Tvöfalt fleiri ungar mæður á Suðurnesjum Snærós Sindradótir skrifar 9. júní 2016 06:00 Rannsóknir um allan heim sýna að ungar mæður þurfa mikinn stuðning til að halda áfram í námi eftir barnsburð. Engin skýring fékkst á því hvers vegna ungar mæður eru hlutfallslega fleiri á Suðurnesjum en annarstaðar á landinu. NordicPhotos/Getty Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira