega hanga nógu mörg slík föt í fataskápnum eins og er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið? Svo runnu upp fyrir mér fleiri svona atvik. Ég lendi stundum í því að afgreiðslufólkið í einhverjum búðum byrjar að tala við mig á ensku og spyr: „Can I help you?“ Þá kem ég kannski inn í búðina úr vondu veðri, klædd í blautan regngalla af því að ég er hjólandi. Svona manneskja hlýtur að vera útendingur! Það er þá ekki „íslenskt“ að fara sinna ferðir gangandi eða hjólandi í öllum veðrum og vera klæddur í samræmi við veðrið. Já, er það ekki bara þannig? Síðustu dagana í köldu veðri hef ég til dæmis ekki hitt eitt einasta barn sem fór gangandi á leið minni í skólann. En bílalestin í kringum skólann á morgnana líkist því sem gerist í erlendri stórborg. Er það þá „íslenskt“ að skutla börnunum sínum alltaf í staðinn fyrir að láta þau ganga eða nota almenningssamgöngur? Út úr húsi – inn í bíl, sem er að sjálfsögðu vel upphitaður – og inn í hús aftur. Þannig er það hjá mörgum. Fólk á sem sagt sínar úlpur og kuldagalla í bílskúrnum og „skjólfötin“ eru úr blikki. Og börnin sem hoppa út úr bíl fyrir framan skólann eru oft illa klædd og ekki tilbúin til útiveru, vælandi úr kulda í frímínútunum. Getur það ekki verið að þessi börn næli sér fyrst allra í alls konar kvefpestir af því að líkaminn hefur ekki þróað nógu góða mótstöðu gegn veikindum? Er það þá „íslenskt“ að vera klæddur eftir nýjasta tískublaði en ekki eftir veðri? Vera jafnvel sokkalaus með bera leggi í frosti og snjó? Taka áhættuna á því að fá blöðrubólgu bara til þess að vera smart? Láta bílinn hita sig upp í lausagangi til þess að þurfa ekki að klæða sig í einhverja ljóta úlpu? Og fara helst alveg inn í búð á bíl til þess að þurfa ekki að stíga skref út í snjóinn á fínu háhæla skónum sínum? Hvernig væri nú að jólafötin í ár yrðu góð skjólföt í staðinn fyrir enn einn prinsessukjóllinn? Sennilega hanga nógu mörg slík föt í fataskápnum eins og er.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun