Innlent

Tveir tölvuþrjótar handteknir vegna Wikileaks-árásanna

Wikilekas.
Wikilekas.

Tveir menn hafa verið handteknir í Hollandi grunaðir um að hafa tekið þátt í árás hakkara á heimasíður Visa, Mastercard og fleiri fyrirtækja sem slitu viðskiptum við Wikileaks.

Árásin var skipulögð af hópi sem kallar sig Anonymous.

Mennirnir eru 19 ára og 16 ára en sá yngri hefur þegar viðurkennt aðild sína.

Hátt í 4000 hakkarar tóku þátt í árásunum sem urðu til þess að heimasíður fyrirtækjanna lágu niðri fyrir helgi.

Anonymous hefur tilkynnt að fleiri árásir verði ekki gerðar í bili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×