Erlent

Tyrkneskir hermenn féllu í sprengjuárás

Atli Ísleifsson skrifar
PKK hófu árásir gegn tyrkneskum öryggissveitum eftir sjálfsvígssprengjuárásina í Suruc fyrir tveimur vikum þar sem 32 fórust.
PKK hófu árásir gegn tyrkneskum öryggissveitum eftir sjálfsvígssprengjuárásina í Suruc fyrir tveimur vikum þar sem 32 fórust. Vísir/AFP
Tveir tyrkneskir hermenn féllu og tveir til viðbótar særðust í sprengjuárás gegn bílalest hersins í suðausturhluta Tyrklands í morgun.

Árásin var gerð í Şirnak-héraði, nærri landamærunum að Sýrlandi og Írak.

Til átaka kom milli hermanna og uppreisnarmanna sem taldir eru tilheyra sveitum PKK sem um árabil hafa barist fyrir aukinni sjálfsstjórn Kúrda í suðausturhluta Tyrklands.

PKK hófu árásir gegn tyrkneskum öryggissveitum eftir sjálfsvígssprengjuárásina í Suruc fyrir tveimur vikum þar sem 32 fórust. Á þriðja tug hermanna og lögreglumanna hafa látið lífið í árásum PKK síðustu daga.

Tyrklandsher hefur einnig hafið loftárásir á stöðvar PKK.


Tengdar fréttir

Formaður segir Tyrki ætla að ráðast á Kúrda í Sýrlandi

Formaður flokks Kúrda á Tyrkjaþingi gagnrýnir áform um að bola ISIS burt frá landamærunum við Sýrland. Tyrkir sagðir nota stríðið gegn ISIS til að fela árásir á Kúrda. Kúrdar stýra núna stórum hluta landamæranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×