Innlent

Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir

Ásgeir Erlendsson skrifar
Tvísýnt þykir hvort samningar sjómanna verði samþykktir. Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. Formaður Sjómannasambands Íslands vonast til þess að samningarnir verði samþykktir og segir gerðardóm aldrei hafa reynst sjómönnum vel.

Flest aðildarfélög Sjómannasambandsins kynntu nýgerðan kjarasamning fyrir félagsmönnum sínum í gær og einhver félög stóðu fyrir kynningu í dag. Góð þátttaka hefur verið víðast hvar. Stuðningur við samninganna er mismunandi eftir landshlutum. Kosningu lauk hjá einhverjum félögum í dag og lýkur annars staðar í seinasta lagi klukkan átta.

Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands segist vona að samningurinn verði samþykktur en tvísýnt þykir um niðurstöðuna.

„Maður heyrir mikið af neikvæðum röddum en líka jákvæðum. Þessi skilaboð sem fæ eru í báðar áttir, 50/50 bara.“

Verði samningarnir felldir segir Valmundur að sú samninganefnd sem verið hefur að störfum muni ekki reyna aftur en líklegt þykir að gerðardómur muni skera úr um kjör sjómanna verið það raunin.

„Það hefur aldrei reynst okkur vel.“ Segir Valmundur.


Tengdar fréttir

Sjómannadeilan leyst

Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×